Sendoxan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Sendoxan Stungulyfsstofn, lausn 500 mg
 • Skammtar:
 • 500 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Sendoxan Stungulyfsstofn, lausn 500 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 43682759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Sendoxan

stungulyfsstofn, lausn

Cýklófosfamíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Sendoxan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Sendoxan

Hvernig nota á Sendoxan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Sendoxan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Sendoxan og við hverju það er notað

Sendoxan stungulyf, lausn, er eingöngu gefið af heilbrigðisstarfsfólki sem getur svarað frekari

spurningum sem vakna við lestur neðangreindra upplýsinga.

Sendoxan er lyf gegn krabbameini sem skaðar erfðaefnið í frumunum og veldur hindrun á

frumuskiptingu en við það deyja frumurnar. Sendoxan veikir einnig ónæmiskerfið. Sendoxan er

einkum notað gegn mismunandi gerðum krabbameins og vissum svokölluðum

sjálfsnæmissjúkdómum, t.d. langvarandi og svæsinni liðagigt (iktsýki).

2.

Áður en byrjað er að nota Sendoxan

Ekki má nota Sendoxan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir cýklófosfamíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6). Einkenni ofnæmisviðbragða geta m.a. verið öndunarerfiðleikar, másandi andardráttur,

útbrot, kláði eða þroti í andliti og á vörum.

ef beinmergur þinn starfar ekki eðlilega (einkum ef þú hefur áður fengið

krabbameinslyfjameðferð og/eða geislameðferð). Blóð þitt verður rannsakað til að fylgjast með

starfsemi beinmergsins.

ef þú ert með blöðrubólgu, sem lýsir sér sem verkir við þvaglát.

ef þú ert með sýkingu.

ef þú hefur átt í erfiðleikum með þvaglát vegna þvagteppu.

ef þú ert með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Sendoxan er notað:

ef þú hefur nýlega fengið krabbameinslyfjameðferð og/eða geislameðferð.

ef þú ert með lifrarkvilla.

ef þú ert með nýrnakvilla. Læknirinn mun taka blóðsýni til að rannsaka hversu vel nýru þín og

lifur starfa.

ef þú ert með hjartakvilla eða hefur fengið geislameðferð á svæðinu kringum hjartað.

ef þú ert almennt við slæma heilsu og veikburða.

ef þú ert aldraður/öldruð.

ef þú íhugar að verða þunguð (sjá kaflann “Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi“).

Sendoxan getur í mjög sjaldgæfum tilfellum haft áhrif á hvítu blóðkornin og dregið þannig úr vörnum

líkamans gegn sýkingum. Ef þú færð sýkingu með hita og verulegum slappleika eða hita og

staðbundin einkenni sýkingar t.d. í hálsi/koki/munni eða erfiðleika við þvaglát, hafðu samband við

lækni sem fyrst, svo hægt sé að útiloka með blóðsýni hvort skortur sé á hvítum blóðkornum

(kyrningahrap). Mikilvægt er að þú látir vita um þau lyf sem þú tekur.

Hættu að taka Sendoxan og hafðu samband við lækninn svo fljótt sem auðið er ef þú finnur fyrir

vöðvaverkjum, vöðvakrampa eða vöðvaslappleika af ókunnum orsökum.

Áhrif á blóð og ónæmiskerfi

Blóðfrumur eru framleiddar í beinmergnum. Þær eru af þremur gerðum: rauð blóðkorn, sem flytja

súrefni um líkamann, hvít blóðkorn, sem vinna gegn sýkingum og blóðflögur, sem valda því að

blóðið storknar.

Eftir gjöf Sendoxan fækkar öllum gerðum blóðfrumna. Það er óhjákvæmileg aukaverkun

Sendoxan. Fjöldi blóðfrumna nær lággildi u.þ.b. 5 – 10 dögum eftir að þú byrjar að fá Sendoxan

og helst lítill þar til nokkrum dögum eftir að meðferð lýkur. Hjá flestum næst eðlilegur fjöldi

blóðfrumna aftur eftir 21- 28 daga. Ef þú hefur áður fengið krabbameinslyfjameðferð getur tekið

lengri tíma að ná eðlilegum fjölda blóðfrumna á nýjan leik.

Það er líklegt að þú fáir sýkingar þegar blóðfrumum fækkar. Reyndu að forðast náið samneyti við

þá sem hósta, eru kvefaðir eða með aðrar sýkingar.

Læknirinn mun fylgjast með því hvort fjöldi blóðfrumna er nægilegur, bæði fyrir meðferð með

Sendoxan og meðan á henni stendur.

Áhrif á tannhold

Þar sem sár og sýkingar geta komið fram í munni er mikilvægt að vanda munnhirðu. Ráðfærðu þig

við lækninn ef þú ert í vafa.

Áhrif á þvagblöðru

Sendoxan getur skaðað veggi þvagblöðrunnar og valdið blæðingum. Læknirinn veit að þetta getur

gerst og ef þörf krefur munt þú fá lyf sem kallast Uromitexan (Mesna), sem ver þvagblöðruna.

Hægt er að gefa Uromitexan (Mesna) sem innrennsli, blandað í innrennslislausnina, eða sem

töflur.

Flestir sem fá Sendoxan ásamt mesna finna ekki fyrir einkennum í þvagblöðru, en læknirinn gæti

viljað rannsaka hvort blóð er í þvagi, með þvagstrimlum eða smásjá.

Gerðu lækninum tafarlaust viðvart ef vart verður við blóð í þvagi.

Notkun annarra lyfja samhliða Sendoxan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Þegar Sendoxan er notað samhliða öðrum lyfjum geta hin lyfin haft áhrif á verkunina eða öfugt, en það

eykur hættu á aukaverkunum og öðrum óæskilegum áhrifum.

Dæmi um lyf sem hafa áhrif á Sendoxan eða öfugt eru:

Allópúrínól, lyf sem er notað við gigt, getur aukið aukaverkanir Sendoxan.

Suxameton, vöðvaslakandi lyf, sem er gefið meðan á skurðaðgerðum stendur, áhrif þess geta

orðið meiri.

Ákveðin krabbameinslyf,

Ákveðin lyf við bólgu og verkjum (indómetacín). Hættan á að vatn skiljist hægar út en vanalega

eykst, en það getur leitt til uppsöfnunar vatns í líkamanum.

Ákveðin lyf við flogaveiki (fenóbarbítal, fenýtóín, karbamazepin).

Ákveðin lyf við magasári m.a. (cimetidin).

Ákveðin lyf við háum blóðþrýstingi (hýdróklórtíazíð).

Ákveðin lyf við sýkingum (svo sem cíprófloxacín, sulfonamíð, klaritrómýcín, telitromýcín).

Ákveðin lyf við sveppasýkingum (flúkónazól, ítrakónazól, ketokónazól, posakónazól,

vorikonazól).

Ákveðin lyf við ógleði (aprepitant).

Ákveðin lyf sem bæla ónæmiskerfi (azatíóprín, cíklósporín, natalizumab).

Rífampicín sem notuð eru við berklum.

Búsúlfan sem er gefið við beinmergsígræðslu.

Búprópíon sem eru notuð til að hætta að reykja geta haft áhrif á verkun Sendoxan.

Ákveðin lyf sem hindra blóðstorknun, t.d. warfarín og prasugrel.

Ákveðin sýklalyf, t.d. amfótericín B.

Zídóvúdín sem er notað gegn veirusýkingum og lyf úr lyfjaflokki sem kallast próteasahemlar.

Tamoxífen, sem er notað í hormónameðferð við brjóstakrabbameini.

Ákveðnar tegundir lyfja við óreglulegum hjartslætti, t.d. amíodarón.

Ákveðin lyf við hjartabilun (digoxín).

Ákveðin lyf við háum blóðþrýstingi svo sem verapamil, ACE-hemlar.

Geislameðferð á svæðinu kringum hjartað.

Lyf úr flokki barkstera.

Ef þú þarft að fara í bólusetningu er áríðandi að láta vita að þú sért í meðferð með Sendoxan þar

sem áhrif bólusetningarinnar geta stundum orðið minni og hætta er á sýkingu í tengslum við

bólusetningu.

Náttúrulyf við vægu þunglyndi sem innihalda jóhannesarjurt (Hypericum perforatum).

Notkun Sendoxan með mat, drykk eða áfengi

Hættan á ógleði og uppköstum eykst við áfengisneyslu.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Konur ættu ekki að verða

barnshafandi

meðan þær fá

cýklófosfamíð. Þetta er vegna þess að lyfið

getur valdið fósturskaða. Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð

skal leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað.

Hvorki karlar né konur ættu að reyna að geta barn innan 6 -12 mánaða eftir lok meðferðar.

Notið öruggar getnaðarvarnir. Spyrjið lækninn ráða.

Ræðið við lækninn um möguleika á að frysta sæði eða egg áður en meðferð hefst.

Konur eiga ekki að gefa börnum brjóst meðan á meðferð með cýklófosfamíði stendur. Spyrjið lækninn

ráða.

Akstur og notkun véla

Vissar aukaverkanir eins og sundl, þokusjón og sjóntruflanir geta haft áhrif á hæfni manna til að

stunda akstur og nota vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt eru lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Sendoxan

Sendoxan stungulyf, lausn, er eingöngu gefið af heilbrigðisstarfsfólki.

Lyfið er fáanlegt sem stungulyf eða töflur.

Þegar Sendoxan er gefið sem stungulyf er því yfirleitt sprautað í poka með vökva sem gefinn er

með hægu innrennsli í bláæð. Gjöf Sendoxan tekur yfirleitt frá nokkrum mínútum til eina

klukkustund, eftir skammtastærð.

Sendoxan er yfirleitt gefið ásamt öðrum krabbameinslyfjum eða geislameðferð.

Læknirinn ákveður þann skammt sem hentar hverjum og einum sérstaklega.

Þættir sem ákvarða skammtastærð eru:

sjúkdómurinn sem á að meðhöndla

hæð þín og líkamsþyngd

almennt heilsufar þitt

hvort þú færð samtímis önnur krabbameinslyf eða geislameðferð

Sendoxan er yfirleitt gefið sem röð af meðferðarlotum. Eftir hverja lotu er gert hlé (tímabil án

gjafar Sendoxan) fram að næstu lotu.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Þar sem Sendoxan er gefið af

heilbrigðisstarfsfólki er ólíklegt að þú fáir of stóran skammt. Ef það gerist verður innrennslið stöðvað

tafarlaust.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og á við um öll lyf getur Sendoxan valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 100 notendum):

Bæling á starfsemi beinmergs, sem getur valdið skorti á hvítum blóðkornum (næmi fyrir

sýkingum) blóðflögum, (aukinni blæðingarhættu) og blóðleysi

Slímhúðarbólga í auga

Ógleði, uppköst, niðurgangur, hægðatregða, kviðverkir

Húðútbrot, þar á meðal ofsakláði

Áhrif á lifur

Hárlos

Blöðrubólga með blóði í þvagi

Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 1.000 notendum):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmislost)

Æxlissjúkdómur/krabbamein af völdum meðferðarinnar

Minnkað saltinnihald í blóði

Vökvasöfnun

Lystarleysi og megrun

Svimi

Þokusýn

Áhrif á hjarta

Bandvefsbreytingar í lungum

Nefkvef

Bólga og sár í slímhúð

Brisbólga

Blæðingar og bólga í meltingarvegi

Breytingar á húð og nöglum

Breytingar í nýrum, þvagleiðurum og þvagblöðru

Stöðvun á blæðingum

Skortur/fækkun sæðisfrumna

Höfuðverkur

Hiti

Staðbundin viðbrögð við innrennslisstað (bólga, roði, sár)

Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 notendum):

Tilvik með mikilli slímhúðar- og húðbólgu með háum hita (Stevens Johnsons heilkenni) og

alvarleg viðbrögð á húð með flögnun (eitrunardreplos í húðþekju).

Tíðni ekki þekkt, (ekki hægt að áætla út frá fyrirliggjandi gögnum):

Lungnabólga, blóðeitrun

Hröð sundrun æxlisfrumna

Æxli/krabbamein hjá afkomendum

Dreifð blóðstorknun (DIC)

Rauðalosþvageitrunarheilkenni (samansafn einkenna svo sem blóðleysis, punktblæðinga í húð og

stundum bráðrar nýrnabilunar)

Skert ónæmiskerfi

Vatnseitrun (t.d. rugl, höfuðverkur, svimi)

Breyting á blóðsykri

Rugl

Áhrif á heila, krampar, áhrif á taugar ( breytingar á lykt- og bragðskyni)

Skert sjón, aukið táraflæði

Eyrnasuð, heyrnarleysi

Hjartsláttarónot

Hjartabilun

Hjartaáfall, æðakrampi (brjóstverkir)

Blóðtappi í æðum og lungum

Breytingar á blóðþrýstingi

Brátt andnauðarheilkenni (ARDS)

Áhrif á lungu með t.d. andnauð, hósta og súrefnisskorti

Berkjukrampi

Nefstífla, hnerri

Vangakirtilsbólga

Gallgangastífla

Gula

Vökvasöfnun

Rákvöðvasundrun, vöðvakrampar

Aukin svitamyndun

Alvarlegar húðbreytingar (herslismein)

Vöðva- og liðverkir

Skert nýrnastarfsemi, að meðtalinni nýrnabilun

Blöðrubólga, herping í þvagblöðru

Mikið þvagmagn (diabetes insipidus)

Blæðing frá þvagfærum, þ.m.t. blæðandi þvagfærasýking

Ófrjósemi

Fæðing fyrir tímann

Fósturdauði, vansköpun eða vaxtartruflun hjá fóstri

Þróttleysi, þreyta, lasleiki

Inflúensulík einkenni, verkir, hrollur

Breytingar í niðurstöðum blóðrannsókna

Hafðu samstundis samband við lækni ef þú sérð blóð í þvagi, ef þú færð allt í einu hita án eðlilegrar

skýringar, ert með óvenjulega verki eða bólgu í fótum, tak fyrir brjósti og öndunarerfiðleika eða finnur

fyrir verkjum og þyngslum fyrir brjósti.

Til vissra aukaverkana getur komið eftir að meðferðinni með Sendoxan lýkur. Hafðu því líka samband

við hjúkrunarfræðinginn eða lækninn ef þú hefur grun um að þú þjáist af aukaverkunum eftir að

meðferðinni lauk.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar. Þar með er hægt að tilkynna

aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar (sjá „Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Sendoxan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP eða Fyrnist.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Tilbúið stungulyf og innrennslislyf, lausn, verður að nota innan 12 klukkustunda ef hún er geymd við

stofuhita (15°-25°C) eða 24 klukkustunda ef hún er geymd í kæli (2-8°C), en með tilliti til

örverumengunar skal nota hana strax eftir blöndun.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig

heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Sendoxan inniheldur

Virka innihaldsefnið er cýklófosfamíðeinhýdrat. Hvert hettuglas

inniheldur

cýklófosfamíðeinhýdrat

sem samsvarar 200 mg, 500 mg, 1.000 mg eða 2.000 mg af

cýklófosfamíði.

Inniheldur ekki önnur innihaldsefni

Lýsing á útliti Sendoxan og pakkningastærðir

Hvítt duft, eftir blöndun tær lausn í hettuglasi úr glæru gleri

sem inniheldur 200 mg, 500 mg, 1.000

mg (1 g) eða 2.000 mg (2 g).

Hettuglösum er pakkað með eða án plastfilmu. Ytri hlífðarumbúðir eru í tveimur hlutum: neðri hlutinn

er gegnsætt, sívalt hylki úr pólýprópýleni og efri hlutinn er blátt skrúflok úr pólýetýleni. Plastfilman er

ekki í snertingu við lyfið, en veitir viðbótarvernd í flutningi, sem eykur öryggi heilbrigðisstarfsfólks og

annarra sem meðhöndla lyfið.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Baxter Medical AB

Box 63, 164 94 Kista

Svíþjóð

Framleiðandi:

Baxter Oncology GmbH

Kantstrasse 2

DE-33790 Halle

Þýskaland

Umboð á Íslandi

Icepharma hf

Lynghálsi 13

IS-110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2016.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki.

Frumuhemjandi lyf.

Lesið vandlega eftirfarandi upplýsingar áður en Sendoxan er notað.

ATH!

Stungulyfsstofninn á að leysa upp í jafnþrýstinni natríumklóríðlausn

Meðhöndlun, öryggisreglur

Frumuhemjandi lyf á að útbúa, ef mögulegt er, í öryggisskáp og skulu notaðir hanskar og

hlífðarfatnaður. Ef ekki er til staðar öryggisskápur, skal sá sem útbýr lyfið nota búnað sem ver

vit og augu.

Komist lyfið í snertingu við húðina, skal svæðið skolað vandlega með vatni.

Komist lyfið í augun, skal skola þau vandlega með miklu vatni eða jafnþrýstinni natríumklóríð-

lausn og hafa síðan samband við viðkomandi lækni. Sé erting enn til staðar eftir 30 mínútur,

skal samstundis hafa samband við augnlækni.

Sjá jafnframt gildandi öryggisreglur um frumuhemjandi lyf.

Úrgang sem hefur verið í snertingu við frumuhemjandi lyfið (hettuglös og þess háttar), auk

lyfjaleifa skal meðhöndla samkvæmt gildandi reglum um meðhöndlun frumuhemjandi lyfja og

hættulegs úrgangs.

Blöndun (Undirbúningur og þynning)

Hafi Sendoxan stungulyfsstofn verið geymdur við flutning eða á lager við hærri hita en 25°C, er hætta

á að virka efnið, cýklófosfamíð, bráðni. Hettuglös með bráðnu innihaldi er auðvelt að aðgreina frá

öðrum. Hettuglös með bráðnu cyklófosfamíði innihalda tæra eða gulleita, seiga lausn (sést venjulega í

duftinu eða sem litlir dropar innan á hettuglasinu). Hettuglös sem innihalda bráðið efni á ekki að nota.

Stungulyfsstofninn er leystur upp í jafnþrýstinni natríumklóríðlausn (4-5 ml fyrir hver 100 mg af

cýklófosfamíði sem gefur 20 - 25 mg/ml lausn af cýklófosfamíði á hvern ml). Þegar vökvanum er

sprautað niður í hettuglasið myndast yfirþrýstingur sem er jafnaður út með sæfðri loftnál. Sprautið allri

natríumklóríðlausninni í einu í glasið og hristið kröftuglega og viðvarandi þar til allt þurrefnið er

uppleyst. Það getur tekið frá nokkrum mínútum til um 15 mínútna.

Uppleystum stungulyfsstofninum má blanda í natríumklóríðlausn 9

mg/ml, glúkósa- eða

frúktósalausnir og Ringer lausnir áður en innrennsli hefst. Geymsluþolið á lausnum sem innihalda

amínósýrur er ekki þekkt.

Inndælingartækni

Lyfið á að gefa hratt: 20 ml af lausn (400-500 mg) í bláæð á 3-5 mínútum. Stærri skammtar eru

annaðhvort gefnir sem innrennsli á 15 – 30 mínútum eða sem innrennsli á 2-3 klukkustundum. Þar

sem cýklófosfamíð er óvirkt áður en það umbrotnar í lifur, er venjulega engin hætta á vefjaskemmdum

lendi stungulyfið utan æðar. Þó er nauðsynlegt, komi það fyrir, að stöðva innrennslið tafarlaust, soga

upp með innrennslisnálinni, skola svæðið með natríumklóríðlausn og halda útlimnum kyrrum.

Farið skal með afgangslausn eftir þeim reglum sem gilda um frumuhemjandi lyf.