Vaminolac Innrennslislyf, lausn

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-12-2020
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Histidinum INN; Phenylalaninum INN; Leucinum INN; Tyrosinum INN; Serinum INN; Lysinum INN; Cysteinum INN; Glycinum INN; Prolinum INN; Tryptophanum INN; Methioninum INN; Threoninum INN; Isoleucinum INN; Taurinum INN; Acidum glutamicum INN; Valinum INN; Argininum INN; Acidum asparticum INN; Alaninum INN

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

B05BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Amínósýrur

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

010534 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
VAMINOLAC, INNRENNSLISLYF, LAUSN
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Vaminolac og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vaminolac
3.
Hvernig nota á Vaminolac
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vaminolac
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VAMINOLAC OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vaminolac er gefið börnum sem þurfa næringu í æð, þar sem
næring um munn eða beint í þarma er
ófullnægjandi eða ekki möguleg.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VAMINOLAC
BARNIÐ ÞITT MÁ EKKI NOTA VAMINOLAC:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
-
ef barnið þitt er með verulega skerta lifrarstarfsemi
-
ef barnið þitt er með verulega skerta nýrnastarfsemi án
möguleika á skilun.
-
ef barnið þitt er með meðfæddan galla á amínósýruniðurbroti.
-
ef barnið þitt er í losti.
-
ef barnið þitt er með óstöðug efnaskipti (t.d. eftir mikið
áfall, ómeðhöndluð sykursýki, alvarleg
sýklasótt, súrefniskortur í vefjum, efnaskiptablóðsýring).
-
ef barnið þitt er með of mikinn vökva í líkamanu og/eða
bráðan lungnabjúg (vökvi í lungum).
-
ef barnið þitt er með ómeðhöndlaða hjar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vaminolac, innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1.000 ml innihalda:
Glýsín
2,1 g
L-asparssýra
4,1 g
L-glútamínsýra
7,1 g
L-alanín
6,3 g
L-arginín
4,1 g
L-cýstein/L-cýstín
1,0 g
L-histidín
2,1 g
L-ísólefsín
3,1 g
L-lefsín
7,0 g
L-lýsín
5,6 g
L-metíónín
1,3 g
L-fenýlalanín
2,7 g
L-prólín
5,6 g
L-serín
3,8 g
Tárín
0,3 g
L-treónín
3,6 g
L-tryptófan
1,4 g
L-týrósín
0,5 g
L-valín
3,6 g
Köfnunarefni:
9,3 g/l.
_Orka:_
1 MJ (240 kkal)/l
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Glær, litlaus til ljósgul lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vaminolac er gefið börnum sem þurfa næringu í æð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ráðlagt skammtabil:
Fyrirburar: 38 til 54 ml/kg/sólahring (samsvarar 2,5 til 3,5 g
amínósýrur/kg/sólahring).
Skammtar skulu auknir smám saman fyrstu daga innrennslis, byrja skal
á skömmtum á bilinu 23 til
38 ml/kg/sólahring (samsvarar 1,5 til 2,5 g
amínósýrur/kg/sólahring) á fyrsta degi og auka svo í 38 til
54 ml/kg/sólahring (samsvarar 2,5 til 3,5 g
amínísýrur/kg/sólarhing) á öðrum degi og áfram.
2
Nýburar: 23 til 46 ml/kg/sólahring (samsvarar 1,5 til 3,0 g
amínósýrur/kg/sólahring).
Skammtar skulu auknir smám saman fyrstu daga innrennslis þar til
tilætluðum skammti er náð.
Ungbörn: 15 til 38 ml/kg/sólahring (samsvarar 1,0 til 2,5 g
amínósýrur/kg/sólahring).
Börn og unglingar: 15 til 31 ml/kg/sólahring (samsvarar 1,0 til 2,0
g amínósýrur/kg/sólahring).
Innrennslið skal vara í að minnsta kosti 8 klst., helst 12 klst.
innrennsli í lotu eða 24 klst. samfellt
innrennsli. Hjá nýburum og ungbörnum er mælt með samfelldu 24
klst. innrennsli/dag.
Skert nýrnastarfsemi sjá kafla 4.3 og 4.4
Skert lifrarstarfsemi sjá kafla 4.3 og 4.4
Lyfjagjöf
Við notkun fyrir nýbura og börn yngri en 2 ára þarf að verja
lyfið gegn ljósi (í poka og
innrennslissetti) þar til innrennslinu er lokið (sjá kafla 
                                
                                Lestu allt skjalið