Veraflox

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Veraflox
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Veraflox
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Hundar, kettir
 • Lækningarsvæði:
 • SÝKLALYF FYRIR ALMENN NOTA, Flúorkínólónum
 • Ábendingar:
 • DogsTreatment:sár af völdum sýkinga næm stofnum Þegar intermedius hópur (S þar á meðal. pseudintermedius);yfirborðsleg og djúpt graftarhúðkvilli af völdum næm stofnum Þegar intermedius hópur (S þar á meðal. pseudintermedius);bráð þvagi-sýkingar af völdum næm stofnum kólígerlar og Þegar intermedius hópur (S þar á meðal. pseudintermedius);eins og venjulega meðferð til að mechanical eða skurðaðgerð tannholdsbólgu meðferð í meðferð alvarlega sýkingum af gingiva og tannholdsbólgu vefja af völdum næm stofna loftfirrtri lífverur, til dæmis Porphyromonas spp. og Prevotella spp. CatsTreatment bráðum sýkingum efri öndunarvegi af völdum næm stofnum Pasteurella multocida, kólígerlar og Þegar intermedius hópur (S þar á meðal. pseudintermedius).
 • Vörulýsing:
 • Revision: 7

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/000159
 • Leyfisdagur:
 • 11-04-2011
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/000159
 • Síðasta uppfærsla:
 • 29-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL:

Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum

1.

HEITI

OG

HEIMILISFANG

MARKAÐSLEYFISHAFA OG

ÞESS

FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

D-51368 Leverkusen

Þýskaland

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

D-24106 Kiel

Þýskaland

2.

HEITI DÝRALYFS

Veraflox 15 mg töflur handa hundum og köttum

pradofloxacin

3.

VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver tafla inniheldur:

Virkt efni:

Pradofloxacin

15 mg

Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og „P15“ á annarri hliðinni

Töflunni má deila í jafna skammta.

4.

ÁBENDINGAR

Hundar:

Meðferð við:

Sárasýkingum og sýkingum af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S.

pseudintermedius).

Yfirborðslægum og djúplægum graftarhúðkvilla (pyoderma) af völdum næmra stofna

Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius).

Bráðum þvagfærasýkingum af völdum næmra stofna Escherichia coli og Staphylococcus

intermedius (þar með talið S. pseudintermedius) og

Við alvarlegri tannholds- og tannslíðursbólgu af völdum næmra stofna loftfælinna örvera, t.d.

Porphyromonas spp. og Prevotella spp. sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á

tannholdi (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

Kettir:

Meðferð við:

Bráðum sýkingum í efri öndunarvegum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida,

Escherichia coli og Staphylococcus intermedius (þar með talið S pseudintermedicus).

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Hundar:

Ekki má nota lyfið handa hundum á vaxtarskeiði þar sem lyfið getur haft áhrif á myndun liðbrjósks.

Vaxtarskeiðið er mislangt eftir hundategundum. Hjá flestum tegundum gildir að ekki má nota lyf sem

innihalda pradofloxacin handa hundum yngri en 12 mánaða og hjá stórum tegundum er miðað við

18 mánaða aldur.

Ekki má nota lyfið handa hundum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar

geta aukist við meðferð með flúórókínólónum.

Ekki má nota lyfið handa hundum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að

flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum.

Ekki má nota lyfið handa hundum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

Kettir:

Vegna skorts á upplýsingum skal ekki nota pradofloxacin handa kettlingum yngri en 6 vikna.

Pradofloxacin hefur engin áhrif á myndun liðbrjósks hjá kettlingum 6 vikna eða eldri. Samt sem áður

má ekki nota lyfið handa köttum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta

aukist við meðferð með flúórókínólónum.

Ekki má nota lyfið handa köttum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að

flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum.

Ekki má nota lyfið handa köttum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

6.

AUKAVERKANIR

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum, þar með talin

uppköst hjá hundum og köttum.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik).

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hundar, kettir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 3 mg/kg líkamsþyngd af pradofloxacin á dag í samræmi við eftirfarandi töflur.

Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn og til að koma í veg fyrir vanskömmtun skal mæla

líkamsþyngd eins nákvæmlega og kostur er.

Þegar nota þarf hálfa töflu svo réttum skammti verði náð,

skal gefa þann hluta sem eftir er af töflunni í næstu lyfjagjöf.

Hundar:

Líkamsþyngd hunds

(kg)

Fjöldi 15 mg taflna

Pradofloxacin

(mg/kg líkamsþ.)

> 3,4-5

3 - 4,4

5-7,5

3 - 4,5

7,5-10

3 - 4

10-15

3 - 4,5

Notið 60 mg eða 120

mg pradofloxacin töflur fyrir hunda sem vega meira en 15 kg

Kettir:

Líkamsþyngd kattar

(kg)

Fjöldi 15 mg taflna

Pradofloxacin

(mg/kg líkamsþ.)

> 3,4-5

3 - 4,4

5-7,5

3 - 4,5

7,5-10

3 - 4

Meðferðarlengd

Gefa skal lyfið eins lengi og dýralæknirinn hefur ráðlagt. Meðferðarlengd fer eftir eðli og alvarleika

sýkingar og hversu vel lyfið virkar fyrir dýrið. Í flestum tilvikum eru eftirfarandi meðferðaráætlanir

ráðlagðar:

Hundar:

Ábending

Meðferðarlengd

(dagar)

Sýkingar í húð:

Yfirborðslægur graftarhúðkvilli

14 - 21

Djúplægur graftarhúðkvilli

14 - 35

Sárasýkingar

Bráðar þvagfærasýkingar

7 - 21

Alvarlegar sýkingar í tannholdi og tannslíðri

Ráðfærðu þig við dýralækninn ef ekki hefur náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferð hófst, en

7 dögum eftir að meðferð hófst ef um er að ræða yfirborðslægan graftarhúðkvilla og 14 dögum eftir að

meðferðin hófst ef um er að ræða djúplægan graftarhúðkvilla.

Kettir:

Ábending

Meðferðarlengd

(dagar)

Bráðar sýkingar í efri öndunarvegum

Ráðfærðu þig við dýralækninn hafi ekki náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferðin hófst.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður dýralyfsins.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Hvenær sem því er komið við, skal notkun Veraflox einungis grundvallast á næmisrannsókn.

Hafa skal hliðsjón af opinberum og staðbundnum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja við notkun

dýralyfsins.

Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða

talið er að muni svara illa meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja.

Ef brugðið er út af leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs

(SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út

áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegrs kross- ónæmis.

Graftarhúðkvilli (pyoderma) er yfirleitt afleiðing undirliggjandi sjúkdóms og því er ráðlegt að greina

undirliggjandi orsök og meðhöndla dýrið í samræmi við hana.

Einungis skal nota Veraflox við svæsnum tilfellum af sjúkdómum í tannholdi. Hreinsun tanna og

brottnám tannskánar og tannsteins eða tanndráttur er forsenda varanlegs árangurs.Við tannholds- og

tannslíðursbólgu skal einungis nota Veraflox sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á

tannholdi. Einungis skal meðhöndla þá hunda með dýralyfinu þar sem meðferðarmarkmiðum er ekki

náð með tannhreinsun einni sér.

Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu

sólarljósi meðan á meðferð stendur.

Láttu dýralækninn vita ef dýrið þitt er með skerta nýrnastarfsemi. Útskilnaður um nýru er mikilvæg

brotthvarfsleið fyrir pradofloxacin hjá hundum og því skal nota pradofloxacin með varúð handa dýrum

með skerta nýrnastarfsemi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Geymið töflurnar þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra.

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast alla snertingu við dýralyfið.

Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun.

Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað.

Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa

meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Meðganga, mjólkurgjöf, frjósemi:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi Veraflox á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá köttum og hundum.

Meðganga:

Notist ekki á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og

móður hjá rottum.

Mjólkurgjöf:

Notist ekki á meðan mjólkurgjöf stendur. Rannsóknir á hvolpum sem framkvæmdar voru á

rannsóknastofu hafa sýnt merki um liðsjúkdóma (skemmd á liðbrjóski) eftir altæka lyfjagjöf með

flúórókínólónum. Þekkt er að flúórókínólónar flytjast yfir fylgju og skiljast út í mjólk.

Frjósemi:

Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til

undaneldis.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Sum lyf má ekki gefa dýrinu þínu sem samhliða meðferð þar sem það getur valdið alvarlegum

aukaverkunum. Segðu dýralækninum frá öllum lyfjum sem þú ætlar að gefa dýrinu.

Ekki má gefa Veraflox með sýrubindandi lyfjum eða sucralfati (notað við of háum magasýrum),

fjölvítamínum eða mjólkurvörum vegna þess að upptaka Veraflox í líkamann getur minnkað. Veraflox

má heldur ekki nota með bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID-lyfjum, notuð við verkjum, hita eða

bólgu) fyrir dýr með sögu um krampa vegna hugsanlegrar aukningar á næmi fyrir krömpum. Einnig

skal forðast notkun Veraflox ásamt theophyllini (notað við langvinnum öndunarsjúkdómum) eða

dígoxíni (notað við hjartabilun) vegna hugsanlegrar hættu á aukningu þessara lyfja í blóði sem getur

aukið verkun þeirra.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Uppköst og linar hægðir geta verið einkenni um ofskömmtun. Engin sérstök mótefni gegn

pradofloxacini (eða öðrum flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal veita

meðferð í samræmi við einkenni.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu (http://www.ema.europa.eu/)

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Eftirfarandi pakkningarstærðir eru fáanlegar:

7 töflur

21 tafla

70 töflur

140 töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Lietuva

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Република България

Възраждане-Касис ООД

бул. България 102-4

BG Ловеч 5500

Teл: + 359 68 604 111

Luxembourg/Luxemburg

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Česká republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Siemensova 2717/4

CZ-155 00 Praha 5

Tel: +420 2 66 10 14 71

Magyarország

Bayer Hungária Kft.

HU-1123 Budapest

Alkotás u. 50

Tel: +36 1 487 4100

Danmark

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

DK-2300 København S

Tlf: +45 4523 5000

Malta

Bayer Animal Health GmbH

DE-51368 Leverkusen

Germany

Tel: +49 2173 38 4012

Deutschland

Bayer Vital GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

DE-51368 Leverkusen

Tel: +49 214 301

Nederland

Bayer B.V.,

Animal Health

Energieweg 1

NL-3641 RT Mijdrecht

Tel: +31 297 280 666

Eesti

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Norge

Bayer AS

Animal Health

Drammensveien 288

NO-0283 Oslo

Tlf: +47 23130500

Ελλάδα

Hellafarm AE

Φλέμινγκ 15

EL-15123 Μαρούσι – Αθήνα

Τηλ.: +30 210 6800900-9

info@hellafarm.gr

Österreich

Bayer Austria GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

Herbststraße 6 – 10

AT-1160 Wien

Tel: +43 1 71146 2850

vet@bayer.at

España

Bayer Hispania, S.L.

Av. Baix Llobregat, 3-5

ES-08970 Sant Joan Despí (Barcelona)

Tel: +34 93 4956500

Polska

Bayer Sp. z o.o.

Animal Health

Al. Jerozolimskie 158

PL-02-326 Warszawa

Tel: +48 22 572 35 00

France

Bayer HealthCare

Animal Health

10 Place de Belgique

Paris La Défense

FR-92250 La Garenne Colombes

Tél: +33 1 49 06 56 00

Portugal

Bayer Portugal Lda.

Rua da Quinta do Pinheiro, 5

PT-2794-003 Carnaxide

Tel: +351 21 4172121

Hrvatska

Bayer d.o.o.

Radnička cesta 80

HR-10000 Zagreb

Tel: +385 1 65 99 935

bayer.veterina.registracije@bayer.com

România

S.C. Bayer S.R.L.

Sos. Pipera nr. 42, sector 2

Bucuresti 020112 - RO

Tel: +40 21 529 5900

Ireland

Bayer Limited,

The Atrium,

Blackthorn Road

IE - Dublin 18

Tel: +353 1 2999313

Slovenija

Bayer d.o.o.

Bravničarjeva 13

SI-1000 Ljubljana

Tel: +386 1 5814 400

Ísland

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

IS-110 Reykjavík

Sími: +354 540 8000

Slovenská republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Siemensova 2717/4

CZ-155 00 Praha 5

Česká republika

Tel: +420 2 66 10 14 71

Italia

Bayer S.p.A.

Viale Certosa, 130

IT-20156 Milano

Tel: +39 02 3978 1

Suomi/Finland

Orion Oyj

ORION PHARMA ELÄINLÄÄKKEET

Tengströminkatu 8, PL/PB 425

FI-20101 Turku/Åbo

Puh/Tel: +358 10 4261

Κύπρος

ACTIVET Ltd.

Αντρέα Μιαούλη 50

CY-2415 Έγκωμη, Λευκωσία

Τηλ: +357-22-591918

Sverige

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

DK-2300 Köpenhamn S

Danmark

Tel: +46 (0)8-580 223 00

Latvija

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

United Kingdom

Bayer plc,

400 South Oak Way

Green Park

Tel: +372 650 1920

Reading

RG2 6AD-UK

Tel: +44 (0)118 206 3000

FYLGISEÐILL:

Veraflox 60 mg og 120 mg töflur handa hundum

1.

HEITI

OG

HEIMILISFANG

MARKAÐSLEYFISHAFA OG

ÞESS

FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

D-51368 Leverkusen

Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

D-24106 Kiel

Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Veraflox 60 mg töflur handa hundum

Veraflox 120 mg töflur handa hundum

pradofloxacin

3.

VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Hver tafla inniheldur:

Virkt efni:

Pradofloxacin

60 mg

Pradofloxacin

120 mg

Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og „P60“ á annarri hliðinni

Brúnleitar töflur með einni deiliskoru og „P120“ á annarri hliðinni

Töflunni má deila í jafna skammta.

4.

ÁBENDINGAR

Hundar:

Meðferð við:

Sárasýkingum og sýkingum af völdum næmra stofna Staphylococcus intermedius (þar með talið S.

pseudintermedius),

Yfirborðslægum og djúplægum graftarhúðkvilla (pyoderma) af völdum næmra stofna

Staphylococcus intermedius (þar með talið S. pseudintermedius),

Bráðum þvagfærasýkingum af völdum næmra stofna Escherichia coli og Staphylococcus

intermedius (þar með talið S. pseudintermedius) og

Við alvarlegri tannholds- og tannslíðursbólgu af völdum næmra stofna loftfælinna örvera, t.d.

Porphyromonas spp. og Prevotella spp. sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á

tannholdi (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Ekki má nota lyfið handa hundum á vaxtarskeiði þar sem lyfið getur haft áhrif á myndun liðbrjósks.

Vaxtarskeiðið er mislangt eftir hundategundum. Hjá flestum tegundum gildir að ekki má nota lyf sem

innihalda pradofloxacin handa hundum yngri en 12 mánaða og hjá stórum tegundum er miðað við

18 mánaða aldur.

Ekki má nota lyfið handa hundum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar

geta aukist við meðferð með flúórókínólónum.

Ekki má nota lyfið handa hundum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að

flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum.

Ekki má nota lyfið handa hundum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

6.

AUKAVERKANIR

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum þar með talin

uppköst hjá hundum og köttum.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð)

- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik).

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi eki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Hundar.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 3 mg/kg líkamsþyngd af pradofloxacin á dag í samræmi við eftirfarandi töflur.

Til að tryggja að réttur skammtur sé gefinn og til að koma í veg fyrir vanskömmtun skal mæla

líkamsþyngd eins nákvæmlega og kostur er.

Þegar nota þarf hálfa töflu svo réttum skammti verði náð,

skal gefa þann hluta sem eftir er af töflunni í næstu lyfjagjöf.

Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða

talið er að muni svara illa meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja.

Ef brugðið er út af leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs

(SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út

áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegrs kross- ónæmis.

Graftarhúðkvilli (pyoderma) er yfirleitt afleiðing undirliggjandi sjúkdóms og því er ráðlegt að greina

undirliggjandi orsök og meðhöndla dýrið í samræmi við hana.

Einungis skal nota Veraflox við svæsnum tilfellum af sjúkdómum í tannholdi. Hreinsun tanna og

brottnám tannskánar og tannsteins eða tanndráttur er forsenda varanlegs árangurs.Við tannholds- og

tannslíðursbólgu skal einungis nota Veraflox sem viðbótarmeðferð við tannhreinsun eða skurðaðgerð á

tannholdi. Einungis skal meðhöndla þá hunda með dýralyfinu þar sem meðferðarmarkmiðum er ekki

náð með tannhreinsun einni sér.

Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu

sólarljósi meðan á meðferð stendur.

Látið dýralækninn vita ef dýrið er með skerta nýrnastarfsemi. Útskilnaður um nýrun er mikilvæg

brotthvarfsleið pradofloxacins hjá hundum og því skal nota pradofloxacin með varúð hjá dýrum með

skerta nýrnastarfsemi.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Geymið töflurnar þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra.

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast alla snertingu við dýralyfið.

Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun.

Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað.

Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa

meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Meðganga, mjólkurgjöf, frjósemi:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi Veraflox á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá tíkum.

Meðganga:

Notist ekki á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og

móður hjá rottum.

Mjólkurgjöf:

Notist ekki á meðan mjólkurgjöf stendur. Rannsóknir á mjólkurgjöf hjá hvolpum hafa sýnt merki um

liðkvilla (skemmdir á brjóski í liðuðm) eftir altæka gjöf flúórókínólóna. Þekkt er að flúórókínólónar

flytjast yfir fylgju og skiljast út í mjólk.

Frjósemi:

Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til

undaneldis.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Sum lyf má ekki gefa dýrinu þínu sem samhliða meðferð þar sem það getur valdið alvarlegum

aukaverkunum. Segðu dýralækninum frá öllum lyfjum sem þú ætlar að gefa dýrinu.

Ekki má gefa Veraflox með sýrubindandi lyfjum eða sucralfati (notað við of háum magasýrum),

fjölvítamínum eða mjólkurvörum vegna þess að upptaka Veraflox í líkamann getur minnkað. Veraflox

má heldur ekki nota með bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID-lyfjum, notuð við verkjum, hita eða

bólgu) fyrir dýr með sögu um krampa vegna hugsanlegrar aukningar á næmi fyrir krömpum. Einnig

skal forðast notkun Veraflox ásamt theophyllini (notað við langvinnum öndunarsjúkdómum) eða

dígoxíni (notað við hjartabilun) vegna hugsanlegrar hættu á aukningu þessara lyfja í blóði sem getur

aukið verkun þeirra.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Uppköst og linar hægðir geta verið einkenni um ofskömmtun. Engin sérstök mótefni gegn

pradofloxacini (eða öðrum flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal veita

meðferð í samræmi við einkenni.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu/).

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Eftirfarandi pakkningarstærðir eru fáanlegar:

7 töflur

21 tafla

70 töflur

140 töflur

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Lietuva

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Република България

Възраждане-Касис ООД

бул. България 102-4

BG Ловеч 5500

Teл: + 359 68 604 111

Luxembourg/Luxemburg

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Česká republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Siemensova 2717/4

Magyarország

Bayer Hungária Kft.

HU-1123 Budapest

Alkotás u. 50

CZ-155 00 Praha 5

Tel: +420 2 66 10 14 71

Tel: +36 1 487 4100

Danmark

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

DK-2300 København S

Tlf: +45 4523 5000

Malta

Bayer Animal Health GmbH

DE-51368 Leverkusen

Germany

Tel: +49 2173 38 4012

Deutschland

Bayer Vital GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

DE-51368 Leverkusen

Tel: +49 214 301

Nederland

Bayer B.V.,

Animal Health

Energieweg 1

NL-3641 RT Mijdrecht

Tel: +31 297 280 666

Eesti

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Norge

Bayer AS

Animal Health

Drammensveien 288

NO-0283 Oslo

Tlf: +47 23130500

Ελλάδα

Hellafarm AE

Φλέμινγκ 15

EL-15123 Μαρούσι – Αθήνα

Τηλ.: +30 210 6800900-9

info@hellafarm.gr

Österreich

Bayer Austria GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

Herbststraße 6 – 10

AT-1160 Wien

Tel: +43 1 71146 2850

vet@bayer.at

España

Bayer Hispania, S.L.

Av. Baix Llobregat, 3-5

ES-08970 Sant Joan Despí (Barcelona)

Tel: +34 93 4956500

Polska

Bayer Sp. z o.o.

Animal Health

Al. Jerozolimskie 158

PL-02-326 Warszawa

Tel: +48 22 572 35 00

France

Bayer HealthCare

Animal Health

10 Place de Belgique

Paris La Défense

FR-92250 La Garenne Colombes

Tél: +33 1 49 06 56 00

Portugal

Bayer Portugal Lda.

Rua da Quinta do Pinheiro, 5

PT-2794-003 Carnaxide

Tel: +351 21 4172121

Hrvatska

Bayer d.o.o.

Radnička cesta 80

HR-10000 Zagreb

Tel: +385 1 65 99 935

bayer.veterina.registracije@bayer.com

România

S.C. Bayer S.R.L.

Sos. Pipera nr. 42, sector 2

Bucuresti 020112 - RO

Tel: +40 21 529 5900

Ireland

Bayer Limited,

The Atrium,

Blackthorn Road

IE - Dublin 18

Tel: +353 1 2999313

Slovenija

Bayer d.o.o.

Bravničarjeva 13

SI-1000 Ljubljana

Tel: +386 1 5814 400

Ísland

Icepharma hf.

Slovenská republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Lynghálsi 13

IS-110 Reykjavík

Sími: +354 540 8000

Siemensova 2717/4

CZ-155 00 Praha 5

Česká republika

Tel: +420 2 66 10 14 71

Italia

Bayer S.p.A.

Viale Certosa, 130

IT-20156 Milano

Tel: +39 02 3978 1

Suomi/Finland

Orion Oyj

ORION PHARMA ELÄINLÄÄKKEET

Tengströminkatu 8, PL/PB 425

FI-20101 Turku/Åbo

Puh/Tel: +358 10 4261

Κύπρος

ACTIVET Ltd.

Αντρέα Μιαούλη 50

CY-2415 Έγκωμη, Λευκωσία

Τηλ: +357-22-591918

Sverige

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

DK-2300 Köpenhamn S

Danmark

Tel: +46 (0)8-580 223 00

Latvija

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

United Kingdom

Bayer plc,

400 South Oak Way

Green Park

Reading

RG2 6AD-UK

Tel: +44 (0)118 206 3000

FYLGISEÐILL:

Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Bayer Animal Health GmbH

D-51368 Leverkusen

Þýskaland.

Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:

KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH

Projensdorfer Str. 324

D-24106 Kiel

Þýskaland.

2.

HEITI DÝRALYFS

Veraflox 25 mg/ml mixtúra, dreifa handa köttum

pradofloxacin.

3.

VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Mixtúra, dreifa sem inniheldur pradofloxacin 25 mg/ml.

Rotvarnarefni: Sorbinsýra (E200) 2 mg/ml

Gulleit til drapplituð dreifa.

4.

ÁBENDINGAR

Meðferð við:

Bráðum sýkingum í efri öndunarvegum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida,

Escherichia coli og Staphylococcus intermedius stofna (þar með talið S. pseudointermedicus).

Sárasýkingum og graftarkýlum af völdum næmra stofna Pasteurella multocida og Staphylococcus

intermedius stofna (þar með talið S. pseudointermedicus).

5.

FRÁBENDINGAR

Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.

Vegna skorts á upplýsingum skal ekki nota pradofloxacin handa köttum yngri en 6 vikna.

Pradofloxacin hefur engin áhrif á myndun liðbrjósks hjá kettlingum 6 vikna eða eldri. Samt sem áður

má ekki nota lyfið handa köttum með viðvarandi liðbrjóskskemmdir, vegna þess að skemmdirnar geta

aukist við meðferð með flúórókínólónum.

Ekki má nota lyfið handa köttum með miðtaugakerfisraskanir, t.d. flogaveiki, vegna þess að

flúórókínólónar geta valdið krömpum hjá móttækilegum dýrum.

Ekki má nota lyfið handa köttum á meðgöngu og við mjólkurgjöf (sjá kafla „Sérstök varnaðarorð“).

6.

AUKAVERKANIR

Í mjög sjaldgæfum tilvikum hafa sést væg, tímabundin einkenni frá meltingarfærum, þar með talin

uppköst.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:

- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 dýrum sem fá meðferð )

- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100 dýrum sem fá meðferð)

- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 1.000 dýrum sem fá meðferð)

- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)

- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð, þ.m.t.

einstök tilvik).

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Kettir.

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til inntöku.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 5 mg/kg líkamsþunga af pradofloxacin einu sinni á sólarhring. Vegna

kvarðans á sprautunni eru skammtarnir á bilinu 5 til 7,5 mg/á hvert kg líkamsþyngdar í samræmi við

eftirfarandi töflu:

Líkamsþyngd kattar

(kg)

Skammtur mixtúru sem gefa á

til inntöku(ml)

Pradofloxacin

skammtur

(mg/kg líkamsþ.)

> 0,67 - 1

5 – 7,5

1 – 1,5

5 – 7,5

1,5 – 2

5 – 6,7

2 – 2,5

5 – 6,3

2,5 – 3

5 – 6

3 – 3,5

5 – 5,8

3,5 – 4

5 – 5,7

4 – 5

5 – 6,3

5 – 6

5 – 6

6 – 7

5 – 5,8

7 – 8

5 – 5,7

8 – 9

5 – 5,6

9 – 10

5 – 5,6

Meðferðarlengd

Gefa skal lyfið eins lengi og dýralæknirinn hefur ráðlagt. Meðferðarlengd fer eftir eðli og alvarleika

sýkingar og hversu vel lyfið virkar fyrir dýrið. Í flestum tilvikum eru eftirfarandi meðferðaráætlanir

ráðlagðar:

Ábending

Meðferðarlengd (dagar)

Sárasýkingar og graftarkýli

Bráðar sýkingar í efri öndunarvegum

Ráðfærðu þig við dýralækninn ef ekki hefur náðst neinn bati innan 3 daga eftir að meðferð hófst.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Gefa skal mixtúruna beint í munn eins og sýnt er hér að neðan:

Hristið vel fyrir notkun.

Dragið viðeigandi skammt

upp í sprautuna.

Gefið lyfið beint upp í

kjaft dýrsins.

Til að forðast krossmengun, skal ekki nota sömu sprautuna handa mörgum dýrum.

Því skal einungis nota skal eina sprautu fyrir hvert dýr. Eftir notkun sprautunnar skal hreinsa hana með

kranavatni og geyma hana ásamt glasinu í öskjunni.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Á ekki við.

11.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í upprunalegu íláti.

Geymið glasið þétt lokað.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni.

Geymsluþol eftir að umbúðir hafa verið rofnar: 3 mánuðir.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum:

Hvenær sem því er komið við, skal notkun Veraflox einungis grundvallast á næmisrannsókn.

Hafa skal hliðsjón af opinberum og staðbundnum leiðbeiningum um notkun sýklalyfja við notkun

dýralyfsins.

Rétt er að nota flúórókínólóna aðeins til meðferðar á sjúkdómum sem hafa svarað meðferð illa eða

talið er að muni svara illa meðferð með öðrum flokkum sýklalyfja.

Ef brugðið er út af leiðbeiningum um notkun dýralyfsins eins og lýst er í samantekt á eiginleikum lyfs

(SPC) getur það aukið útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir flúórókínólónum og getur dregið út

áhrifum meðferðar með öðrum flúórókínólónum vegna hugsanlegrs kross-ónæmis.

Pradofloxacin getur aukið næmi húðarinnar fyrir sólarljósi. Forðist að hafa dýr óvarin gegn miklu

sólarljósi meðan á meðferð stendur.

Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið:

Geymið glasið þar sem börn hvorki ná til né sjá vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa þeirra.

Þeir sem hafa ofnæmi fyrir kínólónum skulu forðast alla snertingu við dýralyfið.

Forðist snertingu dýralyfsins við húð og augu. Þvoið hendur eftir notkun.

Komist lyfið fyrir slysni í augu, skolið strax með vatni.

Komist lyfið í snertingu við húð, skolið með vatni.

Neytið ekki fæðu, drekkið eða reykið á meðan dýralyfið er meðhöndlað.

Ef sá sem annast lyfjagjöf tekur dýralyfið inn fyrir slysni skal tafarlaust leita til læknis og hafa

meðferðis fylgiseðil eða umbúðir dýralyfsins.

Meðganga, mjólkurgjöf, frjósemi:

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi Veraflox á meðgöngu og við mjólkurgjöf hjá læðum.

Meðganga:

Notist ekki á meðgöngu. Pradofloxacin olli vansköpun á augum í eitrunarskömmtum fyrir fóstur og

móður hjá rottum.

Mjólkurgjöf:

Notist ekki á meðan mjólkurgjöf stendur þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um notkun

pradofloxacin hjá kettlingum undir 6 vikna aldri. Þekkt er að flúórókínólónar flytjast yfir fylgju og

skiljast út í mjólk.

Frjósemi:

Sýnt hefur verið fram á að pradofloxacin hefur engin áhrif á frjósemi hjá dýrum sem notuð eru til

undaneldis.

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir:

Sum lyf má ekki gefa dýrinu þínu sem samhliða meðferð þar sem það getur valdið alvarlegum

aukaverkunum. Segðu dýralækninum frá öllum lyfjum sem þú ætlar að gefa dýrinu.

Ekki má gefa Veraflox með sýrubindandi lyfjum eða sucralfati (notað við of háum magasýrum),

fjölvítamínum eða mjólkurvörum vegna þess að upptaka Veraflox í líkamann getur minnkað. Veraflox

má heldur ekki nota með bólgueyðandi verkjalyfjum (NSAID-lyfjum, notuð við verkjum, hita eða

bólgu) fyrir dýr með sögu um krampa vegna hugsanlegrar aukningar á næmi fyrir krömpum. Einnig

skal forðast notkun Veraflox ásamt theophyllini (notað við langvinnum öndunarsjúkdómum) eða

dígoxíni (notað við hjartabilun) vegna hugsanlegrar hættu á aukningu þessara lyfja í blóði sem getur

aukið verkun þeirra.

Ofskömmtun (einkenni, bráðameðferð, móteitur):

Uppköst geta verið einkenni um ofskömmtun. Engin sérstök mótefni gegn pradofloxacini (eða öðrum

flúórókínólónum) eru þekkt og ef til ofskömmtunar kemur skal veita meðferð í samræmi við einkenni.

Ósamrýmanleiki:

Ekki má blanda þessu dýralyfi saman við önnur dýralyf, vegna þess að rannsóknir á samrýmanleika

hafa ekki verið gerðar.

13.

SÉRSTAKAR

VARÚÐARREGLUR

VEGNA

FÖRGUNAR

ÓNOTAÐRA

LYFJA

EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Farga skal ónotuðu dýralyfi eða úrgangi vegna dýralyfs í samræmi við gildandi reglur.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu (http://www.ema.europa.eu/)

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Veraflox mixtúra, dreifa er fáanlegt í tveimur mismunandi pakkningum:

15 ml glas og 3 ml munnskammtasprauta

30 ml glas

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið.

België/Belgique/Belgien

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Lietuva

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Република България

Възраждане-Касис ООД

бул. България 102-4

BG Ловеч 5500

Teл: + 359 68 604 111

Luxembourg/Luxemburg

Bayer SA-NV

J.E. Mommaertslaan 14

BE–1831 Diegem (Machelen)

Tel/Tél: +32 2 535 6522

Česká republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Siemensova 2717/4

CZ-155 00 Praha 5

Tel: +420 2 66 10 14 71

Magyarország

Bayer Hungária Kft.

HU-1123 Budapest

Alkotás u. 50

Tel: +36 1 487 4100

Danmark

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

Malta

Bayer Animal Health GmbH

DE-51368 Leverkusen

Germany

Tel: +49 2173 38 4012

DK-2300 København S

Tlf: +45 4523 5000

Deutschland

Bayer Vital GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

DE-51368 Leverkusen

Tel: +49 214 301

Nederland

Bayer B.V.,

Animal Health

Energieweg 1

NL-3641 RT Mijdrecht

Tel: +31 297 280 666

Eesti

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

Norge

Bayer AS

Animal Health

Drammensveien 288

NO-0283 Oslo

Tlf: +47 23130500

Ελλάδα

Hellafarm AE

Φλέμινγκ 15

EL-15123 Μαρούσι – Αθήνα

Τηλ.: +30 210 6800900-9

info@hellafarm.gr

Österreich

Bayer Austria GmbH

Geschäftsbereich Tiergesundheit

Herbststraße 6 – 10

AT-1160 Wien

Tel: +43 1 71146 2850

vet@bayer.at

España

Bayer Hispania, S.L.

Av. Baix Llobregat, 3-5

ES-08970 Sant Joan Despí (Barcelona)

Tel: +34 93 4956500

Polska

Bayer Sp. z o.o.

Animal Health

Al. Jerozolimskie 158

PL-02-326 Warszawa

Tel: +48 22 572 35 00

France

Bayer HealthCare

Animal Health

10 Place de Belgique

Paris La Défense

FR-92250 La Garenne Colombes

Tél: +33 1 49 06 56 00

Portugal

Bayer Portugal Lda.

Rua da Quinta do Pinheiro, 5

PT-2794-003 Carnaxide

Tel: +351 21 4172121

Hrvatska

Bayer d.o.o.

Radnička cesta 80

HR-10000 Zagreb

Tel: +385 1 65 99 935

bayer.veterina.registracije@bayer.com

România

S.C. Bayer S.R.L.

Sos. Pipera nr. 42, sector 2

Bucuresti 020112 - RO

Tel: +40 21 529 5900

Ireland

Bayer Limited,

The Atrium,

Blackthorn Road

IE - Dublin 18

Tel: +353 1 2999313

Slovenija

Bayer d.o.o.

Bravničarjeva 13

SI-1000 Ljubljana

Tel: +386 1 5814 400

Ísland

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

IS-110 Reykjavík

Sími: +354 540 8000

Slovenská republika

Bayer s.r.o.,

Animal Health

Siemensova 2717/4

CZ-155 00 Praha 5

Česká republika

Tel: +420 2 66 10 14 71

Italia

Bayer S.p.A.

Suomi/Finland

Orion Oyj

Viale Certosa, 130

IT-20156 Milano

Tel: +39 02 3978 1

ORION PHARMA ELÄINLÄÄKKEET

Tengströminkatu 8, PL/PB 425

FI-20101 Turku/Åbo

Puh/Tel: +358 10 4261

Κύπρος

ACTIVET Ltd.

Αντρέα Μιαούλη 50

CY-2415 Έγκωμη, Λευκωσία

Τηλ: +357-22-591918

Sverige

Bayer A/S

Animal Health

Arne Jacobsens Allé 13

DK-2300 Köpenhamn S

Danmark

Tel: +46 (0)8-580 223 00

Latvija

Magnum Veterinaaria AS

Vae 16

EE-76401 Laagri

Tel: +372 650 1920

United Kingdom

Bayer plc,

400 South Oak Way

Green Park

Reading

RG2 6AD-UK

Tel: +44 (0)118 206 3000