Tavegyl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Tavegyl Tafla 1 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Tavegyl Tafla 1 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 8f612759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Tavegyl 1 mg töflur

Klemastín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

- Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Tavegyl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Tavegyl

Hvernig nota á Tavegyl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Tavegyl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Tavegyl og við hverju það er notað

Tavegyl tilheyrir flokki andhistamína. Andhistamín draga úr ofnæmiseinkennum með því að koma í

veg fyrir áhrif histamíns sem líkaminn framleiðir.

Tavegyl er notað til meðferðar við ofnæmissjúkdómum, einkum ofsakláða, árstíðabundnu

ofnæmiskvefi og ofnæmisviðbrögðum frá slímhúð nefsins (ofnæmisbólgur í nefi).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Tavegyl

Ekki má nota Tavegyl:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir klemastíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla

ef þú ert með porfýríu (efnaskiptatruflun)

handa börnum yngri en 1 árs.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lyfjafræðingi áður en Tavegyl er notað

ef þú ert með gláku (þrönghornsgláku)

ef þú ert með magasár (magasár með þrengslum)

ef þú er með teppu í þörmum (portvarðar- og skeifugarnarteppu)

ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil

ef þú ert með öndunarerfiðleika þegar þú sefur (kæfisvefn, vöðvaslensfár)

ef þú þolir ekki ákveðnar sykrur (laktósa).

Börn og unglingar

Má ekki nota hjá börnum yngri en 6 ára án samráðs við lækni.

Notkun annarra lyfja samhliða Tavegyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Þetta á

einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, lyf sem keypt eru í útlöndum, náttúrulyf, sterk vítamín

og steinefni auk fæðubótarefna.

Tavegyl eykur slævandi verkun:

alkóhóls

róandi og vöðvaslakandi lyfja (t.d. þunglyndislyfja, taugalyfja, svefnlyfja).

Tavegyl eykur verkun annarra þunglyndislyfja (geðdeyfðarlyf).

Tavegyl getur aukið áhrif ákveðinna þunglyndislyfja á hjartað (MAO-hemla).

Notkun Tavegyl með mat, drykk eða áfengi

Taka á Tavegyl með glasi af vatni fyrir máltíð.

Eins og við á um önnur andhistamín eykur Tavegyl slævandi áhrif áfengis. Þú skalt því forðast að

neyta áfengis á meðan þú notar Tavegyl.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ekki má nota Tavegyl á meðgöngu, ef þungun er ráðgerð eða

handa konum sem hafa barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Akið hvorki bíl né mótorhjóli og notið ekki reiðhjól. Notið hvorki tæki né vélar.

Pakkningin er merkt með rauðum aðvörunarþríhyrningi. Það þýðir að Tavegyl hefur slævandi áhrif og

að það geti haft áhrif á öryggi við vinnu og hæfni til aksturs.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Tavegyl

Tavegyl inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni

áður en lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Tavegyl

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá

lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:

1 tafla að morgni og ein að kvöldi.

Notkun handa börnum og unglingum

Börn 6-12 ára:

½ tafla að morgni og að kvöldi.

Börn yngri en 6 ára mega ekki fá Tavegyl 1 mg töflur án samráðs við lækni.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af Tavegyl töflum hefur verið notaður eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið pakkninguna

meðferðis.

Ef gleymist að taka Tavegyl

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Tavegyl

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkanir sem eru alvarlegar:

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 meðhöndluðum):

Ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. bráðaofnæmislost. Andnauð.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar:

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 meðhöndluðum):

Þreyta, syfja.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 meðhöndluðum)

: Örvun á

miðtaugakerfi (einnig hjá börnum), sundl.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 10.000 meðhöndluðum):

Höfuðverkur, munnþurrkur, ógleði, verkir í þindinni, útbrot, truflanir á máli.

Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000 meðhöndluðum):

Hraður

hjartsláttur, hægðatregða.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Tavegyl

-

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

-

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins..

-

Ekki skal nota Tavegyl eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Tavegyl inniheldur:

-

Virka innihaldsefnið er klemastín.

Önnur innihaldsefni eru: Magnesíumsterat, póvídón, talkúm, maíssterkja, laktósaeinhýdrat.

Lýsing á útliti Tavegyl og pakkningastærðir

Tavegyl eru kringlóttar, hvítar töflur með deiliskoru og merktar O/T á annarri hliðinni.

Tavegyl töflur eru fáanlegar í þynnupakkningum með 100 töflum.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

DK-2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens vej 14

2300 København S

Danmörk

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

FAMAR Italia S.p.A

Via L. Zambeletti, 25,

20021, Baranzate

(Milano), Italy

NCH Munich

Novartis Consumer Health

GmbH

Zielstattstraβe 40

81379, München

Germany

Umboð á Íslandi

Artasan ehf

Suðurhrauni 12a

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í febrúar 2018.