Terbinafin Actavis Tafla 250 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
27-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Terbinafinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

D01BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Terbinafinum

Skammtar:

250 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

063697 Þynnupakkning V0123; 189567 Þynnupakkning PVC/PVDC/ál V0737

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-11-04

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TERBINAFIN ACTAVIS 250 MG TÖFLUR
Terbinafín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Terbinafin Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Terbinafin Actavis
3.
Hvernig nota á Terbinafin Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Terbinafin Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TERBINAFIN ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Terbinafin Actavis er sveppalyf sem notað er við sýkingum af
völdum sveppa sem eru næmir fyrir
terbinafínhýdróklóríði sem er virka innihaldsefnið í
Terbinafin Actavis.
Terbinafin Actavis er notað við sveppasýkingum í tá- og
fingurnöglum, á iljum og lófum sem og við
útbreiddum sveppasýkingum í húð, t.d. hringlaga sveppasýkingum
á búk og sveppasýkingum í nára.
Terbinafin Actavis má nota við sveppasýkingum í hársverði barna.
Terbinafin Actavis er
EKKI
hægt að nota við litbrigðamyglu (pityriasis versicolor), sem er
útbreidd
sveppasýking með hrúðurblettum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TERBINAFIN ACTAVIS
_ _
EKKI MÁ NOTA TERBINAFIN ACTAVIS
-
ef um er að ræða ofnæmi f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Terbinafin Actavis 250 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafíni í formi terbinafín
hýdróklóríðs.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, kringlóttar, flatar, 11 mm töflur, með deiliskoru á
báðum hliðum og hliðarskoru, merktar með
„T“ ofan við skoru og „1“ neðan skoru á annarri hliðinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðhöndlun terbinafín næmrar sveppasýkingar, s.s. búksveppa (
_tinea corporis_
), nárasveppa
(
_tinea _
_cruris_
) og fótsveppa (
_tinea pedis_
) af völdum húðsveppa (
_dermatophytes_
)(sjá kafla 5.1)
_ _
þegar það er
talið heppilegt vegna staðsetningar og útbreiðslu sýkingarinnar
eða vegna þess
hversu alvarleg
hún er.
Meðhöndlun terbinafín næmrar sveppasýkingar í nöglum (
_onychomycosis_
) af völdum
húðsveppa
(
_dermatophytes_
).
Meðhöndlun sveppasýkinga í hársverði barna (tinea
capitis/snoðsveppasýkinga).
Terbinafín töflur til inntöku verka ekki gegn litbrigðamyglu (
_pityriasis versicolor_
).
Taka ber tillit til viðmiðunarreglna á hverjum stað, t.d.
ráðlegginga í hverju landi fyrir sig um rétta
notkun og ávísun örverueyðandi lyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Lengd meðferðar er mismunandi eftir ábendingum og hversu alvarleg
sýkingin er.
_Börn _
Engar upplýsingar liggja fyrir um börn yngri en 2 ára (venjulega <
12 kg).
Skammtar handa börnum eldri en 2 ára eru í samræmi við
líkamsþyngd:
20-40 kg:
125 mg 1 sinni á dag.
> 40 kg:
250 mg 1 sinni á dag.
2
_Fullorðnir _
250 mg einu sinni á dag.
_Húðsýkingar _
Ráðlögð lengd meðferðar:
-
Fótsveppir (
_tinea pedis_
) (milli táa, á iljum): 2-6 vikur
-
Búksveppir (
_tinea corporis_
), nárasveppir (
_tinea cruris_
): 2-4 vikur
Einkenni sýkingarinnar hverfa e.t.v. ekki að fullu fyrr en mörgum
vikum eftir að ráðin hefur verið bót
á sveppasýkingunni.
_ _
_ _
_Sý
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru