Duroferon Forðatafla 100 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-08-2021

Virkt innihaldsefni:

Ferrosi sulfas

Fáanlegur frá:

Aco Hud Nordic AB*

ATC númer:

B03AA07

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ferrosi sulfas

Skammtar:

100 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

020016 Töfluílát HDPE plastglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1979-02-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DUROFERON FORÐATÖFLUR
járnsúlfat sem samsvarar 100 mg af Fe
2+
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Ó HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Hafðu samband við lækninn ef þér líður ekki betur eða þér
fer að líða verr.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Duroferon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Duroferon
3.
Hvernig nota á Duroferon.
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Duroferon
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DUROFERON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Duroferon inniheldur járn.
Járn er mikilvægur þáttur í líkamanum sem er nauðsynlegur
meðal annars fyrir myndun blóðrauða sem
flytur súrefni frá lungum til líffæra líkamans. Duroferon er
fyrirbyggjandi gegn járnskorti.
Duroferon er notað við járnskorti, blóðleysi vegna járnskorts og
til að koma í veg fyrir blóðleysi hjá
blóðgjöfum.
Taflan losar járnið smám saman sem tryggir að járnið berst í
blóðið með jöfnum hraða á löngum tíma.
Þannig nýtist járnið betur og jafnframt minnkar hættan á
aukaverkunum eins og ógleði og magaverk
samanborið við venjulegar járntöflur.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DUROFERON
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Duroferon 100 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Þurrkað járnsúlfat, u.þ.b. 320 mg sem jafngildir 100 mg Fe
2+
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Töflurnar eru byggðar upp í kringum plastgrind sem leysist að
fullu upp í meltingarsöfunum. Grindin
brotnar oftast niður þegar virka efnið losnar úr henni. Í mög
sjaldgæfum tilvikum komast tómar
plastgrindur í gegnum meltingarveginn og virðast koma heilar út
með hægðum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Járnskortur. Blóðleysi vegna járnskorts. Forvarnarlyf fyrir
blóðgjafa.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
FULLORÐNIR OG UNGMENNI ELDRI EN 12 ÁRA:_ _
1 forðatafla að morgni og/eða kvöldi. Við blóðleysi sökum
járnskorts má auka skammtinn eftir þörfum um 1 forðatöflu að
morgni og/eða kvöldi.
Á MEÐGÖNGU:_ _
Til meðferðar: 1 tafla kvölds og morgna. Til þess að auka
járnbirgðir ætti að halda
meðferðinni áfram í um 2 mánuði eftir fæðingu.
Lyfjagjöf:
Töflurnar má hvorki sjúga, tyggja né halda þeim í munninum
heldur skal gleypa þær heilar með vatni.
Taka skal töflurnar fyrir eða með máltíð eftir því hvort
þolist betur í meltingarvegi. Ekki má taka
töfluna inn útafliggjandi.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir járnsúlfati eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Þrengsli í vélinda og/eða teppa í meltingarvegi.
•
Járngeymdarkvilli og aðrir kvillar vegna járnuppsöfnunar.
•
Blóðleysi án járnskorts (t.d. blóðlýsublóðleysi).
•
Sjúklingar sem fá blóðgjafir.
•
Járn gefið utan meltingarvegar.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Áður en meðferð hefst er mikilvægt að útiloka allar
undirliggjandi orsakir blóðleysis.
Ekki ætti að nota meira en ráðlagðan skammt (sjá kafla 4.9).Gefa
skal lyfið með varúð hjá sjúklingum
með skerta lifrarstarfsemi, vegna hættu á járnsöfnun.
2
Lyfið ætti að gefa með varúð h
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru