Trilafon Dekanoat

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Trilafon Dekanoat Stungulyf, lausn 108 mg/ml
 • Skammtar:
 • 108 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Trilafon Dekanoat Stungulyf, lausn 108 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • a7622759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Trilafon Dekanoat 108,2 mg/ml stungulyf, lausn

Perfenazíndekanoat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Trilafon Dekanoat og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Trilafon Dekanoat

Hvernig nota á Trilafon Dekanoat

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Trilafon Dekanoat

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Trilafon Dekanoat og við hverju það er notað

Trilafon Dekanoat er lyf við geðsjúkdómum (geðrofslyf).

Trilafon Dekanoat verkar á ákveðin svæði í heilanum og á þátt í að leiðrétta það ójafnvægi í heilanum

sem veldur einkennum þínum. Trilafon Dekanoat tilheyrir flokki lyfja sem kallast fenotíasín.

Þú mátt nota Trilafon Dekanoat við geðsjúkdómum að undanskildu þunglyndi.

2.

Áður en byrjað er að nota Trilafon Dekanoat

Verið getur að læknirinn hafi ávísað Trilafon Dekanoat við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum

en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða

frá lyfjabúð.

Ekki má nota Trilafon Dekanoat

ef um er að ræða ofnæmi fyrir perfenazíndecanoati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

ef þú ert undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

ef þú notar svefnlyf (barbítúröt, t.d. fenóbarbítal).

ef þú notar sterk verkjalyf (morfín og skyld lyf), eða

ef þú tekur ofnæmislyf (andhistamín).

ef þú ert með blóðskort, með of lítið af hvítum blóðkornum eða blóðflögum.

ef þú ert með skerta lifrarstarfsemi.

ef þú ert með heilaskemmd af völdum sjúkdóms eða áverka, eða ef læknirinn álítur að þú sért

með heilaskemmd.

Athugið: Ekki má gefa meðvitundarlausum sjúklingum eða sjúklingum í svæfingu Trilafon Dekanoat.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Trilafon Dekanoat er notað ef:

ef þú hefur verið með eða ert með skerta hjartastarfsemi.

ef einhver í fjölskyldunni er með sjaldgæfan, arfgengan hjartasjúkdóm með hægum hjartslætti

og breytingum á hjartalínuriti (heilkenni lengds QT-bils).

ef þér er illt í hálsinum eða ef þú ert með önnur merki um bólgu.

ef þú ert með flogaveiki eða hefur fengið krampakast. Það gæti þurft að breyta skammti

flogaveikilyfjanna.

ef þú ert með þunglyndi.

ef þú ert með sjálfsvígshugsanir. Ræddu við lækninn eða heilbrigðisstarfsmann.

ef þú færð hita.

ef þú færð of lágan blóðþrýsting, sérstaklega ef þú ert með sjúkdóm í hjartalokunum eða ef þú

ert með æxli í nýrnahettunum, sem myndar hormón.

ef þú ert með lifrarsjúkdóm.

ef þú ert með nýrnasjúkdóm.

ef þú ert með langvinnan lungnasjúkdóm eða sjúkdóm í öndunarfærum.

ef þú ert í meðferð við brjóstakrabbameini. Trilafon Dekanoat getur unnið gegn krabbameins-

meðferðinni.

ef þú tekur önnur geðlyf.

ef þú ert með gláku (þrönghornsgláku).

ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil.

ef þú ert á leiðinni í skurðaðgerð skaltu segja lækninum frá því að þú sért á meðferð með

Trilafon Dekanoat.

ef þú eða einhver í fjölskyldunni er með sögu um blóðtappa þar sem lyf eins og þetta hefur

tengst myndun blóðtappa.

Athugið eftirfarandi:

Sumir sjúklingar (t.d. aldraðir og sjúklingar með vitglöp) eru í aukinni hættu á að fá heilaslag.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Forðastu áfengi meðan þú tekur Trilafon Dekanoat. Áfengi getur aukið aukaverkanir af völdum

Trilafon Dekanoat.

Ef þú færð Trilafon Dekanoat sprautur (inndælingu), skaltu forðast sólarljós eins og mögulegt

er. Trilafon Dekanoat getur gert þig viðkvæmari fyrir sólargeislum.

Þú skalt varast mikinn kulda eða hita. Trilafon Dekanoat dregur úr eiginleikum líkamans til að

stjórna líkamshita.

Þú getur fengið munnþurrk. Það getur aukið líkur á tannskemmdum. Mikilvægt er að þú burstir

tennurnar vel tvisvar á dag með flúortannkremi.

Niðurstöður þungunarprófa geta skekkst.

Á meðan þú notar Trilafon Dekanoat skaltu láta athuga blóð, þvag og hjartslátt reglulega.

Þú getur fengið ósjálfráðar hreyfingar í tungu, varir, andliti, bol, handleggi og fótleggi. Áhættan

eykst með aukinni meðferðarlengd og stækkandi skömmtum.

Þú getur fengið háan hita (yfir 41°C), vöðvastífleika, andlegt ástand getur breyst og hjartsláttur

og blóðþrýstingur getur orðið óreglulegur.

Láttu alltaf vita að þú sért á meðferð með Trilafon Dekanoat þegar tekin eru blóð- og þvagsýni.

Trilafon Dekanoat getur valdið því að þvag verði dökkleitt.

Trilafon Dekanoat getur valdið því að erfitt er að greina aðra sjúkdóma og meðhöndla þá. Því er

mikilvægt að þú látir alltaf vita að þú sért á meðferð með Trilafon Dekanoat þegar þú ræðir við lækni

eða leggst inn á sjúkrahús.

Við langtímameðferð geta komið fram lifrarskemmdir og augnskemmdir. Þetta hverfur ekki alltaf þótt

töku Trilafon Dekanoat sé hætt. Ráðfærðu þig við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Trilafon Dekanoat

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð

eða kynnu að verða notuð.

Trilafon Dekanoat getur haft áhrif á verkun annarra lyfja og önnur lyf geta haft áhrif á verkun Trilafon

Dekanoat.

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú notar lyf við

verkjum (morfín, kódein, meperidin og lík lyf).

svefntruflunum (barbitúröt og önnur slævandi lyf).

flogaveiki (fenýtóín).

kvíða, óróleika og þunglyndi (amitryptilín, imipramín og nortryptilín, paroxetín, flúoxetín,

venlafaxín og litíum).

of háum blóðþrýstingi (metýldópa, tíasíð-þvagræsilyf, beta blokkar, ACE- hemlar).

parkinson sjúkdómi (t.d. levodópa).

skertri hjartastarfsemi (lyf við hjartsláttartruflunum).

sýkingum (moxifloxasín og erythromýcín).

misnotkun (metadon).

malaríu (mefloquin).

Hafðu samband við lækninn. Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum.

Hafðu í huga

að þú mátt ekki neyta áfengis, þar sem verkun bæði áfengisins og Trilafon Dekanoat eykst.

að ef þú notar lyf við of mikilli magasýru (sýrubindandi lyf) skaltu taka þau að minnsta kosti

1 klst. áður eða 2-3 klst. eftir að þú hefur fengið Trilafon Dekanoat.

að ef þú ert með sykursýki og færð Trilafon Dekanoat getur það í örfáum tilfellum valdið

hækkun blóðsykurs. Mældu blóðsykurinn reglulega.

að verkun efna sem draga úr storknunareiginleikum blóðs (blóðþynningarlyf) getur breyst ef þú

notar Trilafon Dekanoat. Því er mikilvægt að þú ræðir við lækninn um möguleika á tíðari

blóðrannsóknum (mæling á INR-gildi).

að ef þú notar Trilafon Dekanoat samhliða atrópíni eða öðrum skyldum lyfjum getur verkun

Trilafon Dekanoat aukist.

Notkun Trilafon Dekanoat með mat, drykk eða áfengi

Þú mátt ekki nota Trilafon Dekanoat með kaffi, te, kóladrykkjum og lyfjum eða fæðu sem innihalda

pektín, t.d. óþroskuðum ávöxtum, þar sem verkun Trilafon Dekanoat getur minnkað.

Trilafon Dekanoat getur aukið sljóvgandi verkun áfengis og valdið syfju. Þú skalt ekki neyta áfengis

meðan þú ert á meðferð með Trilafon Dekanoat.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða hjúkrunarfræðingnum áður en lyfið er notað.

Eftirfarandi einkenni geta komið fyrir hjá nýburum ef móðirin hefur notað Trilafon Dekanoat á síðasta

þriðjungi meðgöngu (á síðustu þremur mánuðum meðgöngunnar): skjálfti, vöðvastífni og/eða

vöðvamáttleysi, syfja, æsingur, öndunarerfiðleikar eða erfiðleikar við að nærast. Ef barnið þitt fær

einhver þessara einkenna skaltu hafa samband við lækninn.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Venjulega eru þungaðar konur ekki meðhöndlaðar með Trilafon Dekanoat. Læknirinn mun meta hvert

tilfelli fyrir sig.

Brjóstagjöf

Konur sem eru með barn á brjósti mega ekki nota Trilafon Dekanoat, það getur skaðað barnið.

Trilafon Dekanoat skilst út í brjóstamjólk. Ráðfærðu þig við lækninn.

Akstur og notkun véla

Hjá sumum getur Trilafon Dekanoat valdið aukaverkunum sem geta haft áhrif á öryggi við vinnu og

hæfni til að ferðast um af öryggi í umferðinni.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Trilafon Dekanoat inniheldur sesamolíu og propylparahýdroxýbenzóat

Sesamolía: Getur í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum.

Propylparahýdroxýbensóat: Getur valdið ofnæmisviðbrögðum (getur komið fram eftir

meðferðina) og í mjög sjaldgæfum tilvikum öndunarerfiðleikum.

3.

Hvernig nota á Trilafon Dekanoat

Læknirinn getur sagt þér til um hvaða skammt þú færð og hversu oft. Ef þú ert ekki viss leitaðu þá

upplýsinga hjá lækninum eða heilbrigðisstarfsfólki. Einungis læknirinn getur breytt skammtinum.

Ráðlagður skammtur er

Skammtur er háður sjúkdómnum sem þú ert með.

Fullorðnir

Þú færð Trilafon Dekanoat sem inndælingu (sprautu). Venjulega er það læknir eða hjúkrunarfræðingur

sem sprautar þig. Trilafon Dekanoat er dælt djúpt í vöðva á eins til fjögurra vikna fresti.

Aldraðir

Ekki er nauðsynlegt að minnka skammta. Fylgdu leiðbeiningum læknisins.

Notkun handa börnum

Trilafon Dekanoat er ekki ætlað börnum.

Skert nýrnastarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Fylgdu leiðbeiningum læknisins.

Skert lifrarstarfsemi

Ef þú ert með lifrarsjúkdóm máttu ekki fá Trilafon Dekanoat.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsfólk ef þú telur að þú hafir fengið of stóran skammt af

Trilafon Dekanoat.

Einkenni ofskömmtunar:

Þú getur fengið mikinn skjálfta, sundl eða fölva (gæti verið merki um lágan blóðþrýsting).

Þú getur fengið hraðan hjartslátt.

Þú getur fundið fyrir miklum kulda eða miklum hita.

Þú getur orðið fjarræn/-n þannig að erfitt verði að ná sambandi við þig.

Þú getur fallið í dá.

Ofskömmtun getur verið lífshættuleg.

Ef gleymist að gefa Trilafon Dekanoat

Spyrðu lækninn eða heilbrigðisstarfsfólkið ef þú telur þig ekki hafa fengið skammtinn sem þú áttir að

fá.

Ef hætt er að nota Trilafon Dekanoat

Þú mátt aðeins taka hlé eða stöðva meðferð í samráði við lækninn. Ef notkun lyfsins er skyndilega

hætt geta komið fram magabólga, ógleði og uppköst, sundl, skjálfti, óróleiki og eirðarleysi.

Láttu lækninn strax vita ef þér líður illa eftir að Trilafon Dekanoat meðferðinni lýkur.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Meira en 1/3 (36%) þeirra sem meðhöndlaðir eru með Trilafon Dekanoat fá mjög hægar, ósjálfráðar

snúningshreyfingar.

Ef þú færð alvarlegar aukaverkanir skaltu strax hafa samband við lækninn eða heilbrigðisstarfsfólk.

Alvarlegar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Krampi. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112.

Mikill höfuðverkur, ógleði, uppköst, hægur hjartsláttur og skert meðvitund vegna aukins

þrýstings í heila. Hafðu samstundis samband við lækni eða bráðamóttöku, hringdu jafnvel í 112.

Versnun geðsjúkdómsins. Ráðfærðu þig við lækninn.

Mikill óróleiki, stífleiki í vöðvum, versnun geðsjúkdómsins. Hafðu samstundis samband við

lækni.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Hár hiti, stífleiki í vöðvum, mikil svitamyndun, sljóleiki (illkynja taugasjúkdómur). Getur verið

lífshættulegt. Hringdu í 112.

Skyndileg ofnæmisviðbrögð (kemur fram innan nokkurra mínútna til klukkustunda), t.d.

húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt.

Hringdu í 112.

Skaðleg áhrif á lifur með gulu og kláða í húð. Hafðu strax samband við lækni.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Alvarleg áhrif á hjarta samfara hröðum, mjög hægum og jafnvel mjög óreglulegum hjartslætti,

sem getur leitt til hjartastopps. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu

jafnvel í 112.

Bólga í barkakýli með hæsi, hósta, kyngingarörðugleikum og öndunarerfiðleikum. Ef bólga í

barkakýli verður mikil er veruleg hætta á köfnun. Getur verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Höfuðverkur, ógleði, skert sjón og regnbogasjón vegna aukins þrýstings í auga (gláka). Hafðu

strax samband við lækni eða bráðamóttöku.

Ógleði, uppköst og magaverkur vegna garnaflækju. Hafðu samband við lækni eða

bráðamóttöku.

Almennur sljóleiki, fölvi, blæðingar í húð og slímhimnum, marblettir ásamt tilhneigingu til

bólgumyndunar (sýking), sérstaklega hálsbólgu og hita, vegna breytinga í blóði (of fá rauð og

hvít blóðkorn og blóðflögur). Hafðu strax samband við lækni.

Alvarlegur blóðskortur með gulu. Hafðu strax samband við lækni.

Krampi í augnvöðvum með störu upp á við. Hafðu samband við lækni.

Breytingar á hornhimnu augans, augasteini og sjónu sem geta valdið sjónskerðingu. Hafðu

samstundis samband við lækni ef þú finnur fyrir sjóntruflunum.

Alvarleg húðútbrot með þrota og húðflögnun í efsta lagi húðarinnar. Hafðu strax samband við

lækni.

Útbrot í andliti, nýrnabólga, hiti, lið- og vöðvaverkir. Hafðu samband við lækni.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000

sjúklingum):

Ofnæmisviðbrögð sem geta valdið vökvasöfnun í heila, mikil lækkun á blóðþrýstingi eða

hjartabilun. Hafðu strax samband við lækni eða bráðamóttöku. Hringdu jafnvel í 112.

Aukaverkanir sem eru ekki alvarlegar

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 sjúklingum):

Hægar, ósjálfráðar hreyfingar.

Skjálfti í höndum og höfði, stirðleiki í hreyfingum og stíf svipbrigði. Mikil aftursveigja á

líkamanum. Óróleiki í líkamanum.

Kröftugt samanbit munns vegna spennu í tyggingarvöðvum, kyngingarerfiðleikar, þvoglumæli.

Verkir og dofi í hand- og fótleggjum.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 100 sjúklingum):

Ranghugmyndir (vænisýki). Getur orðið alvarlegt. Hafðu samband við lækninn.

Syfja, áhrif á svefn, munnþurrkur sem getur aukið hættuna á tannskemmdum, þreyta.

Mjólkurflæði, dálítil brjóstastækkun hjá konum, truflanir á tíðahring.

Breyting á kynhvöt, erfiðleikar með að ná fullnægingu.

Stækkun brjósta hjá karlmönnum.

Sinnuleysi, yfirdrifin ofsakæti, eirðarleysi, ofvirkni, furðulegar draumfarir, svefnleysi.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 1.000 sjúklingum):

Erfiðleikar við þvaglát, jafnvel þvagteppa. Getur orðið alvarleg aukaverkun hjá sumum.

Ráðfærðu þig við lækninn.

Of hár blóðþrýstingur. Ráðfærðu þig við lækninn. Meðhöndla skal of háan blóðþrýsting. Mjög

hár blóðþrýstingur er alvarlegur.

Tíð þvaglát, þorsti, þreyta vegna hækkaðs blóðsykurs (glúkósi í blóði). Getur verið eða orðið

alvarlegt. Ráðfærðu þig við lækninn.

Skert einbeitingarhæfni.

Minnkuð sjónskerpa.

Aukin munnvatnsmyndun, niðurgangur, lystarleysi, hægðatregða.

Tíð eða ósjálfráð þvaglát, lömun þvagblöðru sem fylgir vangetu til að kasta af sér vatni og þan

þvagblöðru.

Aukin matarlyst, aukin fæðuneysla, þyngdaraukning.

Sundl, jafnvel yfirlið vegna lágs blóðþrýstings, þegar sest er upp úr liggjandi stöðu eða staðið

upp úr sitjandi stöðu.

Bjúgur í fótum, ökklum og höndum, hiti.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá milli 1 og 10 af hverjum 10.000 sjúklingum):

Almenn vanlíðan, tilhneiging til bólgumyndunar (sýkingar), sérstaklega hálsbólga og hiti vegna

breytinga í blóði (of fá hvít blóðkorn). Getur orðið alvarlegt. Hafðu strax samband við lækni ef

þú færð hita.

Ofsakláði með bólgu; í alvarlegum tilfellum ásamt bólgu í andliti, vörum og tungu. Getur leitt til

þess að öndunarvegur lokist. Ef þetta verður alvarlegt skaltu hafa strax samband við lækni,

hringdu jafnvel í 112.

Þróttleysi, kaldsviti, svengd, rugl, jafnvel meðvitundarleysi og krampar vegna lágs blóðsykurs

(glúkósi í blóði). Getur verið eða orðið alvarlegt. Ráðfærðu þig við lækninn.

Vöðvaslappleiki.

Bólga í munnvatnskirtli með þrota og eymslum framan við eyra.

Mjög lítið eða stórt ljósop. Þokusýn.

Höfuðverkur, nefstífla, astmi.

Trilafon Dekanoat getur að auki valdið aukaverkunum sem þú verður ekki var/vör við. Um er að ræða

breytingar á ákveðnum rannsóknarniðurstöðum, vegna áhrifa á blóð, hjartalínurit og lifur.

Breytingarnar ganga til baka þegar meðferð er hætt.

Blóðtappar í bláæðum, einkum fótum (einkenni m.a. bólga, verkur og roði á fótleggjum) sem geta

losnað og borist með blóðæðum til lungna og valdið brjóstverk og öndunarerfiðleikum. Ef þú finnur

fyrir einhverjum þessara einkenna skaltu strax leita til læknis.

Hjá öldruðum sem eru farnir að tapa minni eða eru með skert minni (vitglöp) hefur verið greint frá

örlítilli aukningu á fjölda dauðsfalla hjá sjúklingum sem taka geðrofslyf miðað við þá sem ekki taka

geðrofslyf.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Trilafon Dekanoat

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Þú getur geymt Trilafon Dekanoat við stofuhita.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Trilafon Dekanoat inniheldur

Virka innihaldsefnið er: Perfenazíndekanoat.

Önnur innihaldsefni eru: Sesamolía, propylparahýdroxýbensóat (E216).

Lýsing á útliti Trilafon Dekanoat og pakkningastærðir

Pakkningastærð: Lykjur 10 x 1 ml.

Lykjur eru með tveimur lituðum hringjum til merkingar, efri hringurinn er brúnn og neðri hringurinn

er dökkblár.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Orion Corporation, Orionintie 1, FI-02200 Espoo, Finnlandi.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2016.