Trilafon Dekanoat (Trilafon dekanoat) Stungulyf, lausn 108 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
10-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Perphenazinum dekanóat

Fáanlegur frá:

Orion Corporation

ATC númer:

N05AB03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Perphenazinum

Skammtar:

108 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

534166 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TRILAFON DEKANOAT 108,2 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
perfenazíndekanoat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Trilafon Dekanoat og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Trilafon Dekanoat
3.
Hvernig nota á Trilafon Dekanoat
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Trilafon Dekanoat
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRILAFON DEKANOAT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Trilafon Dekanoat er lyf við geðsjúkdómum (geðrofslyf).
Trilafon Dekanoat verkar á ákveðin svæði í heilanum og á þátt
í að leiðrétta það ójafnvægi í heilanum
sem veldur einkennum þínum. Trilafon Dekanoat tilheyrir flokki lyfja
sem kallast fenotíasín.
Þú mátt nota Trilafon Dekanoat við geðsjúkdómum að undanskildu
þunglyndi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TRILAFON DEKANOAT
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Trilafon Dekanoat við
öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum
en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja
fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða
frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TRILAFON DEKANOAT
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir perfenazíndecanoati eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
-
ef þú notar svefnlyf (barbítúröt, t.d. fenóbarbítal).
-
ef þú notar sterk verkjalyf (morfín og skyld lyf), eða
-
ef þú tekur ofnæmislyf (andhistamín).
-
ef þú ert með blóðskort, með of lítið af hvítum blóðkornum
eða blóð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKTÁ EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Trilafon Dekanoat 108,2 mg/ml stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Perphenazíndekanóat 108,2 mg/ml.
Hjálparefni með þekkta verkun
Sesamolía
Própýlparahýdroxýbenzóat (E216)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Til notkunar í vöðva.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Geðrofsástand nema þegar um þunglyndi er að ræða.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Meðferð er yfirleitt hafin með perphenazíntöflum (fáanlegar með
sérstakri undanþágu). Þegar Trilafon
Dekanoat stungulyf er notað sem viðhaldsmeðferð skal leitast við
að nota minnsta skammt sem gefur
klíníska svörun.
_Fullorðnir _
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Venjulegir skammtar eru 0,5 – 2 ml
(54 – 216 mg) gefið djúpt í
vöðva á 2-4 vikna fresti.
_Börn _
Trilafon Dekanoat er ekki ætlað til notkunar hjá börnum.
Lyfjagjöf
Eingöngu til notkunar í vöðva.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Meðvitundarlausir eða mikið slævðir sjúklingar.
•
Sjúklingar sem fá stóra skammta af lyfjum sem virka hamlandi
á miðtaugakerfið (barbítúröt,
alkóhól, fíkniefni, verkjalyf eða andhistamín).
•
Blóðmein.
•
Beinmergsbæling.
•
Lifrarskemmd.
•
Grunur um eða staðfest heilaskemmd neðan barkar með eða án
skemmda í undirstúku, þar sem
ofurhiti (>40°C) geta komið fram hjá þessum sjúklingum 14-16
klst. eftir gjöf perphenazíns.
2
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Verkun Trilafon Dekanoat getur varað í allt að 4 vikur eftir gjöf.
Ef grunur leikur á fylgikvillum,
vegna notkunar Trilafon Dekanoat, skal nota perphenazin töflur.
Meðferðin skal ávallt vera undir eftirliti læknis án tillits til
skammtastærðar. Nauðsynlegt er að fylgjast
með rannsóknaniðurstöðum, einkum eftir stóra skammta eða við
langtímameðferð þar sem
perphenazín getur haft áhrif á starfsemi margra
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru