Olanzapine Mylan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Olanzapine Mylan
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Olanzapine Mylan
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Psycholeptics,
 • Lækningarsvæði:
 • Geðklofi, Geðhvarfasýki
 • Ábendingar:
 • Fullorðnir Olanzapin er ætlað fyrir meðferð geðklofa. Olanzapin er virkt í að viðhalda klínískum endurbætur á áframhaldandi meðferð í sjúklingum sem hafa sýnt upphaflega meðferð svar. Olanzapin er ætlað fyrir meðferð í meðallagi til alvarlega oflæti þættinum. Í sjúklingar sem oflæti þáttur hefur brugðist að olanzapin meðferð, olanzapin er ætlað til að fyrirbyggja endurkomu í sjúklinga með geðhvarfasýki.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 15

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000961
 • Leyfisdagur:
 • 06-10-2008
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000961
 • Síðasta uppfærsla:
 • 07-05-2020

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Olanzapine Mylan 2,5 mg filmuhúðaðar töflur

Olanzapine Mylan 5 mg filmuhúðaðar töflur

Olanzapine Mylan 7,5 mg filmuhúðaðar töflur

Olanzapine Mylan 10 mg filmuhúðaðar töflur

Olanzapine Mylan 15 mg filmuhúðaðar töflur

Olanzapine Mylan 20 mg filmuhúðaðar töflur

olanzapin

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Olanzapine Mylan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Olanzapine Mylan

Hvernig nota á Olanzapine Mylan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Olanzapine Mylan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Olanzapine Mylan og við hverju það er notað

Olanzapine Mylan inniheldur virka efnið olanzapin. Olanzapine Mylan tilheyrir flokki lyfja sem

kallast geðrofslyf og er notað til að meðhöndla eftirfarandi sjúkdóma:

Geðklofa, sjúkdóm með einkenni eins og þegar menn heyra, sjá og taka eftir hlutum sem eru ekki

til staðar, ranghugmyndir, tortryggni og ómannblendni. Einstaklingar sem hafa þessi einkenni

geta einnig verið þunglyndir, kvíðnir og spenntir.

Miðlungi alvarlega til alvarlega geðhæð, sjúkdóm með einkenni eins og æsing eða alsælu.

Sýnt hefur verið fram á að Olanzapine Mylan kemur í veg fyrir að einkenni taki sig upp að nýju hjá

sjúklingum með geðhvörf sem hafa svarað olanzapinmeðferð.

2.

Áður en byrjað er að nota Olanzapine Mylan

Ekki má nota Olanzapine Mylan

ef um er að ræða ofnæmi fyrir olanzapini, jarðhnetum eða sojabaunum eða einhverju öðru

innhaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Einkenni ofnæmisviðbragða geta verið útbrot, kláði,

bjúgur í andliti, bólgnar varir eða andateppa. Hafðu samband við lækni ef þú færð þessi

einkenni.

ef þú hefur verið greindur með augnvandamál eins og til dæmis ákveðna tegund gláku (aukinn

þrýstingur í auganu).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Olanzapine Mylan er notað.

Ekki er mælt með notkun Olanzapine Mylan hjá öldruðum sjúklingum með vitglöp því það getur

valdið alvarlegum aukaverkunum.

Lyf af þessari gerð geta orsakað óvenjulegar hreyfingar, sérstaklega í andliti eða tungu. Ef þetta

gerist meðan á töku Olanzapine Mylan stendur skaltu hafa samband við lækninn þinn.

Í einstaka tilfellum valda lyf af þessari gerð hita, aukinni öndunartíðni, aukinni svitamyndun,

vöðvastífleika og sleni eða syfju. Ef þetta kemur fyrir skaltu hætta að taka lyfið og hafa

samband við lækni án tafar.

Þyngdaraukning hefur sést hjá sjúklingum sem taka Olanzapine Mylan. Þú og læknirinn þinn

skuluð fylgjast reglulega með þyngd þinni. Íhugið að leita til næringarfræðings eða aðstoð við

gerð mataráætlunar ef þörf krefur.

Há blóðsykursgildi og há gildi fitu (þríglýseríða og kólesteról) hafa sést hjá sjúklingum sem

taka Olanzapine Mylan. Læknirinn ætti að taka blóðpróf og athuga blóðsykursgildi og fitugildi

áður en þú byrjar að taka Olanzapine Mylan og reglulega á meðan meðferð stendur.

Láttu lækninn vita ef þú eða einhver annar í fjölskyldu þinni er með sögu um blóðtappa, þar sem

lyf eins og þetta hafa verið tengd myndun blóðtappa.

Ef þú hefur einhverja af eftirtöldum sjúkdómum skaltu láta lækninn vita af því eins fljótt og auðið er:

Heilablóðfall eða tímabundin blóðþurrð í heila (tímabundin einkenni heilablóðfalls)

Parkinsonssjúkdóm

Blöðruhálskirtilsvandamál

Þráláta hægðatregðu (þarmalömun)

Lifrar- eða nýrnasjúkdóm

Blóðsjúkdóm

Hjartasjúkdóm

Sykursýki

Flogaveiki

Ef þú veist að þú gætir verið með saltskort vegna langvarandi alvarlegs niðurgangs og

uppkasta eða vegna notkunar þvagræsilyfja.

Ef þú ert með vitglöp, skalt þú eða umönnunaraðili/aðstandandi þinn láta lækninn vita ef þú hefur

einhvern tíma fengið heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð í heila.

Ef þú ert eldri en 65 ára er ráðlegt, sem varúðarráðstöfun, að láta lækninn þinn mæla reglulega

blóðþrýstinginn.

Börn og unglingar

Olanzapine Mylan er ekki ætlað sjúklingum undir 18 ára aldri.

Notkun annarra lyfja samhliða Olanzapine Mylan

Notaðu einungis önnur lyf samhliða Olanzapine Mylan ef læknirinn hefur sagt þér að gera það. Þú

gætir fundið fyrir sljóvgandi áhrifum ef Olanzapine Mylan er tekið samhliða lyfjum gegn þunglyndi

eða lyfjum sem eru notuð til að meðhöndla kvíða eða svefnleysi (róandi lyf).

Látið lækninn vita öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Sérlega mikilvægt er að þú látir lækninn vita ef þú tekur:

lyf við Parkinsonssjúkdómi

karbamazepin (lyf við flogaveiki og geðlyf), fluvoxamin (þynglyndislyf) eða ciprofloxacin

(sýklalyf) - nauðsynlegt getur verið að breyta skammtinum af Olanzapine Mylan.

Notkun Olanzapine Mylan með áfengi

Þú mátt ekki neyta áfengis af neinu tagi meðan þú færð lyfjameðferð með Olanzapine Mylan, þar sem

Olanzapine Mylan og áfengi samtímis geta verið sljóvgandi.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað. Þú ættir ekki að fá lyfið ef þú ert með barn á brjósti, því dálítið magn af

Olanzapine Mylan getur borist í brjóstamjólk.

Eftirfarandi einkenni geta komið fram hjá nýfæddum börnum kvenna sem hafa notað Olanzapine

Mylan á síðasta þriðjungi meðgöngu: skjálfti, vöðvastífleiki og/eða slappleiki, syfja, æsingur,

öndunarerfiðleikar og erfiðleikar við fæðugjöf. Ef barnið þitt fær eitthvert þessara einkenna gætir þú

þurft að hafa samband við lækninn þinn.

Akstur og notkun véla

Það er hætta á sljóvgandi áhrifum þegar þér er gefið Olanzapine Mylan. Ef það gerist máttu ekki aka

eða stjórna vélknúnu tæki eða vélum af neinu tagi. Láttu lækninn þinn vita af þessu.

Olanzapine Mylan inniheldur laktósa og sojalesitín.

Hafðu samband við lækninn þinn áður en þú tekur þetta lyf ef læknirinn þinn hefur sagt þér að þú sért

með óþol fyrir sumum sykrum. Töfluhúðin inniheldur sojalesitín. Þeir sem eru með ofnæmi fyrir

jarðhnetum eða sojabaunum eiga ekki að nota lyfið.

3.

Hvernig nota á Olanzapine Mylan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn segir þér hversu margar Olanzapine Mylan töflur þú átt að taka og í hversu langan tíma þú

skulir taka þær. Dagsskammtar af Olanzapine Mylan eru á bilinu 5 mg til 20 mg. Hafðu samband við

lækninn ef einkennin koma aftur og ekki hætta að taka Olanzapine Mylan nema læknirinn segi þér að

hætta.

Þú átt að taka Olanzapine Mylan töflurnar einu sinni á dag eftir fyrirmælum læknisins. Gættu þess að

taka töflurnar daglega á sama tíma dagsins. Það skiptir ekki máli hvort þú tekur töflurnar með mat eða

ekki. Olanzapine Mylan filmuhúðaðar töflur eru til inntöku. Þú skalt gleypa töflurnar í heilu lagi með

vatni.

Ef tekinn er stærri skammtur af Olanzapine Mylan en mælt er fyrir um

Sjúklingar sem hafa tekið meira af Olanzapine Mylan en þeir ættu að gera hafa fundið fyrir eftirfarandi

einkennum: hraðari hjartslætti, æsingi/árásarhneigð, talerfiðleikum, óeðlilegum hreyfingum

(sérstaklega í andliti eða tungu) og minnkaðri meðvitund. Önnur einkenni geta verið: mikil ringlun,

krampar (flogaveiki), dá, sambland af hita, hraðari öndun, aukinni svitamyndun, vöðvastífleika og

svefnhöfga eða syfju, hægari öndunartíðni, ásvelging, hækkaður blóðþrýstingur eða lækkaður

blóðþrýstingur, óeðlilegur taktur í hjarta. Hafðu samstundis samband við lækni eða sjúkrahús ef þú

finnur fyrir ofangreindum einkennum. Sýndu lækninum umbúðir taflnanna.

Ef gleymist að taka Olanzapine Mylan

Taktu töflurnar eins fljótt og auðið er. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst

hefur að taka.

Ef hætt er að taka Olanzapine Mylan

Þú mátt ekki hætta að taka töflurnar þegar þér fer að líða betur. Það er mikilvægt að þú haldir áfram að

taka Olanzapine Mylan svo lengi sem læknirinn segir þér að gera það.

Ef þú hættir skyndilega að taka Olanzapine Mylan, geta komið fram einkenni eins og t.d. aukin

svitamyndun, svefnleysi, skjálfti, kvíði eða ógleði og uppköst. Læknirinn gæti ráðlagt þér að minnka

skammtinn smám saman áður en meðferð er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Láttu lækninn vita strax ef þú ert með:

óeðlilegar hreyfingar (algeng aukaverkun sem getur haft áhrif á allt að 1 af hverjum

10 einstaklingum), aðallega í andliti eða tungu;

blóðtappa í æðum (sjaldgæf aukaverkun sem getur haft áhrif á allt að 1 af hverjum

100 einstaklingum), sérstaklega í fótleggjum (einkenni eru bólga, verkur og roði í fótlegg), sem

geta borist um æðar til lungna og valdið brjóstverk og öndunarerfiðleikum. Leitaðu samstundis

læknisaðstoðar ef þú tekur eftir einhverjum þessara einkenna.

hiti ásamt, hraðari andardrætti, svitamyndun, vöðvastífni og svefnhöfga eða syfju (ekki er hægt að

áætla tíðni þessarar aukaverkunar út frá fyrirliggjandi gögnum).

Mjög algengar aukaverkanir (geta haft áhrif á 1 af hverjum 10 einstaklingum) eru m.a.

þyngdaraukning, syfja, hækkun á gildi prólaktíns í blóði. Í upphafi meðferðar geta sumir einstaklingar

fundið fyrir svima eða yfirliði (með hægum hjartslætti) þegar risið er upp úr sitjandi eða liggjandi

stöðu. Þetta hverfur vanalega af sjálfu sér, en ef það gerist ekki skaltu láta lækninn vita af því.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum) eru m.a. breytingar

á gildum sumra blóðfrumna og blóðfitu og snemma í meðferðinni geta komið fram tímabundnar

hækkanir á lifrarensímum; hækkanir á blóðsykri og sykri í þvagi; hækkanir á gildum þvagsýru og

kreatínfosfókínasa í blóði; aukin hungurtilfinning; sundl; eirðarleysi; skjálfti; óvenjulegar hreyfingar

(hreyfitruflun, ranghreyfingar); hægðatregða; munnþurrkur; útbrot; máttleysi; mikil þreyta;

vökvasöfnun sem leiðir til þrota í höndum, á ökklum eða á fótum; hiti; liðverkir og kynlífsvandamál

eins og minnkuð kynhvöt hjá körlum og konum eða stinningarvandamál hjá körlum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) eru m.a.

ofnæmi (t.d. þroti í munni og hálsi, kláði, útbrot); sykursýki eða versnun sykursýki, stöku sinnum

ásamt ketónblóðsýringu (ketónum í blóði og þvagi) eða dái; krampar, venjulega í tengslum við sögu

um krampa (flogaveiki); stirðleiki í vöðvum eða krampar (m.a. augnhreyfingar); fótaóeirð; taltruflanir;

stam; hægur hjartsláttur; næmi fyrir sólarljósi; blóðnasir; þaninn kviður, minnisleysi eða gleymska;

þvagleki; þvaglátsvandamál; hárlos; tíðablæðingar falla niður eða minnka og breytingar á brjóstum hjá

körlum og konum svo sem óeðlileg framleiðsla brjóstamjólkur eða óeðlilegur vöxtur.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum) eru m.a.

lækkun á eðlilegum líkamshita; óeðlilegur hjartsláttur; skyndilegur, óútskýrður dauði; brisbólga sem

veldur miklum magaverkjum, hita og slappleika; lifrarsjúkdómur sem kemur fram í gullitun húðar og

hvítu í augum; vöðvasjúkdómur sem kemur fram sem óútskýrð eymsli eða verkir og langvarandi

og/eða sársaukafull stinning.

Meðal aukaverkana sem koma örsjaldan fyrir eru alvarleg ofnæmisviðbrögð svo sem lyfjaútbrot með

fjölgun rauðkyrninga og altækum einkennum (DRESS). Einkennin birtast upphaflega sem flensulík

einkenni með útbrotum í andliti og síðan með útbreiddum útbrotum, hækkuðum líkamshita,

eitlastækkun, hækkuðum gildum lifrarensíma í blóði og auknum fjölda hvítra blóðkorna af ákveðinni

tegund (rauðkyrningafjölgun).

Aldraðir sjúklingar með vitglöp geta fengið heilablóðfall, lungnabólgu, þvagleka, geta hrasað, orðið

mjög þreyttir, fengið ofsjónir, hækkaðan líkamshita, hörundsroða eða átt í erfiðleikum með gang

meðan á töku olanzapins stendur. Dæmi eru um dauðsföll hjá þessum ákveðna sjúklingahópi.

Einkenni parkinsonssjúkdóms geta versnað hjá sjúklingum sem fá Olanzapine Mylan.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Olanzapine Mylan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni eða merkimiðanum á eftir

EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 25

Glös: Eftir opnun skal nota lyfið innan 90 daga.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

OLANZAPINE MYLAN inniheldur

Virka innihaldsefnið er olanzapin. Hver Olanzapine Mylan tafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg, 7,5

mg, 15 mg eða 20 mg af virku efni. Nákvæmt magn af virku efni er tilgreint á Olanzapine

Mylan pakkningunni.

-

Önnur innihaldsefni eru:

(töflukjarni) laktósaeinhýdrat (sjá kafla 2 „Olanzapin inniheldur laktósa"), maíssterkja, forhleypt

maíssterkja, krospóvídón A, magnesíumsterat og

(töfluhúð) pólývínýlalkóhól, títandíoxíð (E171), talkúm (E553b), sojalesitín (E322) (sjá kafla 2

„Olanzapine Mylan inniheldur sojalesitín"), xantangúmmí (E415).

Lýsing á útliti OLANZAPINE MYLAN og pakkningastærðir

Útlit

Olanzapine Mylan 2,5 mg eru 7 mm, kringlóttar, kúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur merktar með

„OZ 2,5“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Olanzapine Mylan 5 mg eru 8 mm, kringlóttar, kúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur merktar með

„OZ 5“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Olanzapine Mylan 7,5 mg eru 9 mm, kringlóttar, kúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur merktar með

„OZ 7,5“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Olanzapine Mylan 10 mg eru 10,2 mm, kringlóttar, kúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur merktar með

„OZ 10“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Olanzapine Mylan 15 mg eru 12,2 mm x 6,7 mm, sporöskjulagaðar, kúptar, hvítar filmuhúðaðar töflur

merktar með „OZ 15“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Olanzapine Mylan 20 mg eru 13,4 mm x 7,3 mm, sporöskjulagaðar, kúptar, hvítar filmuhúðaðar töflur

merktar með „OZ 20“ á annarri hliðinni og „G“ á hinni.

Pakkningastærðir

Þynnupakkningar:

Olanzapine Mylan 2,5 mg, 5 mg, 7,5 mg, 15 mg og 20 mg fæst í pakkningum sem innihalda 10, 28,

30, 35, 56, 70 (2 x 35 fjölpakkning) og 70 filmuhúðaðar töflur.

Olanzapine Mylan 10 mg fæst í pakkningum sem innihalda 7, 10, 28, 30, 35, 56, 70 (2 x 35)

(fjölpakkning) og 70 filmuhúðaðar töflur.

Rifgataðar stakskammtaþynnur

Olanzapine Mylan 2,5 mg, 15 mg og 20 mg fæst í pakkningum sem innihalda 28 x 1 filmuhúðaða

töflu.

Olanzapine Mylan 5 mg og 10 mg fæst í pakkningum sem innihalda 28 x 1 og 98 x 1 filmuhúðaða

töflu.

Olanzapine Mylan 7,5 mg fæst í pakkningum sem innihalda 28 x 1, 56 x 1, 98 x 1 og 100 x 1

filmuhúðaða töflu.

Glös:

Olanzapine Mylan 2,5 mg og 5,0 mg fæst í pakkningum sem innihalda 250 og 500 filmuhúðaðar

töflur.

Olanzapine Mylan 7,5 mg, 15 mg og 20 mg fæst í pakkningum sem innihalda 100 filmuhúðaðar töflur.

Olanzapine Mylan 10 mg fæst í pakkningum sem innihalda 100 og 500 filmuhúðaðar töflur.

Markaðsleyfishafi

Mylan S.A.S., 117 Allée des Parcs, 69800 Saint-Priest, Frakkland

Framleiðandi

Gerard Laboratories, 35/36 Baldoyle Industrial Estate, Grange Road, Dublin 13, Írland

Generics [UK] Limited, Station Close, Potters Bar, Hertfordshire, EN6 1TL, Bretland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið þá samband við fulltrúa markaðsleyfishafa

á hverjum stað.

België/Belgique/Belgien

Mylan bvba/sprl

Tél/Tel: + 32 (0)2 658 61 00

Lietuva

BGP Products UAB

Tel: +370 5 205 1288

България

Майлан ЕООД

Тел: +359 2 44 55 400

Luxembourg/Luxemburg

Mylan bvba/sprl

Tel: +32 (0)2 658 61 00

(Belgique/Belgien)

Česká republika

Mylan Pharmaceuticals s.r.o.

Tel: +420 222 004 400

Magyarország

Mylan EPD Kft

Tel: + 36 1 465 2100

Danmark

BGP Products ApS

Tlf: + 45 28116932

Malta

V.J. Salomone Pharma Ltd

Tel: + 356 21 22 01 74

Deutschland

Mylan Healthcare GmbH

Tel: +49 800 0700 800

Nederland

Mylan BV

Tel: +31 (0)20 426 3300

Eesti

BGP Products Switzerland GmbH Eesti

filiaal

Tel: + 372 6363 052

Norge

Mylan Healthcare Norge AS

Tel: + 47 66 75 33 00

Ελλάδα

Österreich

Generics Pharma Hellas ΕΠΕ

Τηλ: +30 210 993 6410

Arcana Arzneimittel GmbH

Tel: +43 1 416 2418

España

Mylan Pharmaceuticals, S.L

Tel: + 34 900 102 712

Polska

Mylan Healthcare Sp. z.o.o.

Tel: + 48 22 546 64 00

France

Mylan S.A.S

Tel:

+33 4 37 25 75 00

Portugal

Mylan, Lda.

Tel: + 351 21 412 72 56

Hrvatska

Mylan Hrvatska d.o.o.

Tel: +385 1 23 50 599

România

BGP Products SRL

Tel+40 372 579 000

Ireland

Mylan Ireland Limited

Tel: +353 (0) 87 1694982

Slovenija

Mylan Healthcare d.o.o.

Tel: + 386 1 23 63 180

Ísland

BGP Products ApS

Tel: +45 28116932

(Danmörk)

Slovenská republika

Mylan s r.o.

Tel: +421 2 32 199 100

Italia

Mylan Italia S.r.l.

Tel: + 39 02 612 46921

Suomi/Finland

Mylan Finland OY

Puh/Tel:

+358 20 720 9555

Κύπρος

Pharmaceutical Trading Co. Ltd.

Τηλ: +357 99403969

Sverige

Mylan AB

Tel: + 46 855 522 750

Latvija

BGP Products SIA

Tel: +371 676 055 80

United Kingdom

Generics [UK] Ltd

Tel: +44 1707 853000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {mán XXXX}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.