Cyclogyl 1%

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cyclogyl 1% Augndropar, lausn 10 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 10 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cyclogyl 1% Augndropar, lausn 10 mg/ ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 13122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Cyclogyl

®

augndropar, 1%, lausn

cýklópentólathýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Cyclogyl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Cyclogyl

Hvernig nota á Cyclogyl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Cyclogyl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Cyclogyl og við hverju það er notað

Cyclogyl er lyf sem notað er til útvíkkunar á ljósopi augans.

Það hefur slakandi verkun á augnvöðvana. Þegar ljósopið er útvíkkað er auðveldara fyrir lækninn að

rannsaka augað.

Um það bil 20 mínútum eftir að lyfinu hefur verið dreypt í augun á ljósopið að vera útvíkkað að fullu.

Áhrifin geta varað í 24 klst. eða lengur.

Cyclogyl er ætlað fullorðnum.

Cyclogyl er notað við augnrannsóknir.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Cyclogyl

Ekki má nota Cyclogyl

ef um er að ræða ofnæmi fyrir cyklopentólathýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talið upp í kafla 6).

ef þú ert með, eða telur þig hafa, flatt fremra augnhólf eða þröngt horn í fremra augnhólfi, vegna

hættu á hækkuðum augnþrýstingi (bráðagláku).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, eða lyfjafræðingi áður en Cyclogyl er notað.

Ráðfærðu þig við lækninn:

Ef þú ert með bólgu í auganu (roði og verkur). Það getur aukið hættuna á aukaverkunum.

Ef þú hefur áður fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð vegna lyfja sem innihalda atrópín.

Ef þú ert með hita eða heldur til í heitu loftslagi.

Leitið ráða hjá lækninum. Notkun lyfsins getur valdið:

Hækkuðum augnþrýsting. Látið mæla augnþrýstinginn áður en meðferð með lyfinu hefst; þetta

á einkum við um aldraða.

Hegðunarbreytingum einkum hjá öldruðum, en þessi viðbrögð geta komið fram hjá öllum

aldurshópum.

Auknu ljósnæmi, því skaltu verja augun þín gegn björtu ljósi.

Börn

Ekki er mælt með notkun Cyclogyl hjá börnum þar sem öryggi og verkun lyfsins hafa ekki verið

staðfest.

Fyrirburar, ungabörn, smábörn og börn með Downs heilkenni, stjarfalömun, heilaskaða eða hafa

greinst með flogaveiki eru sérstaklega viðkvæm fyrir aukaverkunum (sjá kaflann „Hugsanlegar

aukaverkanir“).

Notkun annarra lyfja samhliða Cyclogyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða

kynnu að verða notuð.

Sérstaklega þarf að láta lækninn vita ef þú notar:

Amantadín (lyf við Parkinsons-veiki, inflúensu A)

Andhistamín (ofnæmislyf)

Geðrofslyf

Þunglyndislyf

Látið lækninn vita ef glákuaugndropar (við hækkuðum augnþrýstingi) sem innihalda pilocarpin eru

notaðir.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má nota Cyclogyl á meðgöngu eða við brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Á pakkningunni er rauður þríhyrningur. Það þýðir að Cyclogyl getur valdið aukaverkunum sem draga

úr hæfni til að stjórna ökutæki eða vélum.

Ekki á að aka bifreið, vélhjóli eða hjóla eða vinna með vélar og tæki fyrr en sjónin er orðin skýr á ný.

Cyclogyl getur valdið svefnhöfga, þokusýn og ljósnæmi.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Cyclogyl inniheldur benzalkónklóríð

Ef notaðar eru augnlinsur:

Fjarlægið augnlinsur (harðar eða mjúkar) áður en Cyclogyl er notað og bíðið í að minnsta kosti

15 mínútur áður en augnlinsunum er komið fyrir í augum á ný.

Cyclogyl inniheldur rotvarnarefni (benzalkónklóríð), sem getur valdið ertingu í augum og vitað er að

efnið aflitar mjúkar augnlinsur. Forðist snertingu við mjúkar augnlinsur.

3.

Hvernig á að nota Cyclogyl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig á að

nota lyfið á að leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir og aldraðir: 1 dropi 30 mínútum fyrir rannsókn. Nota á Cyclogyl með varúð hjá öldruðum.

Þar sem að Cyclogyl er notað fyrir augnrannsóknir er það yfirleitt læknirinn sem sér um lyfjagjöfina.

Ef þú þarft að nota lyfið sjálf/sjálfur skaltu fylgja eftirfarandi skrefum til að tryggja rétta notkun

Cyclogyl:

Notkun handa börnum

Ekki er mælt með notkun Cyclogyl hjá börnum, þar sem öryggi og verkun lyfsins hafa ekki verið

staðfest.

Cyclogyl er eingöngu til notkunar í auga/augu.

Notkunarleiðbeiningar

Ef innsiglishringurinn er laus eftir að tappinn af glasinu hefur verið fjarlægður skal fjarlægja hann áður

en lyfið er notað.

Takið fram glasið með Cyclogyl.

Þvoið hendurnar og setjist fyrir framan spegil.

Skrúfið tappann af glasinu.

Hvolfið glasinu og haldið því á milli þumalfingurs og löngutangar (mynd 1).

Hallið höfðinu aftur og dragið neðra augnlok augans niður með hreinum fingri þannig að myndist

„vasi“ milli neðra augnloksins og augans. Þarna á að dreypa lyfinu.

Beinið dropasprota augndropaglassins þétt að auganu. Auðveldara getur verið að nota spegil.

Forðist að snerta augað eða augnlokið, svæðið í kringum augað eða annað yfirborð með

dropasprota glassins. Það getur valdið því að augndroparnir í glasinu mengist.

Þrýstið ekki á hliðar glassins. Glasið er þannig gert að aðeins þarf að þrýsta létt á botn glassins

(mynd 2).

Þrýstið létt á botn glassins til þess að losa einn dropa af Cyclogyl hvert skipti (mynd 3).

Eftir að hafa dreypt Cyclogyl í augað á að loka auganu og þrýsta létt með fingri á augnkrókinn

við nefið í minnst 2 mínútur (mynd 4). Þetta kemur í veg fyrir að Cyclogyl berist út um allan

líkamann.

Ef Cyclogyl á að nota í bæði augun á að endurtaka skref 4-10 fyrir hitt augað.

Skrúfið síðan tappann þétt á glasið strax eftir notkun.

Ef dropinn lendir ekki í auganu,

reynið þá aftur.

Ef notaðir eru aðrir augndropar, augnsmyrsli eða önnur augnlyf,

skal láta að minnsta kosti 5 mínútur

líða á milli notkunar þeirra. Augnsmyrsli á að nota síðast.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið, skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef of miklu af Cyclogyl er dreypt í augun, skal skola það úr með volgu vatni. Dreypið ekki fleiri

dropum í augun fyrr en komið er að næsta skammti.

Einkenni ofskömmtunar í auga eru meðal annars: Andlitsroði og húðþurrkur (útbrot geta komið fram

hjá börnum), þokusýn, hraður og óreglulegur púls, hiti, hægðatregða, verkir og sviði við þvaglát,

kviðþan hjá kornabörnum, krampar, ofskynjanir og röskun á samhæfingu.

Einkennin hverfa yfirleitt þegar meðferð með Cyclogyl er hætt.

Alvarleg eitrun, sem einkennist af meðvitundarleysi (dá), bráðri blóðrásar- og öndunarbilun getur

komið fyrir og verið banvæn.

Ef gleymist að nota Cyclogyl

Ef gleymst hefur að nota lyfið notið þá næsta skammt um leið og munað er eftir því. Ef komið er að

næsta skammti, á að sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp

skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram við notkun Cyclogyl:

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Aukaverkanir í auga: Sjónstillingartruflun, aukið ljósnæmi, þokusýn, augnverkur.

Aðrar aukaverkanir: Ofskynjanir, rugl, æsingur, hægðatregða, hiti, aukinn hjartsláttur, roði í húð.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Aðrar aukaverkanir: Ofnæmi, munnþurrkur, verkir og sviði við þvaglát.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Aðrar aukaverkanir: Ringlun.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Aðrar aukaverkanir: Geðröskun.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Aukaverkanir í auga: Aukin ljósopsstærð (vegna langvarandi notkunar), erting í augum

Aðrar aukaverkanir: Vistarfirring/áttavilla, eirðarleysi, tap á skammtímaminni, sundl, höfuðverkur,

svefnhöfgi, uppköst, ógleði, þurrkur í slímhúð, óeðlilegt göngulag, þreyta.

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir hjá börnum

Að auki getur Cyclogyl valdið röskun á samhæfingu, krömpum, húðútbrotum, kviðþani hjá börnum,

hraðari hjartslætti, æðavíkkun, þvaglátstregðu, minnkaðri munnvatns- og slímmyndun í öndunarvegi,

minnkuð svitamyndun. Alvarleg viðbrögð svo sem lágþrýstingur ásamt hraðversnandi grunnri öndun.

Staðbundin ofnæmisviðbrögð eins og húðútbrot hafa komið fram hjá börnum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Cyclogyl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Fargið Cyclogyl glasinu 4 vikum eftir að það hefur verið opnað.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Cyclogyl 1% augndropar, lausn inniheldur:

Virka innihaldsefnið er cýklópentólathýdróklóríð 10 mg/ml.

Önnur innihaldsefni eru: Benzalkónklóríð (rotvarnarefni), bórsýra, kalíumklóríð,

tvínatríumedetat, saltsýra og/eða natríumkarbónateinhýdrat (til að stilla pH), og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Cyclogyl og pakkningastærðir

Cyclogyl er tær og litlaus lausn sem er fáanleg í 10 ml plastglasi (DROPTAINER) með skrúftappa.

Pakkningastærð: 1 x 10 ml.

Markaðsleyfishafi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk.

Framleiðandi

S.A. Alcon-Couvreur N.V.

Rijksweg 14

2870 Puurs

Belgía

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.