Bleomycin Baxter Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 15.000 a.e.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Bleomycinum súlfat

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB*

ATC númer:

L01DC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Bleomycinum

Skammtar:

15.000 a.e.

Lyfjaform:

Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

010924 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1975-03-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BLEOMYCIN BAXTER 15.000 A.E. STUNGULYFS-/INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
bleomycin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Bleomycin Baxter og við hverju það er notað.
2.
Áður en byrjað er að nota Bleomycin Baxter
3.
Hvernig nota á Bleomycin Baxter
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Bleomycin Baxter
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BLEOMYCIN BAXTER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Bleomycin Baxter er lyf við krabbameini, sem eyðileggur erfðaefni
frumnanna þannig að
frumuskipting í krabbameinsfrumum er hindruð og frumurnar deyja.
Bleomycin Baxter er notað við
mismunandi tegundum krabbameins.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BLEOMYCIN BAXTER
EKKI MÁ NOTA BLEOMYCIN BAXTER
−
ef um er að ræða ofnæmi fyrir bleomycini eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
−
Ef þú ert með virka lungnasýkingu, mjög lélega lungnastarfsemi
eða truflun á blóðflæði um
öndunarfæri, t.d. bandvefsmyndun í lungum (lungnasjúkdómur þar
sem lungnavefur breytist í
bandvef) eða blóðtappa í lunga.
−
ef þú ert með barn á brjósti
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum áður en Bleomycin Baxter er notað:
−
Ef þú ert í eða hefur verið í geislameðferð á brjóstkassa
eykur það mjög hættu á áhrifum á
lungu.
−
Ef þú ert með aðra lungnasjúkdóma, þar sem það eykur hættu
á áhrifum á lungu
−
Ef þú ert eldri borgari áttu að gæta sérstaklega
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Bleomycin Baxter, 15.000 a.e. stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hettuglas inniheldur: Bleomycinsúlfat, samsvarandi bleomycini
15.000 a.e.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bleomycin Baxter er nánast alltaf gefið ásamt öðrum
krabbamenislyfjum eða geislameðferð.
Flöguþekjukrabbamein, einkum mjög sérhæfð, í höfði eða
hálsi, vélinda, leghálsi, ytri kynfærum og
húð. Illkynja eitilfrumuæxli, þar á meðal Hodgkins sjúkdómur.
Krabbamein í eistum. Illkynja
fleiðruvökvamyndun.
_ _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Meðhöndlun með Bleomycin Baxter ætti að hefja eða veita undir
handleiðslu læknis með mikla
reynslu af krabbameinslyfjameðferð.
Skammtar
Aðlaga á skammta að þörfum hvers sjúklings. Skammtastærð,
meðferðarlengd og/eða tímalengd milli
skammta ráðast af ábendingu, meðferðaráætlun fyrir samsetta
meðferð, almennu heilsufari
sjúklingsins, starfsemi líffæra og niðurstöðum rannsókna.
Upphaflega á að gefa sjúklingum reynsluskammt sem nemur samtals
1.000-2.000 a.e., þar sem hætta
er á bráðaofnæmisviðbrögðum. Komi engin bráðaviðbrögð fram
má gefa venjulegan skammt.
Lyfjagjöf
Bleomycin Baxter er venjulega gefið í vöðva, í
undantekningartilfellum sem innrennsli í bláæð (einnig
sem langtíma innrennsli) eða í slagæð.
_ _
_Flöguþekjukrabbamein: _
_Stungulyf:_
10.000-15.000 a.e./m
2
gefið í vöðva eða bláæð einu sinni til tvisvar í viku.
_Innrennsli:_
10.000-15.000 a.e./m
2
á dag í bláæð á 6-24 klst., 4-7 daga í röð 3.-4. hverja viku.
_Illkynja eitilfrumuæxli: _
5.000-10.000 a.e./m
2
sem inndæling í vöðva eða bláæð 1-2 svar í viku. Vegna hættu
á
bráðaofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum með eitilfrumuæxli
ættu tveir fyrstu skammtar þeirra ekki
að vera stærri en 1.000-2.000 a.e. Ef engin
bráðaofnæmisviðbrögð v
                                
                                Lestu allt skjalið