Pentasa Endaþarmsdreifa 1 g/100 ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Mesalazinum INN

Fáanlegur frá:

Ferring Lægemidler A/S

ATC númer:

A07EC02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mesalazinum

Skammtar:

1 g/100 ml

Lyfjaform:

Endaþarmsdreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

104836 Glas V0017

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PENTASA 1 G ENDAÞARMSDREIFA
mesalazín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
▪
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
▪
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
▪
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
▪
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Pentasa endaþarmsdreifu og við hverju hún er notuð
2.
Áður en byrjað er að nota Pentasa endaþarmsdreifu
3.
Hvernig nota á Pentasa endaþarmsdreifu
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pentasa endaþarmsdreifu
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PENTASA ENDAÞARMSDREIFU OG VIÐ HVERJU HÚN ER NOTUÐ
Pentasa endaþarmsdreifa er ætluð til notkunar í endaþarm.
Pentasa endaþarmsdreifa er notuð við langvarandi, blæðandi
bólgum í endaþarmi og neðsta hluta ristils.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PENTASA ENDAÞARMSDREIFU
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PENTASA ENDAÞARMSDREIFU:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir mesalazíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum salisýlötum t.d.
acetýlsalisýlsýru
-
ef þú ert með alvarlegan lifrar- eða nýrnasjúkdóm
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
LEITIÐ RÁÐA HJÁ LÆKNINUM EÐA LYFJAFRÆÐINGI ÁÐUR EN LYFIÐ ER
NOTAÐ:
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir súlfasalazín
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pentasa 1 g endaþarmsdreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
100 ml af endaþarmsdreifu innihalda 1 g af mesalazíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Endaþarmsdreifa í stakskammtaíláti.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar á sárum og bólgu í endaþarmi og bugaristli
(ulcerative proctosigmoiditis).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir: 1 g (innihald einnar plastflösku) fyrir svefn. Mælt er
með að reynt sé að hafa hægðir rétt
fyrir notkun endaþarmsdreifunnar. Endaþarmsdreifan er varin með
lokuðum álpoka og á að nota hana
strax eftir að umbúðir eru opnaðar.
Börn: Reynsla af notkun lyfsins, og upplýsingar um verkun hjá
börnum er takmörkuð.
Aldraðir: Ekki þarf að minnka skammta.
Skert nýrnastarfsemi: Sjá kafla 4.4
Meðferðarlengd er yfirleitt 2-4 vikur. Meðferðarlengd ræðst af
einkennum og niðurstöðum úr
ristilspeglunum.
Lyfjagjöf: Fyrir notkun er endaþarmsdreifan hituð upp í u.þ.b.
37°C. Endaþarmsdreifuna á að hrista
vel fyrir notkun. Til að auðvelda innsetningu má smyrja vaselíni
á stútinn. Sjúklingurinn leggst á
vinstri hlið og stúturinn er færður varlega inn í endaþarminn,
eins langt og hægt er. Innihaldinu er dælt
inn með því að kreista plastflöskuna og halda henni samanklemmdri
á meðan stúturinn er dreginn út úr
endaþarminum. Til að koma í veg fyrir rennsli úr endaþarmi þarf
sjúklingurinn að liggja kyrr um stund
og jafnframt reyna að komast hjá að hafa hægðir eins lengi og
hægt er helst í 8 klst. eftir inndælingu,
svo að áhrif lyfsins verði eins mikil og mögulegt er.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir mesalazíni, salisýlötum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
Alvarleg lifrar- og/eða nýrnabilun.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Flestir þeirra sjúklinga sem hafa óþol eða ofnæmi fyrir
súlfasalazíni geta notað Pentasa án þess að
þurfa að hafa áhyg
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru