Pentasa Endaþarmsdreifa 1 g/100 ml

Riik: Island

keel: islandi

Allikas: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Osta kohe

Infovoldik Infovoldik (PIL)
12-02-2024
Toote omadused Toote omadused (SPC)
12-02-2024

Toimeaine:

Mesalazinum INN

Saadav alates:

Ferring Lægemidler A/S

ATC kood:

A07EC02

INN (Rahvusvaheline Nimetus):

Mesalazinum

Annus:

1 g/100 ml

Ravimvorm:

Endaþarmsdreifa

Retsepti tüüp:

(R) Lyfseðilsskylt

Toote kokkuvõte:

104836 Glas V0017

Volitamisolek:

Markaðsleyfi útgefið

Loa andmise kuupäev:

1990-01-01

Infovoldik

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PENTASA 1 G ENDAÞARMSDREIFA
mesalazín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
▪
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
▪
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
▪
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
▪
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Pentasa endaþarmsdreifu og við hverju hún er notuð
2.
Áður en byrjað er að nota Pentasa endaþarmsdreifu
3.
Hvernig nota á Pentasa endaþarmsdreifu
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pentasa endaþarmsdreifu
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PENTASA ENDAÞARMSDREIFU OG VIÐ HVERJU HÚN ER NOTUÐ
Pentasa endaþarmsdreifa er ætluð til notkunar í endaþarm.
Pentasa endaþarmsdreifa er notuð við langvarandi, blæðandi
bólgum í endaþarmi og neðsta hluta ristils.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PENTASA ENDAÞARMSDREIFU
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PENTASA ENDAÞARMSDREIFU:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir mesalazíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum salisýlötum t.d.
acetýlsalisýlsýru
-
ef þú ert með alvarlegan lifrar- eða nýrnasjúkdóm
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
LEITIÐ RÁÐA HJÁ LÆKNINUM EÐA LYFJAFRÆÐINGI ÁÐUR EN LYFIÐ ER
NOTAÐ:
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir súlfasalazín
                                
                                Lugege kogu dokumenti
                                
                            

Toote omadused

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pentasa 1 g endaþarmsdreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
100 ml af endaþarmsdreifu innihalda 1 g af mesalazíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Endaþarmsdreifa í stakskammtaíláti.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar á sárum og bólgu í endaþarmi og bugaristli
(ulcerative proctosigmoiditis).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir: 1 g (innihald einnar plastflösku) fyrir svefn. Mælt er
með að reynt sé að hafa hægðir rétt
fyrir notkun endaþarmsdreifunnar. Endaþarmsdreifan er varin með
lokuðum álpoka og á að nota hana
strax eftir að umbúðir eru opnaðar.
Börn: Reynsla af notkun lyfsins, og upplýsingar um verkun hjá
börnum er takmörkuð.
Aldraðir: Ekki þarf að minnka skammta.
Skert nýrnastarfsemi: Sjá kafla 4.4
Meðferðarlengd er yfirleitt 2-4 vikur. Meðferðarlengd ræðst af
einkennum og niðurstöðum úr
ristilspeglunum.
Lyfjagjöf: Fyrir notkun er endaþarmsdreifan hituð upp í u.þ.b.
37°C. Endaþarmsdreifuna á að hrista
vel fyrir notkun. Til að auðvelda innsetningu má smyrja vaselíni
á stútinn. Sjúklingurinn leggst á
vinstri hlið og stúturinn er færður varlega inn í endaþarminn,
eins langt og hægt er. Innihaldinu er dælt
inn með því að kreista plastflöskuna og halda henni samanklemmdri
á meðan stúturinn er dreginn út úr
endaþarminum. Til að koma í veg fyrir rennsli úr endaþarmi þarf
sjúklingurinn að liggja kyrr um stund
og jafnframt reyna að komast hjá að hafa hægðir eins lengi og
hægt er helst í 8 klst. eftir inndælingu,
svo að áhrif lyfsins verði eins mikil og mögulegt er.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir mesalazíni, salisýlötum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
Alvarleg lifrar- og/eða nýrnabilun.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Flestir þeirra sjúklinga sem hafa óþol eða ofnæmi fyrir
súlfasalazíni geta notað Pentasa án þess að
þurfa að hafa áhyg
                                
                                Lugege kogu dokumenti