Pirsue

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Pirsue
 • Lyf við lungum:
 • Dýr
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Pirsue
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Nautgripir
 • Lækningarsvæði:
 • SÝKLALYF FYRIR SPENALYF NOTA
 • Ábendingar:
 • Fyrir meðferð vægur kvenna í mjólka kýr vegna Gramm-jákvæð kokka næm pirlimycin þar á meðal völdum lífverur eins og Þegar sýkt merkið bit, bæði pensilínasa-jákvæð og pensilínasa-neikvæð, og kóagúlasa-neikvæð stafýlókokkar; streptókokka lífverur þar á meðal Læknafélag agalactiae, Læknafélag dysgalactiae og Streptókokka uberis.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 14

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Leyfilegt
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/V/C/000054
 • Leyfisdagur:
 • 28-01-2001
 • EMEA númer:
 • EMEA/V/C/000054
 • Síðasta uppfærsla:
 • 25-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

FYLGISEÐILL:

Pirsue 5 mg/ml spenalyf, lausn, fyrir nautgripi

1.

HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA

SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR

Markaðsleyfishafi:

Zoetis Belgium SA

Rue Laid Burniat 1

1348 Louvain-la-Neuve

BELGÍA

Framleiðandi ber ábyrgð á lokasamþykkt:

Norbrook Laboratories Limited

Station Works, Camlough Road,

Newry, County Down,

BT35 6JP

STÓRA-BRETLANDI

Zoetis Belgium SA

Rue Laid Burniat 1

1348 Louvain-la-Neuve

BELGÍA

2.

HEITI DÝRALYFS

Pirsue 5 mg/ml spenalyf, lausn, fyrir nautgripi

3.

VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI

Pirlimycin hydrochloride sem samsvarar 50 mg af pirlimycini í hverri 10 ml dælu

4.

ÁBENDING(AR)

Við meðhöndlun á forklínískri júgurbólgu í mjólkandi kúm af völdum Gram-jákvæðra hnettla sem eru

næmar fyrir pirlimycini að meðtöldum klasahnettluörverum eins og

Staphylococcus aureus,

bæði

penisillínasa-jákvæðum og penisillínasa-neikvæðum, og kóagúlasa-neikvæðum klashnettlum;

keðjuhnettluörverum að meðtöldum

Streptococcus agalactiae, Streptococcus dysgalactiae

Streptococcus uberis.

5.

FRÁBENDINGAR

Ónæmi gegn pirlimycini.

Meðhöndlun sýkinga af völdum Gram-neikvæðra baktería, t.d

E.coli

Eigi skal meðhöndla kýr sem eru með áþreifanlegar breytingar í júgrinu af völdum langvarandi

forklínískrar júgurbólgu.

6.

AUKAVERKANIR

Engar þekktar.

Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana, jafnvel aukaverkana sem ekki eru

tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi ekki tilætluð áhrif.

7.

DÝRATEGUND(IR)

Nautgripir (mjólkurkýr)

8.

SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ

LYFJAGJÖF

Til notkunar í spena.

Ein spenadæla (50 mg af pirlimycini) til innrennslis í hvert sýkt júgur.

Í meðhöndlun felst innrennsli í 8 skipti úr einni dælu á 24 klst. fresti.

9.

LEIÐBEININGAR UM RÉTTA LYFJAGJÖF

Varast skal að sýklar berist í spenann til að draga úr hættu á

E.coli

sýkingum. Áður en innrennsli fer

fram skal hreinsa spenann vandlega (og júgrið ef þörf krefur). Eftirfarandi leiðbeiningum skal því fylgt

vandlega.

Þvoið hendur áður en farið er að þreifa á júgrinu. Þvoið júgrið ef það er skítugt. Þar sem þörf krefur,

skal þvo spenana vandlega með heitu vatni sem inniheldur þar til gerða sápu, og þurrka síðan

vandlega. Sótthreinsið spenaendann með t.d klút vættum í sótthreinsiefni. Hreinsið spenaendann þar til

óhreinindi hætta að sjást á klútnum. Ekki nota sama sótthreinsunarklútinn oftar en einu sinni. Ekki

snerta sótthreinsuðu spenaendana áður en lyfinu er dælt í spenann.

Inndæling:

Fjarlægið hvítu hlífðarhettuna með því að draga hana beint af dælunni. Setjið nálina

varlega upp í mjólkurgang spenans; gefið lyfið varlega í innrennsli. Þrýstið stöðugt á stimpil dælunnar

hægt og varlega þar til fullur skammtur hefur verið gefinn og nuddið júgrið varlega til þess að

sýklalyfið dreifist betur um spenann. Eftir innrennsli skal nota sótthreinsandi spenadýfu á alla spena.

Lyfið ætti einungis að nota að undangengnu næmisprófi fyrir markbakteríum.

10.

BIÐTÍMI FYRIR AFURÐANÝTINGU

Kjöt og innmatur: 23 sólarhringar.

Mjólk: 5 sólarhringar.

11.

GEYMSLUSKILYRÐI

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25

C. Geymið dælurnar í upprunalegum umbúðum.

Ekki skal nota dýralyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiða og öskju.

12.

SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ

Forðast skal snertingu við lausnina. Gerist slíkt skal þvo hendur og húðina með sápu og vatni og

fjarlægja menguð föt strax eftir notkun. Skolið augu tafarlaust upp úr vatni í 15 mínútur ef lyfið kemst

í snertingu við augu. Haldið augnlokunum opnum til að tryggja að vatn komist alveg að augunum.

Víxl-ónæmi gæti myndast á milli pirlimycins og annarra línkósamíða eða makrólíða.

13.

SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VEGNA FÖRGUNAR ÓNOTAÐRA LYFJA EÐA

ÚRGANGS, EF VIÐ Á

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi.

Leitið ráða hjá dýralækni eða í apóteki, hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota.

Markmiðið er að vernda umhverfið.

14.

DAGSETNING SÍÐUSTU SAMÞYKKTAR FYLGISEÐILSINS

Ítarlegar upplýsingar um dýralyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

(http://www.ema.europa.eu/

15.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.