Natriumklorid Fresenius Kabi

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Natriumklorid Fresenius Kabi Leysir fyrir stungulyf 9 mg/ml
 • Skammtar:
 • 9 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Leysir fyrir stungulyf
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Natriumklorid Fresenius Kabi Leysir fyrir stungulyf 9 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • b61b2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Natriumklorid Fresenius Kabi 9 mg/ml leysir fyrir stungulyf

Natríumklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Natriumklorid Fresenius Kabi og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Natriumklorid Fresenius Kabi

Hvernig nota á Natriumklorid Fresenius Kabi

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Natriumklorid Fresenius Kabi

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um

Natriumklorid Fresenius Kabi og við hverju það er notað

Natriumklorid Fresenius Kabi er tær saltvatnslausn, sem er notuð til að leysa upp eða þynna lyf áður

en lyfið er gefið með inndælingu.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðili. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Natriumklorid Fresenius Kabi

Ekki má nota Natriumklorid Fresenius Kabi:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp

í kafla 6).

Hugsanleg áhætta fer eftir því hvaða lyfi er blandað í Natriumklorid Fresenius Kabi.

Vinsamlega lesið fylgiseðilinn fyrir lyfið sem leysa á upp eða þynna. Leitið ráða hjá lækninum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Natriumklorid Fresenius Kabi er notað.

Við lyfjagjöf undir húð má ekki bæta neinu lyfi við. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun

fylgjast með þessu.

Almennar varúðarreglur

Vinsamlega lesið fylgiseðilinn fyrir lyfið sem leysa á upp eða þynna varðandi frekari upplýsingar um

varnaðarorð og varúðarreglur.

Börn

Nýburar geta haft óþroskuð nýru og því haft há gildi natríums í blóði. Læknirinn eða

hjúkrunarfræðingurinn mun því kanna natríumgildin í blóðinu áður en natríumklóríð er gefið.

Notkun annarra lyfja samhliða Natriumklorid Fresenius Kabi

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Áður en öðru lyfi er bætt í verður að kanna samrýmaleikann milli lyfsins og natríumklóríðs. Forðast

skal að blanda lyfi sem inniheldur alkóhól í natríumklóríðlausnir. Læknirinn eða

hjúkrunarfræðingurinn mun sjá um þetta.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Natríumklóríð má nota á meðgöngu og hjá konum með barn á brjósti svo framarlega sem

leiðbeiningum í þessum fylgiseðli sé fylgt.

Akstur og notkun véla

Natriumklorid Fresenius Kabi hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hugsanleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla fer eftir því hvaða lyfi er blandað með

Natriumklorid Fresenius Kabi. Leitaðu ráða hjá lækninum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Natriumklorid Fresenius Kabi

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Natriumklorid Fresenius Kabi. Þú munt fá það sem

inndælingu. Læknirinn mun ákveða hvaða skammt þú eða barnið á að fá og hvenær og hvernig lyfið er

gefið. Þetta mun fara eftir því hvaða lyfi er blandað við natríumklóríð.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Natriumklorid Fresenius Kabi er gefið af lækni eða hjúkrunarfræðingi og því er ólíklegt að þú fáir of

stóran skammt.

Ef þú færð fyrir slysni of stóran skammt mun meðferðin verða stöðvuð tafarlaust og þú munt fá

meðferð eftir einkennum sem geta t.d. verið höfuðverkur, ógleði, svimi, uppköst og niðurgangur.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hugsanleg áhætta fer eftir því hvaða lyfi er blandað með Natriumklorid Fresenius Kabi. Vinsamlega

lesið fylgiseðilinn fyrir lyfið sem leysa á upp eða þynna.

Natriumklorid Fresenius Kabi getur valdið bláæðabólga á stungustað (bláæðabólga með segamyndun).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Natriumklorid Fresenius Kabi

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður.

Geymsluaðstæður lyfsins eftir opnun eru í kaflanum sem ætlaður er heilbrigðisstarfsfólki.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki skal nota lyfið ef sýnilegar agnir eru í því eða ef umbúðirnar eru skemmdar.

Þegar þessu lyfi er blandað við önnur lyf skal viðhafa smitgát og blanda skal lausnina vandlega.

Upplýsingar um meðhöndlun hettuglasa/lykja eru í kaflanum hér á eftir sem ætlaður er

heilbrigðisstarfsfólki.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Natriumklorid Fresenius Kabi inniheldur

Virka innihaldsefnið er natríumklóríð.

Annað innihaldsefni er vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Natriumklorid Fresenius Kabi og pakkningastærðir

Natriumklorid Fresenius Kabi 9 mg/ml leysir fyrir stungulyf er jafnþrýstin, sæfð og án sótthitavalda,

tær og litlaus lausn án sýnilegra agna.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Fresenius Kabi AB

Rapsgatan 7

751 74 Uppsölum

Svíþjóð

Framleiðandi

Fresenius Kabi Norge AS, Halden, Noregur eða

Fresenius Kabi España S.A., Vilassar de Dalt, Spánn

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Samrýmanleiki

Áður en lyfi er bætt í þarf að kanna samrýmanleika Natriumklorid Freseniur Kabi og lyfsins sem bæta

skal í. Natríumklóríði má ekki blanda við lyf sem þurfa hátt eða lágt sýrustig fyrir stöðugleika eða

leysanleika.

Blöndun með alkóhóli getur aukið leysni natríumklóríðs og skal því forðast.

Skammtar

Skammtar og hraði lyfjagjafar fer eftir því hvaða öðru lyfi er bætt í.

Lyfjagjöf

Til inndælingar.

Meðhöndlun og förgun

Lykjurnar eru einnota. Hugsanlegum leifum í opnaðri lykju skal farga og má ekki geyma til síðari

notkunar. Eftir opnun lykjunnar er hægt að komast í „luer-lock“ innstungu sem gerir mögulegt að

tengja sprautu án nálar beint við lykjuna. Með þessari hönnun verður til lokað kerfi, sem hvorki lekur

né hleypir lofti í gegn.

Hettuglasið er margskammta pakkning og lausnina verður að nota innan 24 klst eftir að pakkningin er

rofin. Hettuglasið er með elastomer en bygging þess gefur lokað kerfi, sem gerir mögulegt að draga

upp nokkrum sinnum með sprautu eða nál það rúmmál sem óskað er eftir.

Til að losa eina lykju frá, snúið henni á móti hinum lykjunum án þess að snerta háls lykjunnar

(mynd 1). Hvolfið lykjunni einu sinni eins og sýnt er til að fjarlægja vökva sem hugsanlega er í lokinu

(mynd 2). Til að opna lykjuna, snúið lykjuendanum og hinum hluta lykjunnar sitt í hvora áttina þar til

hálsinn brotnar (mynd 3). Tengið lykjuna við luer- eða luerlocksprautu (mynd 4).

>

Viðhafa skal smitgát við íböndun lyfja og blanda skal lausnina vandlega.

Út frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið strax eftir að umbúðir hafa verið rofnar. Ef lyfið er

ekki notað strax er geymslutími og aðstæður áður en lausnin er notuð á ábyrgð notanda og ætti ekki að

vera lengri en 24 klst. við 2 til 8°C, nema að blöndun/þynning hafi farið fram með smitgát við gildaðar

aðstæður. Lesið samantekt á eiginleikum lyfs fyrir lyfið sem leysa á upp eða þynna varðandi

upplýsingar um hvernig geyma skal og meðhöndla tilbúna lausn.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.