Natriumklorid B. Braun (Natriumklorid Braun) Innrennslislyf, lausn 9 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-12-2017

Virkt innihaldsefni:

Natrii chloridum

Fáanlegur frá:

B.Braun Melsungen AG*

ATC númer:

B05BB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Elektrólýtar

Skammtar:

9 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

547094 Glas Glerflaska (Pólýetýlenílát (Ecoflac plus) lagskiptur innrennslispoki (Ecobag) með utanyfirpoka og glerflaska ; 583916 Poki Ecoflac plus pólýetýlen ílát (Ecoflac plus) lagskiptur innrennslispoki (Ecobag) með utanyfirpoka og glerflaska

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-12-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NATRIUMKLORID B. BRAUN 9 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
natríumklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum um lyfið.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita ef vart verður
aukaverkana sem ekki er minnst á í
þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast
alvarlegar.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Natriumklorid B. Braun og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Natriumklorid B. Braun
3.
Hvernig nota á Natriumklorid B. Braun
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Natriumklorid B. Braun
6.
Aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NATRIUMKLORID B. BRAUN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Natriumklorid B. Braun er lausn sem ætluð er til innrennslis beint
í blóðið. Það er dauðhreinsuð,
jafnþrýstin lausn sem inniheldur salt (natríumklóríð) og vatn.
Lausnin inniheldur jónirnar natríum og
klóríð, sem eru mikilvægar fyrir vökvajafnvægi líkamans.
Lausnin er aðeins gefin af heilbrigðisstarfsfólki.
•
Natriumklorid B. Braun er notað til að leiðrétta vökva- og
saltajafnvægi við tap á söltum og
vatni (ofþornun). Slíkt tap getur orðið af mismunandi ástæðum,
t.d. við tíð og/eða mikil uppköst
eða niðurgang, þegar mjög heitt er í veðri, við verulega
svitamyndun, bruna eða vökvafyllt sár,
nýrnasjúkdóma, eða vegna fistils eða slímhimnu umhverfis innri
líffæri.
•
Natriumklorid B. Braun má nota í stuttan tíma til að bæta upp
blóðtap.
•
Læknirinn getur hafa ákveðið að Natriumklorid B. Braun skuli
notað til a
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Natriumklorid B. Braun 9 mg/ml innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1.000 ml af innrennslislyfi innihalda:
Natríumklóríð
9 g
_Saltainnihald_
:
Na
+
154 mmól/l
Cl
-
154 mmól/l
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn
Tær, litlaus, sæfð vatnslausn.
Osmósuþéttni:
u.þ.b. 300 mosm/l
pH:
4,5-7,0
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Saltalausn til notkunar í bláæð við vökvaskorti.
Skammvinn vökvagjöf í æð. Til upplausnar og þynningar á
innrennslisstofni og innrennslisþykkni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun er einstaklingsbundin og skal miðuð við aldur
sjúklingsins, líkamsþyngd og klínískt ástand.
Dagleg vökvaþörf hjá heilbrigðum, fullorðnum einstaklingi er
u.þ.b. 1.500-2.500 ml.
_Hámarksdagsskammtur_
:
40 ml/kg líkamsþyngdar, sem svarar til 6 mmóla af natríum á hvert
kg líkamsþyngdar.
_Innrennslishraði_
:
Ræðst af aldri, líkamsþyngd og klínísku ástandi sjúklingsins,
en er yfirleitt allt að 5 ml/kg
líkamsþyngdar á klukkustund, sem svarar til 1,7 dropa/kg
líkamsþyngdar á mínútu.
Við meðhöndlun á losti getur innrennslishraði þurft að vera
meiri.
_Íkomuleið_
:
Til notkunar sem innrennsli í bláæð. Ef lausnin er gefin með
innrennsli undir þrýstingi (t.d. með
notkun þrýstingsmansettu), þarf að fjarlægja allt loft úr
ílátinu og innrennslisbúnaðinum fyrir
innrennslið.
4.3
FRÁBENDINGAR

Blóðnatríumhækkun

Blóðklóríðhækkun

Ofvötnun
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Við upphaf innrennslis í bláæð er nákvæmt klínískt eftirlit
nauðsynlegt.
Innrennsli með Natriumklorid B. Braun skal framkvæma undir reglulegu
og nákvæmu eftirliti.
Klínískt eftirlit skal fela í sér að fylgjast með söltum í
sermi, vökvajafnvægi og sýru-basa jafnvægi.
Nýburar, þ.m.t. fyrirburar geta haldið eftir yfirmagni af natríum
og verið með háa natríumþéttni vegna
óþroskaðrar nýrn
                                
                                Lestu allt skjalið