Natriumklorid Baxter Viaflo 9 mg/ml Innrennslislyf, lausn 9 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
06-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Sodium chloride

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB*

ATC númer:

B05BB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Elektrólýtar

Skammtar:

9 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

540503 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 085584 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 192699 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 085488 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 429098 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 580960 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442). ; 467459 Poki Viaflo pokarnir eru gerðir úr samsettu pólýfin/pólýamíð plasti (PL 2442).

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2002-07-18

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NATRIUMKLORID BAXTER VIAFLO 9 MG/ML, INNRENNSLISLYF, LAUSN
Virkt efni: natríumklóríð
_ _
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Þetta lyf nefnist „Natriumklorid Baxter Viaflo 9 mg/ml,
innrennslislyf, lausn“ en verður hér eftir
kallað „Natriumklorid Baxter Viaflo“ í þessum fylgiseðli.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Natriumklorid Baxter Viaflo og við hverju það er
notað.
2.
Áður en byrjað er að nota Natriumklorid Baxter Viaflo
3.
Hvernig nota á Natriumklorid Baxter Viaflo
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Natriumklorid Baxter Viaflo
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NATRIUMKLORID BAXTER VIAFLO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Natriumklorid Baxter Viaflo er lausn natríumkóríðs í vatni.
Natríumklóríð er efni (oft kallað salt) sem
er að finna í líkamanum.
Natriumklorid Baxter Viaflo er notað til þess að koma í veg fyrir
og meðhöndla:
-
vökvaskort í líkamanum (vessaþurrð)
-
natríumskort í líkamanum.
Aðstæður sem geta valdið natríumklóríð- og vökvaskorti eru
-
þegar neysla matar eða drykkjar er ekki eðlileg vegna sjúkdóma
eða eftir skurðaðgerð
-
óeðlilega mikil svitamyndun við háan hita
-
umfangsmikið húðtap sem orðið getur við alvarlega brunaáverka.
Natriumklorid Baxter Viaflo má einnig nota til að gefa eða þynna
önnur innrennslislyf.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NATRIUMKLORID BAXTER VIAFLO
EKKI MÁ NOTA NATRIUMKLORID BAXTER VIAFLO EF EITTHVAÐ AF EFTIRFARANDI
ER TIL STAÐAR
-
of há klóríðgildi í blóði
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Natriumklorid Baxter Viaflo 9 mg/ml innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Natríumklóríð: 9,0 g/l.
Í hverjum millilítra eru 9 mg af natríumklóríði.
mmól/l: Na
+
: 154
Cl
-
: 154.
pH: 4,5 - 7
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær lausn, án sýnilegra agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Natriumklorid Baxter Viaflo 9 mg/ml innrennslislausn er ætluð til:
•
Meðferðar á jafnþrýstnum (isotonic) utanfrumuvökvaskorti.
•
Meðferðar á natríumskorti.
•
Notkunar sem burðarlausn eða þynningarlausn fyrir samrýmanleg lyf
til gjafar í æð.“
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir, eldra fólk og börn: _
Skammta má ákvarða í mEq eða mmól af natríum, þyngd natríums
eða þyngd natríumklóríðs
(1 g NaCl = 394 mg, 17,1 mEq eða 17,1 mmól af Na og Cl).
Fylgjast á með vökvajafnvægi, blóðsöltum í sermi og sýru-basa
jafnvægi fyrir og meðan á gjöf lyfsins
stendur, og veita natríum í sermi sérstaka athygli hjá sjúklingum
með aukna seytingu vasópressíns án
osmósu (heilkenni ónógrar ADH-seytingar (SIADH: syndrome of
inappropriate antidiuretic hormone
secretion) og hjá sjúklingum sem samhliða fá lyf sem örva
seytingu vasópressíns vegna hættu á
blóðnatríumlækkun sem fengin er inni á sjúkrahúsi (sjá kafla
4.4, 4.5 og 4.8). Eftirlit með natríum í
sermi er sérstaklega nauðsynlegt fyrir vanþrýstnar lausnir.
Þrýstni (tonicity) lausnar Natriumklorid Baxter Viaflo 9 mg/ml: 308
mOsm/l (u.þ.b.).
Innrennslishraði og magn fer eftir aldri, þyngd og klínísku
ástandi (t.d. vegna bruna, aðgerðar,
höfuðmeiðslis, sýkinga) og samhliðameðferð skal ákvörðuð í
samráði við lækni sem hefur reynslu í
meðferð með innrennslisvökvum (sjá kafla 4.4 og 4.8).
2
_Ráðlagðir skammtar _
Ráðlagður skammtur til meðferðar á ísótónískum
utanfrumuvökvaskorti og natríumskorti er:
•
fyrir fullorðna: 500 ml til 3 l
                                
                                Lestu allt skjalið