Ondansetron Fresenius Kabi Stungulyf, lausn 2 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
11-04-2022

Virkt innihaldsefni:

Ondansetronum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

A04AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ondansetronum

Skammtar:

2 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

060523 Lykja Lykjur úr gleri tegund I ; 060532 Lykja Lykjur úr gleri tegund I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2022-03-10

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
ONDANSETRON FRESENIUS KABI 2 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
ondansetron
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, hjúkrunarfræðingsins eða lyfjafræðings
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ondansetron Fresenius Kabi og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ondansetron Fresenius Kabi
3.
Hvernig nota á Ondansetron Fresenius Kabi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ondansetron Fresenius Kabi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ONDANSETRON FRESENIUS KABI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Ondansetron Fresenius Kabi er í flokki lyfja sem kallast
ógleðistillandi lyf og eru notuð við ógleði og
uppköstum. Sumar lyfjameðferðir við krabbameini eða
geislameðferð geta valdið ógleði eða
uppköstum. Eftir skurðaðgerð er einnig hægt að finna fyrir
ógleði eða uppköstum. Ondansetron
Fresenius Kabi getur stuðlað að því að komið sé í veg fyrir
þessi áhrif eða stöðvað þau.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ONDANSETRON FRESENIUS KABI
EKKI MÁ NOTA ONDANSETRON FRESENIUS KABI
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir ondansetroni eða öðrum sértækum
5HT
3
viðtakahemlum (t.d.
granisetron, dolastron) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef þú færð meðferð með apómorfíni (lyf við
Parkinsonssjúkdómi)
VARNAÐARORÐ OG VA
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ondansetron Fresenius Kabi 2 mg/ml stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur:
Ondansetron hýdróklóríðtvíhýdrat sem jafngildir 2 mg
ondansetron.
Hver lykja með 2 ml inniheldur 4 mg ondansetron.
Hver lykja með 4 ml inniheldur 8 mg ondansetron.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn
Tær og litlaus lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
_Fullorðnir _
Ondansetron Fresenius Kabi er ætlað til meðferðar við ógleði og
uppköstum af völdum
frumuskemmandi krabbameinslyfja eða geislameðferðar.
Ondansetron Fresenius Kabi er einnig ætlað sem fyrirbyggjandi
meðferð við ógleði og uppköstum eftir
skurðaðgerð.
_Börn _
Ondansetron Fresenius Kabi er ætlað til meðferðar við ógleði og
uppköstum af völdum
krabbameinslyfjameðferðar hjá börnum 6 mánaða og eldri, og sem
fyrirbyggjandi og til meðferðar við
ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir hjá börnum 1 mánaða
og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til inndælingar í bláæð eða innrennslis í bláæð eftir
þynningu.
Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.
Ógleði og uppköst af völdum krabbameinslyfja- og geislameðferðar
_Fullorðnir _
Uppsöluvaldandi áhrif krabbameinsmeðferðar eru breytileg og fara
eftir skömmtum og samsetningu
krabbameinslyfja- og geislameðferðar. Íkomuleið og skammtur
Ondansetron Fresenius Kabi á að vera
sveigjanlegt á skammtabilinu 8-32 mg á dag og valið eins og sýnt
er hér á eftir.
Uppsöluvaldandi krabbameinslyfja- og geislameðferð
Sjúklingar sem fá uppsöluvaldandi krabbameinslyfja- eða
geislameðferð geta fengið ondansetron í
bláæð eða til inntöku.
Ráðlagður skammtur af ondansetroni í bláæð er 8 mg sem gefinn
er með hægri inndælingu á a.m.k.
30 sekúndum rétt fyrir meðferð.
2
Gjöf til inntöku eða í endaþarm er ráðlögð til varnar
seinkuðum eða langvarandi uppköstum eftir
fyrstu 24 kluk
                                
                                Lestu allt skjalið