Natriumklorid Fresenius Kabi Innrennslislyf, lausn 9 g/1000 ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Natrii chloridum

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

B05BB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Elektrólýtar

Skammtar:

9 g/1000 ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

565046 Poki Kabipac (pólýetýlen innrennslisílát, flöskulaga („bottlepack“)) ; 438353 Poki Kabipac (pólýetýlen innrennslisílát, flöskulaga („bottlepack“)) ; 048028 Poki Freeflex ; 537465 Poki Freeflex ; 141388 Poki Freeflex

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1993-10-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NATRIUMKLORID FRESENIUS KABI 9 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
natríumklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Natriumklorid Fresenius Kabi og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Natriumklorid Fresenius Kabi
3.
Hvernig nota á Natriumklorid Fresenius Kabi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Natriumklorid Fresenius Kabi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM
NATRIUMKLORID FRESENIUS KABI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Natriumklorid Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn er tær
saltvatnslausn til notkunar í bláæð (hæg
inndæling) sem gefin er sem dreypi í bláæð. Hún er notuð þegar
sjúklingur hefur tapað miklum vökva
úr líkamanum (vessaþurrð) eða skortir natríum. Einnig má nota
hana til að leysa upp eða þynna lyf
áður en þau eru gefin í innrennsli í bláæð.
Læknirinn gæti hafa ávísað lyfinu til annarrar notkunar en greint
er frá í þessum fylgiseðli. Ávallt skal
fylgja fyrirmælum læknisins.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NATRIUMKLORID FRESENIUS KABI
EKKI MÁ NOTA NATRIUMKLORID FRESENIUS KABI:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumklóríði eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
Eða ef eitt eða fleira af eftirfarandi á við um þig
-
hækkað natríum í blóði
-
hækkað klóríð í blóði
-
of mikill vökvi í líkamanum
-
verulega skert starfsemi hjarta
-
verulega skert starfsemi nýrna.
Læknirinn mun kanna hvort eitthvað af þessu á við um þig.
VARN
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINILEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Natriumklorid “Fresenius Kabi“ 9 mg/ml
2.
INNIHALDSLÝSING
Natríumklóríð 9 g/l.
Elektrólýtar:
Na
+
154 mmól/l
Cl
-
154 mmól/l
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Elektrólýtalausn til vökvagjafar í bláæð. Til að leysa upp og
þynna innrennslisstofn, -lyf og -þykkni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Vökvaþörf er háð aldri, líkamsþyngd og klínísku ástandi
sjúklingsins. Læknirinn ákveður skammt og
innrennslishraða.
_Börn _
Fyrirburar:
Allt að 180 ml/kg/sólarhring
Nýburar:
40-60 ml/kg/sólarhring + tap með þvagi
0-10 kg:
100 ml/kg/sólarhring
10-20 kg:
100 ml/kg/sólarhring upp að fyrstu 10 kg líkamsþyngdar og
50 ml/kg/sólarhring fyrir næstu 10 kg líkamsþyngdar (hámark
1.500 ml/sólarhring)
>20 kg:
100 ml/kg/sólarhring upp að fyrstu 10 kg líkamsþyngdar og
50 ml/kg/sólarhring fyrir næstu 10 kg líkamsþyngdar og 20
ml/kg/sólarhring
fyrir hvert kg eftir það.
_Fullorðnir _
Skammtur er yfirleitt 500-2.000 ml/sólarhring.
_Aldraðir: _
Sami skammtur á við og fyrir fullorðna en gæta skal varúðar hjá
sjúklingum með sjúkdóma eins og
skerðingu á starfsemi hjarta eða nýrna sem tengist oft hækkandi
aldri.
Lyfjagjöf
Til notkunar í bláæð. Innrennslishraðinn má ekki fara yfir 500
ml/klst. Þó má auka innrennslishraðann
við hættuástand eins og sýklasóttarlost og hjá sjúklingum með
blóðmangsminnkun vegna blóðmissis
eða vessaþurrðar.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Blóðnatríumhækkun
•
Blóðklóríðhækkun
•
Ofvötnun
•
Veruleg hjartabilun
•
Verulega skert starfsemi nýrna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Hafa þarf sérstakt klínískt eftirlit í upphafi hvers innrennslis
í bláæð. Við klínískt eftirlit á að fylgjast
með elektrólýtum í sermi, vökvajafnvægi og sýru-basa jafnvægi.
Hjá nýburum, að meðtöldum fyrirburum, geta natríumgildi orðið
o
                                
                                Lestu allt skjalið