Lederspan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Lederspan Stungulyf, dreifa 20 mg/ml
 • Skammtar:
 • 20 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Lederspan Stungulyf, dreifa 20 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 48662759-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lederspan 20 mg/ml stungulyf, dreifa

tríamcínólónhexasetóníð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Lederspan og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Lederspan

Hvernig nota á Lederspan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Lederspan

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Lederspan og við hverju það er notað

Lederspan inniheldur virka efnið tríamcínólónasetóníð, sem er tilbúið nýmahettubarkarhormón

(sykursteri) sem bælir ónæmisviðbrögð.

Lederspan er gefið í liði eða í kringum liði sem meðferð við iktsýki (rheumatoid arthritis), liðbólgu

(liðagigt) og bólgum í olnbolga.

2.

Áður en byrjað er að nota Lederspan

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Ekki má nota Lederspan:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir tríamcínólóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

við vissum sýkingum (t.d. berklum eða lekanda).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Lederspan er notað.

Lederspan má ekki gefa ef sýking er til staðar, nema ef meðferð er gefin við sýkingunni samtímis.

Í stórum skömmtum getur Lederspan haft áhrif á verkun ákveðinna bóluefna.

Truflun á tíðablæðingum, t.d. blæðingar frá leggöngum hjá konum eftir tíðahvörf, geta komið fram í

tengslum við notkun Lederspan.

Hafðu samband við lækni ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Börn og unglingar

Engar ráðleggingar fyrir börn og unglinga eru fyrirliggjandi.

Notkun annarra lyfja samhliða Lederspan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Lederspan getur haft áhrif á og orðið fyrir áhrifum ákveðinna lyfja:

rífampisín (lyf við berklum)

ákveðnar gerðir bóluefna.

Sum lyf geta aukið verkun Lederspan og læknirinn getur viljað fylgjast vel með þér ef þú tekur þessi

lyf (t.d. ákveðin lyf við HIV: ritonavir, cobicistat).

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Lederspan á einungis að nota á meðgöngu ef ávinningur móðurinnar er greinilega meiri en áhættan

fyrir fóstrið.

Lederspan skilst út í brjóstamjólk en ósennilegt er að það skapi hættu fyrir barnið.

Akstur og notkun véla

Lederspan getur valdið sundli sem getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Lederspan inniheldur bensýlalkóhól

Lederspan inniheldur bensýlalkóhól sem rotvarnarefni. Bensýlalkóhól getur valdið eiturverkunum eða

alvarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá börnum allt að 3 ára gömlum. Má ekki gefa ungbörnum.

3.

Hvernig nota á Lederspan

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun gefa þér þetta lyf með inndælingu. Læknirinn ákveður

hæfilegan skammt og hvernig og hvenær stungulyfið er gefið.

Hægt er að koma í veg fyrir eða minnka verki við meðferðina með því að halda kyrru fyrir í allt að

12 klst. eftir inndælingu.

Leitið til læknisins, hjúkrunarfræðingsins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu að nota lyfið og hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð einhver af eftirtöldum

einkennum (ofnæmisbjúgur):

Þroti í andliti, tungu eða koki; kyngingarerfiðleikar; ofsakláði og öndunarerfiðleikar.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Þroti, verkir og hitatilfinning í liðnum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Ofnæmisviðbrögð, ofurnæmisviðbrögð með berkjukrömpum (samdráttur í berkjuvöðvum).

Bæling á starfsemi nýrnahettubarkar, einkenni sem líkjast Cushings-heilkenni, breytt próteinjafnvægi.

Getur dregið úr vexti barna, dulin sykursýki getur orðið virk, minnkuð sjúkdómsmótstaða og dulið

smit, t.d af berklum, getur orðið virkt.

Roði í andliti, áhrif á húð og vefi á stungustað.

Óstöðugleiki í lið eftir endurteknar sprautanir í liðinn. Sundl.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Bjúgur (vökvasöfnun í vefjum), segamyndun (blóðtappi), hár blóðþrýstingur. Magasár.

Breytingar á húð og húðlit, húðbólga, ofsakláði.

Breytingar á hormóna-, kalíum-, natríum- og kalsíumjafnvægi líkamans.

Beinþynning (brothætt bein), vöðvarýrnun, beindrep, vöðvarof.

Höfuðverkur. Gláka eða drer. Sár gróa seint.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Truflun á tíðablæðingum, tíðateppa og blæðingar hjá konum eftir tíðahvörf. Þokusýn.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Lederspan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Má ekki frjósa.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga

lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lederspan inniheldur

Virka innihaldsefnið er tríamcínólónhexasetóníð.

Önnur innihaldsefni eru pólysorbat 80, 450 mg sorbitól, 9 mg bensýlalkóhól og vatn fyrir

stungulyf.

Lýsing á útliti Lederspan og pakkningastærðir

Glært gler, hettuglas fyrir stungulyf með gráum gúmmítappa með álinnsigli.

1x1 ml, 12x1 ml.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Meda AB

Box 906

170 09 Solna

Svíþjóð

Umboð á Íslandi

Icepharma hf.

Lynghálsi 13

110 Reykjavík

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru eingöngu ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Lyfjagjöf

Lederspan er ætlað til staðbundinnar notkunar (inndæling í liði eða í kringum liði). Lederspan

má ekki

gefa í bláæð.

Viðhafa skal smitgát þegar lyfið er undirbúið. Stungulyfið (dreifa) skal hrista vel fyrir notkun.

Gefa skal Lederspan í liði eða í kringum liði. Viðhafa skal sömu smitgát og við mænuholsástungu.

Eftirmeðferð

Hægt er að fyrirbyggja eða milda verk í meðhöndluðum lið með því að ráðleggja sjúklingi að halda

kyrru fyrir í allt að 12 klst. eftir inndælingu.

Skammtar

Inndæling í lið

Mjög mikilvægt er að sprautað sé í liðpokann

Fyrir hvern lið skal stungustaðurinn vera sá staður þar

sem liðpokinn liggur grunnt og fjarri stórum æðum eða taugum.

Skammtur er ákveðinn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig á bilinu 2-20 mg og fer eftir stærð liðar og

magni liðvökva.

Lederspan er aðallega ætlað fyrir stóra og meðalstóra liði. Í stóra liði (svo sem mjöðm, hné, axlir) þarf

vanalega 10-20 mg (0,5-1 ml), gefið í lið og í meðalstóra liði (svo sem olnboga, úlnlið) er vanalegur

skammtur u.þ.b. 5-10 mg (0,25-0,5 ml). Þegar mikill liðvökvi er til staðar gæti verið æskilegt að tæma

liðinn fyrir lyfjagjöf. Þörf fyrir frekari inndælingu er metin eftir meðferðarárangri. Tímabilið á milli

skammta skal vera eins langt og mögulegt er og ekki vera styttra en 4 vikur. Ekki skal gefa lyfið í fleiri

en tvo liði í hvert skipti. Forðast skal að lyfið safnist fyrir á stungustað þar sem það getur valdið

rýrnum (atrophy).

Inndæling í kringum lið

Belgbólga:

Vanalega 10-20 mg (0,5-1 ml) og ræðst af stærð belgsins og alvarleika sjúkdómsins. Í

flestum tilvikum þarf ekki að endurtaka meðferðina.

Sinabólga

sinaslíðursbólga, gnípubólga (epicondylitis):

Vanalega 10-20 mg (0,5-1 ml). Þörf fyrir

frekari meðferð er metin eftir meðferðarárangri.

Ósamrýmanleiki

Lederspan má þegar þörf er á blanda við Xylocain 10 mg/ml stungulyf, án rotvarnarefna, eða svipuð

staðdeyfilyf. Forðast skal lausnir sem innihalda metýlparaben, própýlparaben, fenól og því um líkt, þar

sem þessi efni geta leitt til kekkjunar á steranum. Fyrst skal draga Lederspan upp í sprautuna og síðan

bæta deyfilyfinu við, til að hindra að Lederspan mengist. Sprautan er hrist varlega og blandan síðan

notuð strax.

Sýrustig (pH) stungulyfsins er 4,0-8,0.