Lederspan Stungulyf, dreifa 20 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
01-11-2021

Virkt innihaldsefni:

Triamcinolonum hexacetóníð

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

H02AB08

INN (Alþjóðlegt nafn):

Triamcinolonum

Skammtar:

20 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

551572 Hettuglas ; 594325 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2003-09-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LEDERSPAN 20 MG/ML STUNGULYF, DREIFA
tríamcínólónhexasetóníð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Lederspan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Lederspan
3.
Hvernig nota á Lederspan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Lederspan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LEDERSPAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Lederspan inniheldur virka efnið tríamcínólónasetóníð, sem er
tilbúið nýrnahettubarkarhormón
(sykursteri) sem bælir ónæmisviðbrögð.
Lederspan er gefið í liði eða í kringum liði sem meðferð við
iktsýki (rheumatoid arthritis), liðbólgu
(liðagigt) og bólgum í olnbolga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LEDERSPAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA LEDERSPAN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir tríamcínólóni eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
við vissum sýkingum (t.d. berklum eða lekanda).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Lederspan er notað:
-
Ef sýking er til staðar. Ekki má gefa Lederspan nema ef meðferð
er gefin við sýkingunni
samtímis.
-
Ef þú hefur nýlega fengið bólusetningu. Í stórum skömmtum
getur Lederspan haft áhr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Lederspan 20 mg/ml stungulyf, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvít eða beinhvít dreifa.
_1 ml inniheldur: _
Tríamcínólónhexasetóníð 20 mg/ml.
Hjálparefni með þekkta verkun
Benzýlalkóhól 9 mg/ml, sorbitól 450 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til innspýtingar í liði eða kringum liði við iktsýki (arthritis
rheumatica), slitgigt, liðgrenndarbólgu
(periartrit) og gnípubólgu (epicondylitis).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Lederspan er ætlað til staðbundinnar notkunar (með inndælingu í
liði eða kringum liði).
_Lyfið má ekki _
_gefa í bláæð_
. Forðast á að gefa lyfið í sin.
_Inndæling í lið _
Mikilvægt er að sprautað sé í liðpokann. Fyrir hvern lið skal
stungustaðurinn vera sá staður þar sem
liðpokinn liggur grunnt og fjarri stórum æðum og taugum.
Skammtur er ákveðinn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig á bilinu
2-20 mg og fer eftir stærð liðar og
magni liðvökva.
Lederspan er aðallega ætlað fyrir stóra og meðalstóra liði. Í
stóra liði (svo sem mjöðm, hné, öxl) þarf
vanalega 10-20 mg (0,5-1 ml), gefið í lið og í meðalstóra liði
(svo sem olnboga eða úlnlið) er
vanalegur skammtur u.þ.b. 5-10 mg (0,25-0,5 ml). Þegar mikill
liðvökvi er til staðar gæti verið
æskilegt að tæma liðinn fyrir lyfjagjöf. Þörf fyrir frekari
inndælingu er metin eftir meðferðarárangri.
Tímabilið á milli skammta skal vera eins langt og mögulegt er og
ekki vera styttra en 4 vikur. Ekki
skal gefa lyfið í fleiri en tvo liði í hvert skipti. Forðast skal
að lyfið safnist fyrir á stungustað þar sem
það getur valdið rýrnum (atrophy).
Hægt er að fyrirbyggja sársauka í liðnum sem sprautað var í
með því að hvetja sjúklinginn til að halda
kyrru fyrir í allt að 12 klst. eftir inndælinguna.
_Inndæling í kringum lið _
_Belgbólga_
: Vanalega 10-20 mg (0,5-1 ml) og ræðst af stærð
                                
                                Lestu allt skjalið