Glimeryl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Glimeryl Tafla 3 mg
 • Skammtar:
 • 3 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Glimeryl Tafla 3 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 60162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Glimeryl 1 mg, 2 mg, 3 mg og 4 mg töflur

Glímepíríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Glimeryl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Glimeryl

Hvernig nota á Glimeryl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Glimeryl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Glimeryl og við hverju það er notað

Glimeryl er lyf til inntöku sem stuðlar að lækkun blóðsykurs. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast

súlfónýlúrealyf.

Glimeryl verkar með því að auka losun insúlíns í brisi. Insúlínið lækkar síðan blóðsykurinn.

Glimeryl er notað við:

Glimeryl töflur eru notaðar gegn ákveðinni tegund sykursýki (sykursýki af tegund 2) þegar mataræði,

líkamsþjálfun og megrun hafa ekki borið tilskilinn árangur við stjórn blóðsykurs.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Glimeryl

Ekki má taka Glimeryl ef:

um er að ræða ofnæmi fyrir glímepíríði, öðrum súlfónýlúrealyfjum (blóðsykurslækkandi lyfjum

svo sem glíbenclamíði) eða súlfónamíðum (lyfjum gegn bakteríusýkingum svo sem

súlfametoxazóli) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (sjá kafla 6).

þú ert með insúlínháða sykursýki (sykursýki af tegund 1)

þú ert með ketónblóðsýringu í tengslum við sykursýki (fylgikvilli sykursýki þegar magn sýru

eykst í líkamanum og þú gætir fundið fyrir einhverjum eftirtalinna einkenna: þreytu, ógleði,

tíðum þvaglátum og stífni í vöðvum)

þú ert með alvarlegan nýrna- eða lifrarsjúkdóm

syfja eða meðvitundarleysi verður vegna verulegrar hækkunar blóðsykurs (sykursýkisdá)

Ekki taka lyfið ef eitthvað af ofangreindu á við um þig. Ef þú ert ekki viss, leitaðu til læknis eða

lyfjafræðings áður en þú tekur Glimeryl.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Glimeryl er notað ef:

þú ert að ná þér eftir slys, skurðaðgerð, sýkingu með sótthita eða eftir annars konar álag, skaltu

ræða við lækninn þar sem hugsanlega getur þurft að breyta meðferðinni tímabundið

þú ert með verulega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi

Ef þú ert ekki viss um hvort eitthvað af þessu á við um þig, skaltu ræða við lækninn eða lyfjafræðing

áður en þú tekur Glimeryl.

Blóðrauðagildi getur lækkað eða blóðlýsublóðleysi (blóðleysi vegna sundrunar rauðra blóðkorna)

getur komið fram hjá sjúklingum, sem skortir ensímið glúkósa-6-fosfatdehýdrógenasa.

Börn og unglingar

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun Glimeryl hjá sjúklingum yngri en 18 ára.

Þess vegna er ekki mælt með notkun lyfsins hjá þessum sjúklingum.

Mikilvægar upplýsingar um blóðsykursfall (lágan blóðsykur)

Blóðsykursfall (lágur blóðsykur) getur komið fram þegar Glimeryl er tekið. Hér fyrir neðan má sjá

viðbótarupplýsingar um blóðsykursfall, einkenni þess og meðferð.

Eftirfarandi þættir geta aukið áhættuna á að fá blóðsykursfall:

vannæring, óreglulega máltíðir, máltíðum sleppt eða þeim frestað, eða við föstu

breytingar á mataræði

óþarflega stórir skammtar af Glimeryl eru teknir inn

skert nýrnastarfsemi

lifrarstarfsemi er verulega skert

hormónatengdir sjúkdómar (sjúkdómar í skjaldkirtli, í heiladingli eða nýrnahettuberki)

neysla áfengis (einkum þegar máltíð er sleppt)

ákveðin önnur lyf eru tekin (sjá „Notkun annarra lyfja samhliða Glimeryl“ hér fyrir neðan)

líkamsþjálfun aukin og ekki borðað nóg eða ef fæðan inniheldur minna magn kolhýdrata en

venjulega

Einkenni blóðsykursfalls eru meðal annars:

Svengdartilfinning, höfuðverkur, ógleði, uppköst, þróttleysi, syfja, svefnvandamál, eirðarleysi,

árásargirni, skert einbeitingarhæfni, skert árvekni og minni viðbragðsflýtir, þunglyndi, rugl, tal- og

sjóntruflanir, þvoglumælgi, skjálfti, lömun að hluta til, skyntruflanir, sundl og úrræðaleysi.

Eftirfarandi einkenni geta einnig komið fram: aukin svitamyndun, þvöl húð, kvíði, hraður eða

óreglulegur hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, hjartsláttarónot, skyndilegur slæmur verkur fyrir brjósti

sem getur leitt yfir á nærliggjandi svæði (hjartaöng).

Ef blóðsykur heldur áfram að lækka gætir þú fundið fyrir verulegu rugli (óráði), fengið krampa, misst

sjálfsstjórn, öndun gæti orðið grunn og hjartsláttur hægari og þú gætir misst meðvitund.

Klínísk einkenni alvarlegrar blóðsykurslækkunar geta líkst heilaslagi.

Meðferð við blóðsykursfalli

Í flestum tilvikum hverfa einkenni blóðsykurslækkunar mjög hratt þegar þú færð þér sykur í einhverju

formi, t.d. sykurmola, sætan ávaxtasafa eða sætt te.

Þú ættir því ávallt að hafa sykur í einhverri mynd við höndina (t.d. sykurmola). Munið að gervisykur

virkar ekki. Hafið samband við lækninn eða farið á næsta sjúkrahús ef neysla sykurs hjálpar ekki, eða

ef einkenni koma fram aftur.

Rannsóknarniðurstöður

Blóðsykursgildi eða sykur í þvagi á að mæla reglulega. Læknirinn getur einnig tekið blóðsýni til að

fylgjast með blóðhag og lifrarstarfsemi.

Notkun annarra lyfja samhliða Glimeryl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Læknirinn gæti viljað breyta skammtinum þínum af Glimeryl ef þú tekur önnur lyf, sem geta dregið úr

eða aukið áhrif Glimeryl á þéttni blóðsykurs hjá þér.

Eftirtalin lyf geta aukið blóðsykurslækkandi áhrif Glimeryl. Þetta getur leitt til hættu á of lágum

blóðsykri:

Önnur sykursýkislyf (svo sem insúlín eða metformin).

Verkjalyf og bólgueyðandi lyf (fenýlbútazón, azóprópazón, oxýfenbútazón, aspirínskyld lyf)

Lyf við þvagfærasýkingu (svo sem langverkandi súlfónamíð)

Sýklalyf og sveppalyf (tetracýklín, klóramfenikól, flúkónazól, míkónazól, kínólónar,

klaritrómysín).

Segavarnarlyf (kúmarínafleiður svo sem warfarín).

Vefaukandi lyf (anabólískir sterar).

Karlhormón notuð við uppbótarmeðferð

Þunglyndislyf (flúoxetín, MAO-hemlar)

Blóðfitulækkandi lyf (fíbröt)

Blóðþrýstingslækkandi lyf (ACE-hemlar)

Lyf við hjartsláttartruflunum, sem notuð eru til að hafa stjórn á óreglulegum hjartslætti

(dísópýramíð)

Lyf við þvagsýrugigt (allópúrinól, próbenesíð, súlfinpýrazón)

Krabbameinslyf (cýklófosfamíð, ífosfamíð, trófosfamíð)

Megrunarlyf (fenflúramín)

Æðavíkkandi lyf sem gefin eru í stórum skömmtum með innrennsli (pentoxifyllín)

Ofnæmislyf, sem notuð er til meðferðar á nefstíflu, svo sem frjónæmi (trítókvalín)

Andadrenvirk lyf til meðferðar á háþrýstingi, hjartabilun eða blöðruhálskirtilseinkennum

Eftirtalin lyf geta dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Glimeryl. Það getur leitt til hættu á of háum

blóðsykri:

Kvenhormón (estrógen, prógestógen)

Þvagræsilyf notuð við háþrýstingi (tíazíð)

Skjaldkirtilshormón (svo sem levótýroxín)

Ofnæmis- og bólgueyðandi lyf (sykursterar)

Lyf sem notuð eru við alvarlegum geðsjúkdómum (klórprómazín og aðrar fenótíazín-afleiður)

Lyf notuð til að auka hjartslátt, notuð við astma eða nefstíflu, hósta og kvefi, megrunarlyf eða

lyf sem eru notuð við lífshættuleg bráðatilfelli (adrenalín og adrenvirk lyf)

Kólesteróllækkandi lyf (nikótínsýra)

Hægðalosandi lyf, þegar þau eru notuð í lengri tíma (laxerandi lyf)

Flogaveikilyf (fenýtoín)

Kvíðastillandi lyf og svefnlyf (barbitúröt)

Glákulyf (acetazólamíð)

Blóðþrýstingslækkandi lyf eða blóðsykurslækkandi lyf (díazoxíð)

Sýklalyf, berklalyf (rifampisín)

Blóðsykurshækkandi lyf (glúkagon)

Eftirtalin lyf geta aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Glimeryl:

Lyf sem notuð eru til meðferðar á magasárum (kölluð histamín-blokkar)

Lyf sem notuð eru til meðferðar á háum blóðþrýstingi eða hjartabilun svo sem beta-blokkar,

klónidín, guanetidín og reserpin. Þessi lyf geta einnig dulið einkenni um blóðsykursfall og því

er nauðsynlegt að gæta sérstakrar varúðar þegar þessi lyf eru notuð.

Glimeryl getur einnig aukið eða dregið úr áhrifum eftirtalinna lyfja:

Segavarnarlyfja (kúmarín-afleiða, svo sem warfarín).

Ef Glimeryl er tekið með mat, drykk eða áfengi:

Áfengi getur aukið eða minnkað blóðsykurslækkandi áhrif Glimeryl á ófyrirsjáanlegan hátt.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Glímepíríð má ekki nota á meðgöngu.

Glímepíríð getur borist yfir í brjóstamjólk. Glímepíríð má ekki taka samhliða brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Einbeitingar- og viðbragðshæfni þín getur verið skert ef blóðsykur þinn er lækkaður eða hækkaður,

eða ef þú færð sjóntruflanir vegna slíkra aðstæðna. Hafið í huga að þið gætuð sett ykkur sjálf, eða

aðra, í hættu (t.d. við akstur bifreiða eða stjórnun véla). Spyrjið lækninn hvort þið getið ekið bifreið ef

fram hafa komið tíð tilvik of mikillar blóðsykurslækkunar hjá þér

viðvörunareinkenni of lágs blóðsykurs eru fá eða engin

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Glimeryl inniheldur laktósa og litarefni

Þetta lyf inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður

en Glimeryl er tekið inn. Sum litarefnin í Glimeryl 2 mg töflum (tartrazín, E102 og Sunset yellow,

E110) geta valdið ofnæmisviðbrögðum.

3.

Hvernig nota á Glimeryl

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Taka lyfsins

Þetta lyf er til inntöku. Taktu lyfið rétt fyrir eða um leið og þú snæðir fyrstu máltíð dagsins

(yfirleitt með morgunmat). Ef þú snæðir ekki morgunmat skaltu taka lyfið á þeim tíma sem

læknirinn hefur mælt fyrir um. Mikilvægt er að sleppa ekki úr máltíð þegar þú tekur Glimeryl.

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með að minnsta kosti hálfu glasi af vatni.Töflurnar má hvorki

mylja né tyggja.

Skammtastærð

Læknirinn ákveður skammtastærð með hliðsjón af þörfum þínum, ástandi og niðurstöðum blóð- og

þvagrannsókna.Ekki má taka fleiri töflur en læknirinn hefur mælt fyrir um.

Venjulegur upphafsskammtur er 1 mg af glímepíríði einu sinni á dag.

Ef nauðsyn krefur er hugsanlegt að læknirinn auki skammtinn eftir 1–2 vikna meðferð

Ráðlagður hámarksskammtur er 6 mg af glímepíríði á dag.

Samsett meðferð með glímepíríði og metformíni eða glímepíríði og insúlíni er stundum notuð í

upphafi. Í slíkum tilvikum mun læknirinn ákveða viðeigandi skammta af glímepíríði,

metformíni eða insúlíni sérstaklega fyrir þig.

Verði breyting á líkamsþyngd þinni, lífstíl eða ef þú ert undir miklu álagi getur það krafist

breytinga á Glimeryl skammtinum; þú verður að upplýsa lækninn um það.

Ef þér finnst áhrifin af lyfinu of lítil eða of mikil skaltu ekki breyta skammtinum sjálf/-ur heldur

ráðfæra þig við lækninn.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef það kemur fyrir að þú tekur of mikið af glímepíríði eða viðbótarskammt er hætta á of lágum

blóðsykri (sjá einkenni of lágs blóðsykurs í „Varnaðarorð og varúðarreglur“ í kafla 2) og því skalt þú

strax fá þér nægan sykur (t.d. litla sykurmola, sætan ávaxtasafa, sætt te) og hafa strax samband við

lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Við meðhöndlun blóðsykursfalls hjá börnum, sem hafa tekið lyfið inn fyrir slysni, verður að hafa

nákvæmt eftirlit með sykurmagninu til að forðast hugsanlega blóðsykurshækkun, sem er hættuleg.

Ekki má gefa meðvitundarlausum einstaklingum mat eða drykk.

Þar sem blóðsykur getur haldist lágur í einhvern tíma er mjög mikilvægt að fylgst sé vel með

sjúklingnum þar til hætta er ekki lengur til staðar. Innlögn á sjúkrahús getur verið nauðsynleg, einnig

sem varúðarráðstöfun. Hafið lyfjapakkninguna meðferðis eða það sem eftir er af töflunum og sýnið

lækninum, svo læknirinn geti séð hvað hafi verið tekið inn.

Alvarleg tilvik blóðsykurslækkunar, sem meðvitundarleysi og dá fylgir eru bráðatilvik sem krefjast

tafarlausrar læknismeðferðar og innlagnar á sjúkrahús. Það getur verið gagnlegt að segja fjölskyldu og

vinum að hringja á lækni samstundis ef þetta kemur fyrir þig.

Ef gleymist að taka Glimeryl

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Glimeryl

Ef þú gerir hlé á eða hættir meðferðinni þarft þú að vera meðvituð/aður um að æskileg áhrif til

lækkunar á blóðsykri nást ekki eða sjúkdómurinn mun versna aftur. Ef breytinga er þörf er mjög

áríðandi að þú hafir fyrst samband við lækninn.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef eitthvað af neðangreindu kemur fyrir, hafðu þá strax samband við lækninn eða farðu á

nálægasta spítala, þar sem þú gætir þurft á bráðri læknishjálp að halda.

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Alvarleg blóðsykurslækkun þar á meðal meðvitundarleysi, krampar eða dá.

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Ofnæmisviðbrögð (þar með talið æðabólgur, oft með útbrotum) sem getur þróast í alvarlegt

ofnæmi með öndunarörðugleikum og blóðþrýstingsfalli sem getur stundum leitt til losts.

Óeðlileg lifrarstarfsemi, þar með talið gullitun húðar og augna (gula), truflun á gallseytingu

(gallteppa), lifrarbólga eða lifrarbilun.

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla út frá fyrirliggjandi gögnum)

Húðofnæmi eins og kláði, ofnæmisútbrot, ofsakláði og aukið næmi fyrir sólarljósi. Sum væg

ofnæmisviðbrögð geta versnað og orðið alvarleg með kyngingar- eða öndunarörðugleikum,

bólgnum vörum, koki eða tungu.

Aðrar mögulegar aukaverkanir:

Mjög sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Lægri blóðsykur en venjulega (sjá kafla 2 „Varnaðarorð og varúðarreglur“)

Fækkun blóðfrumna:

blóðflagna (eykur hættu á blæðingum og mari)

hvítra blóðkorna (eykur hættu á sýkingum)

rauðra blóðkorna (getur valdið fölva og máttleysi eða andþyngslum)

Yfirleitt ganga þessi einkenni til baka þegar töku Glimeryl hefur verið hætt.

Koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum)

Ógleði, uppköst, niðurgangur, tilfinning fyrir uppþembu og kviðverkir.

Minnkað natríummagn í blóði (kemur fram við blóðrannsókn).

Tíðni ekki þekkt

(ekki hægt að áætla út frá fyrirliggjandi gögnum)

Ofnæmisviðbrögð fyrir sulfónýlurealyfjum, súlfónamíðum eða skyldum lyfjum geta komið fyrir

Sjóntruflanir geta komið fram í upphafi meðferðar með Glimeryl. Þetta er vegna breytinga á

blóðsykursgildum og ætti að lagast fljótlega.

Hækkun lifrarensíma.

Alvarlegar óeðlilegar blæðingar eða mar undir húðinni.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar

um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Glimeryl

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C, í upprunalegum umbúðum.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Glimeryl inniheldur

Virka innihaldsefnið er glímepíríð. Hver tafla inniheldur 1 mg, 2 mg, 3 mg eða 4 mg af

glímepíríði.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, örkristallaður sellulósi, natríumsterkjuglýkólat,

póvídón og magnesíumsterat. 1 mg töflurnar (bleikar) innihalda einnig: rautt járnoxíð (E172),

2 mg töflurnar (grænar): gult járnoxíð (E172), tartrazín (E102), Brilliant blue FCF (E133),

Sunset Yellow FCF (E110), 3 mg töflurnar (gular): gult járnoxíð (E172) og 4 mg töflurnar

(bláar): indígókarmín (E132).

Lýsing á útliti Glimeryl og pakkningastærðir

Flatar, ílangar töflur. Merktar „G“ á annarri hliðinni, með deiliskoru á hinni.

Glimeryl 1 mg töflur eru bleikar á litinn og 8,0 x 4,1 mm að stærð.

Glimeryl 2 mg töflur eru grænar á litinn og 10,1 x 5,1 mm að stærð.

Glimeryl 3 mg töflur eru gular á litinn og 10,1 x 5,1 mm að stærð.

Glimeryl 4 mg töflur eru bláar á litinn og 10,1 x 5,1 mm að stærð.

Pakkningastærðir 1 mg, 2 mg, 3 mg og 4 mg taflna: 10, 15, 20, 30, 50, 60, 90 og 120 töflur.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC ehf.

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Actavis hf., Reykjavíkurvegur 78, 220 Hafnarfjörður, Ísland

Actavis Ltd., BLB016 Bulebel Industrial Estate, Zejtun ZTN 3000, Malta.

Balkanpharma – Dupnitsa AD, 3 Samokovsko Shosse Str., Dupnitsa 2600, Búlgaría.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í september 2017.