Fem-Mono Retard Forðatafla 60 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Isosorbidi mononitras INN

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

C01DA14

INN (Alþjóðlegt nafn):

Isosorbidi mononitras

Skammtar:

60 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

162808 Þynnupakkning Gegnsæ PVC/PVdC álþynnupakkning. V0041

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2001-12-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FEM-MONO RETARD 60 MG FORÐATÖFLUR
(ísósorbíðmónónítrat)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fem-Mono Retard og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fem-Mono Retard
3.
Hvernig nota á Fem-Mono Retard
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fem-Mono Retard
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FEM-MONO RETARD OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fem-Mono Retard inniheldur ísósorbíðmónónítrat sem tilheyrir
flokki lyfja sem kallast nítröt.
Þessi lyf valda slökun og víkkun æða í kringum hjartað, þannig
að meira blóð getur flætt til hjartans og
um líkamann. Lyfið er í formi forðatöflu sem losar lyfið hægt
út í líkamann.
Fem-Mono Retard má nota til að koma í veg fyrir hjartaöng
(vöðvakrampa í hjartanu).
Fem-Mono Retard er hins vegar
EKKI
ætlað til meðferðar við bráðri hjartaöng.
Ef þú færð bráða hjartaöng skal taka annað lyf sem á betur
við. Ekki hætta að taka Fem-Mono Retard
án samráðs við lækni eða lyfjafræðing.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FEM-MONO RETARD
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA FEM-MONO RETARD:

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fem-Mono Retard 60 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver forðatafla inniheldur 60 mg af ísósorbíðmónónítrati.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 0,8 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla (tafla).
Ljósgular, sporöskjulaga, filmuhúðaðar töflur (13,1 x 7,1 mm),
með 'IM', deiliskoru, '60' á annarri
hliðinni og deiliskoru á hinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til fyrirbyggjandi meðferðar við hjartaöng.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fem-Mono Retard er ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar. Skömmtun
skal vera einstaklingsbundin og
fylgst með henni samkvæmt klínískri svörun.
_Fullorðnir _
Þegar meðferð er hafin hjá nýjum sjúklingum má aðlaga
skammtinn til að draga úr tíðni höfuðverkjar
með því að gefa 30 mg (hálfa töflu) fyrstu 2-4 dagana.
Venjulegur skammtur er 60 mg til inntöku að morgni. Þegar þörf
krefur má hækka skammtinn í
120 mg á dag til inntöku að morgni.
Hætta er á að þol myndist við meðferð með nítrötum. Af
þessari ástæðu er mikilvægt að Fem-Mono
Retard sé tekið einu sinni á dag til að fá fram tímabil þar sem
nítratþéttni er lág og minnka þannig
hættuna á að þol myndist.
Þegar þörf krefur má nota lyfið samhliða beta-blokkum og
kalsíumgangalokum.
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Fem-Mono Retard hjá
börnum.
2
_Aldraðir _
Ekki hafa komið fram neinar vísbendingar um þörf á almennri
skammtaaðlögun hjá öldruðum, en
nauðsynlegt gæti verið að gæta sérstakrar varúðar hjá þeim
sem eiga frekar á hættu lágþrýsting eða
hafa greinilega skerðingu á lifrar- eða nýrnastarfsemi.
Lyfjagjöf
Til inntöku.
Töflunni má skipta, hins vegar má ekki tyggja hana eða mylja,
hvort sem hún er tekin heil eða henni
skipt og á að kyngja henni með hálfu glasi af vökva.
4.3
FRÁBENDINGAR

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru