Glimeryl Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Glimepiride

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

A10BB12

INN (Alþjóðlegt nafn):

Glimepiridum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

046405 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-12-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
GLIMERYL 1 MG, 2 MG, 3 MG OG 4 MG TÖFLUR
glímepíríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Glimeryl og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Glimeryl
3.
Hvernig nota á Glimeryl
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Glimeryl
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM GLIMERYL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Glimeryl er blóðsykurslækkandi lyf til inntöku. Lyfið tilheyrir
flokki blóðsykurslækkandi lyfja sem
kallast súlfónýlúrealyf.
Glimeryl verkar með því að auka losun insúlíns í brisi.
Insúlínið lækkar síðan blóðsykurinn.
Glimeryl er notað við:
Glimeryl töflur eru notaðar gegn ákveðinni tegund sykursýki
(sykursýki af tegund 2) þegar mataræði,
líkamsþjálfun og megrun hafa ekki borið tilskilinn árangur við
stjórn blóðsykurs.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA GLIMERYL
EKKI MÁ TAKA GLIMERYL EF:
-
um er að ræða ofnæmi fyrir glímepíríði eða öðrum
súlfónýlúrealyfjum (blóðsykurslækkandi
lyfjum svo sem glíbenclamíði) eða súlfónamíðum (lyfjum gegn
bakteríusýkingum svo sem
súlfametoxazó
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                _ _
1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Glimeryl 1 mg töflur
Glimeryl 2 mg töflur
Glimeryl 3 mg töflur
Glimeryl 4 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 1 mg af glímepíríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 70,81 mg af laktósa einhýdrati (sjá kafla
4.4).
Hver tafla inniheldur 2 mg af glímepíríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 141,08 mg af laktósa einhýdrati, 0,11 mg af
Sunset Yellow FCF (E110) og
0,14 mg tartrazin (E102) (sjá kafla 4.4).
Hver tafla inniheldur 3 mg af glímepíríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 140,71 mg af laktósa einhýdrati (sjá kafla
4.4).
Hver tafla inniheldur 4 mg af glímepíríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 139,60 mg af laktósa einhýdrati (sjá kafla
4.4).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Töflur.
Glimeryl 1 mg töflur eru bleikar, flatar, ílangar, 8 mm x 4,1 mm að
stærð, með ávölum köntum og
deilistriki á öðrum fleti og merktar með “G” á hinum
fletinum.
Glimeryl 2 mg töflur eru grænar, flatar, ílangar, 10,1 mm x 5,1 mm
að stærð, með ávölum köntum og
deilistriki á öðrum fleti og merktar með “G” á hinum
fletinum.
Glimeryl 3 mg töflur eru gular, flatar, ílangar 10,1 mm x 5,1 mm að
stærð með ávölum köntum og
deilistriki á öðrum fleti og merktar með “G” á hinum
fletinum.
Glimeryl 4 mg töflur eru bláar, flatar, ílangar, 10,1 mm x 5,1 mm
að stærð, með ávölum köntum og
deilistriki á öðrum fleti og merktar með “G” á hinum
fletinum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Glimeryl er ætlað til meðferðar á insúlínóháðri sykursýki
(sykursýki tegund 2), þegar mataræði,
líkamsþjálfun og megrun hefur ekki borið árangur.
_ _
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Grundvöllur að árangursríkri meðferð við sykursýki er gott
mataræði, regluleg líkamsþjálfun ásamt
reglulegum athugunum á blóði og þvagi. Töflur eða insúlín
bæta e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru