Dacriosol

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Dacriosol Augndropar, lausn / Augndropar, lausn /
 • Skammtar:
 • Augndropar, lausn /
 • Lyfjaform:
 • Augndropar, lausn /
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Dacriosol Augndropar, lausn / Augndropar, lausn /
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2f122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Dacriosol 1 mg/ml /3 mg/ml augndropar, lausn

dextran 70/hýprómellósa

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Dacriosol og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Dacriosol

Hvernig nota á Dacriosol

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Dacriosol

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Dacriosol og við hverju það er notað

Dacriosol er ætlað til notkunar þegar táramyndun er ekki nægjanleg (við augnþurrki).

Augndroparnir smyrja augun og veita þeim raka og draga úr ertingu í augum.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Dacriosol

Ekki má nota Dacriosol

ef um er að ræða ofnæmi fyrir dextran 70 eða hýprómellósu eða einhverju öðru innihaldsefni

lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ef þú færð höfuðverk, augnverk, sjónbreytingar, ertingu í augum, viðvarandi roða eða ef framangreind

einkenni versna eða eru viðvarandi skaltu hætta notkun lyfsins og ráðfæra þig við lækninn.

Notkun annarra lyfja samhliða Dacriosol

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Dacriosol má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Ekki er búist við áhrifum á frjósemi við notkun Dacrisol.

Akstur og notkun véla

Dacriosol hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Sjónin getur orðið óskýr tímabundið eftir notkun Dacriosol. Þú skalt hvorki aka né nota vélar fyrr en

sjónin er aftur orðin skýr.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Dacriosol inniheldur benzalkónklóríð

Dacriosol inniheldur rotvarnarefni (benzalkónklóríð), sem getur valdið ertingu í augum og valdið

mislitun mjúkra augnlinsa. Forðist snertingu við mjúkar augnlinsur.

Ef notaðar eru augnlinsur

Fjarlægið augnlinsur (harðar eða mjúkar) áður en Dacriosol er notað og bíðið í að minnsta kosti

15 mínútur áður en þær eru settar aftur í í augu.

3.

Hvernig nota á Dacriosol

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Venjulegur skammtur er

Fullorðnir og aldraðir

1-2 dropar eftir þörfum.

Dacriosol er eingöngu ætlað til að dreypa í auga/augu.

Hvernig nota á Dacriosol rétt

Ef innsiglishringurinn kringum lokið er laus þegar flaskan er opnuð skal fjarlægja hann áður en lyfið

er notað.

Takið fram Dacriosol augndropaglasið.

Þvoið hendurnar og setjist fyrir framan spegil.

Skrúfið tappann af glasinu.

Hvolfið glasinu og haldið því á milli þumalfingurs og löngutangar (mynd 1).

Hallið höfðinu aftur og dragið neðra augnlok augans niður með hreinum fingri þannig að

myndist „vasi“ milli neðra augnloksins og augans. Þarna á að dreypa lyfinu.

Færið dropasprota augndropaglassins nálægt auganu. Auðveldara getur verið að nota spegil.

Snertið ekki augað eða augnlokið, svæðið umhverfis augað eða annað yfirborð með dropasprota

glassins. Það gæti mengað augndropana í glasinu.

Kreistið ekki glasið. Glasið er þannig gert að aðeins þarf að þrýsta létt á botn glassins (mynd 2).

Þrýstið létt á botn glassins til þess að losa einn dropa af Dacriosol í einu (mynd 3).

Ef nota á Dacriosol í bæði augun á að endurtaka skref 5-9 þegar dreypt er í hitt augað.

Skrúfið síðan tappann þétt á glasið eftir notkun.

Ef dropinn lendir ekki í auganu skaltu reyna aftur.

Ef þú notar aðra augndropa eða augnsmyrsli þá skaltu láta líða minnst 5 mínútur milli notkunar hvers

augnlyfs. Augnsmyrsli á að gefa síðast.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef notað er meira af Dacriosol en mælt er fyrir um skal skola það alveg úr með volgu vatni. Dreypið

ekki fleiri dropum í augun fyrr en kominn er tími til að dreypa næsta skammti.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við

höndina.

Ef gleymist að nota Dacriosol

Ef gleymst hefur að nota lyfið skal nota næsta skammt um leið og munað er eftir því. Ef komið er

nálægt þeim tíma sem nota á næsta skammt, á að sleppa skammtinum sem gleymdist. Ekki á að

tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftirfarandi aukaverkanir hafa komið fram við notkun Dacriosol:

Mjög algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum 10 notendum):

Aukaverkanir í auga: Þokusýn.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 100 notendum):

Aukaverkanir í auga: Augnþurrkur, kvilli í augnlokum, óþægindi í auga, óeðlileg tilfinning í

auga eða tilfinning um að aðskotahlutur sé í auga.

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fyrir hjá 1 til 10 af hverjum 1.000 notendum):

Aukaverkanir í auga: Kláði í auga, erting eða roði í auga.

Aðrar aukaverkanir: Höfuðverkur

Aukaverkanir af óþekktri tíðni :

Aukaverkanir í auga: Roði á augnlokum, verkur eða þroti í auga, gröftur í auga, hrúður á

augnlokum, aukin táramyndun.

Aðrar aukaverkanir: Ofnæmi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að

tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun

lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist

lyfinu til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

5.

Hvernig geyma á Dacriosol

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Fargið Dacriosol glasinu 4 vikum eftir að það hefur verið opnað.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á glasinu og öskjunni á eftir EXP.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Dacriosol 1 mg/ml / 3 mg/ml augndropar, lausn inniheldur:

Virku innihaldsefnin eru: 1 mg/ml dextran 70 og 3 mg/ml hýprómellósa.

Önnur innihaldsefni eru: Benzalkónklóríð (rotvarnarefni), dínatríumedetat, natríumklóríð,

kalíumklóríð, natríumhýdroxíð og/eða saltsýra og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Dacriosol og pakkningastærðir

Dacriosol er litlaus lausn sem er fáanleg í 15 ml plastglasi (DROP-TAINER) með skrúftappa.

Markaðsleyfishafi

Novartis Healthcare A/S

Edvard Thomsens Vej 14

2300 København S

Danmörk.

Framleiðandi

S.A. Alcon-Couvreur N.V.

Rijksweg 14

2870 Puurs

Belgía

eða

Alcon Cusi S.A.

Camil Fabra 58

08320 El Masnou, Barcelona

Spánn

Umboð á Íslandi

Vistor hf.

Sími 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í júní 2017.