Fotil Forte Augndropar, lausn í stakskammtaíláti 5 mg + 40 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-05-2020

Virkt innihaldsefni:

Pilocarpini chloridum NFN; Timololum maleat

Fáanlegur frá:

Santen Oy*

ATC númer:

S01ED51

INN (Alþjóðlegt nafn):

Timololum í blöndum

Skammtar:

5 mg + 40 mg/ml

Lyfjaform:

Augndropar, lausn í stakskammtaíláti

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

563593 Stakskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1995-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
FOTIL FORTE 5 MG/ML+40 MG/ML AUGNDROPAR, LAUSN Í STAKSKAMMTAÍLÁTI
Tímólólmaleat/pílókarpínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fotil forte og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fotil forte
3.
Hvernig nota á Fotil forte
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fotil forte
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FOTIL FORTE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tímólól er beta-blokki sem dregur úr augnþrýstingi með því
að draga úr innrennsli vökva í hólf
augans, þ.e. vökvans í fremra augnhólf. Pílókarpin lækkar
augnþrýstinginn með því að auðvelda
útflæði vökva frá fremra augnhólfi.
Fotil forte er notað gegn háum augnþrýstingi þegar um er að
ræða langvinna gláku þar sem
framhólfshorn eru opin og þegar samsett meðferð er ráðlögð.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FOTIL FORTE
_ _
EKKI MÁ NOTA FOTIL FORTE

ef um er að ræða ofnæmi fyrir tímólóli, beta-blokkum,
pílókarpíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með eða hefur verið með önd
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF
2
1.
HEITI LYFS
Fotil forte 5 mg/ml + 40 mg/ml augndropar, lausn í stakskammtaíláti
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af augndropum inniheldur tímólólmaleat sem samsvarar 5 mg/ml
af tímólóli,
pílókarpínhýdróklóríð 40 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augndropar, lausn í stakskammtaíláti.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til að draga úr augnþrýstingi þegar um er að ræða langvinna
gláku þar sem framhólfshorn eru opin og
þegar samsett meðferð er ráðlögð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
Skammtar
Einn dropi tvisvar á dag. Eitt ílát dugar til að meðhöndla
bæði augu eftir þörfum.
Lyfjagjöf
Með því að þrýsta samtímis á nef og táragöng með fingri
(nasolacrimal occlusion) eða loka augunum í
2 mínútur dregur úr frásogi út í blóðrás. Það getur leitt
til minni altækra aukaverkana og aukinnar
staðbundinnar verkunar.
Ef sjúklingurinn er þegar á meðferð við gláku, þarf að hætta
þeirri meðferð áður en meðferð með Fotil
forte er hafin. Taka á augnlinsur úr fyrir notkun og ekki setja
þær aftur í fyrr en eftir 15 mínútur.
Augndropar í stakskammtaílátum innihalda ekki rotvarnarefni.
_Eftirlit með meðferð_
Hjá sjúklingum með sögu um alvarlegan hjartasjúkdóm þarf að
fylgjast með merkjum um hjartabilun
og hjartsláttartíðni.
Börn
Engar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um notkun samsettrar
meðferðar með tímólóli/pílókarpíni
hjá börnum.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Auðreitni í öndunarvegi (reactive airway disease), þ.m.t. astmi
eða saga um astma eða alvarlegur
langvinnur teppusjúkdómur í lungum.
Hjartabilun með einkennum, hjartalost. Gáttasleglarof (II. eða III.
gráðu) sem ekki ræðst bót á með
gangráði. Sínus hægsláttur, sjúkur sínushnútur (sick sinus
syndrome), leiðslurof í gáttum (sino-atrial
block). Ef þrenging ljósops er óæskile
                                
                                Lestu allt skjalið