Corsodyl

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Corsodyl Munnholslausn 2 mg/ml
 • Skammtar:
 • 2 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Munnholslausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Corsodyl Munnholslausn 2 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • d4112244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

CORSODYL 2 mg/ml munnholslausn

Klórhexidínglúkónat

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og tannlæknirinn eða

lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðum.

Látið tannlækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Látið tannlækninn eða lækninn vita ef einkenni lagast ekki eða versna.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Corsodyl og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Corsodyl

Hvernig nota á Corsodyl

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Corsodyl

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

UPPLÝSINGAR UM CORSODYL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Corsodyl er sótthreinsandi lyf til munnhirðu.

Corsodyl er notað til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir. Tímabundið við munnbólgu

af völdum gervitanna. Corsodyl er einnig notað til tannhreinsunar þegar erfitt getur verið að koma

henni við t.d. vegna tímabundins sjúkdóms, slyss, mikillar tannsteinsmyndunar, tannholdsbólgu og

tannslíðursbólgu. Lausnina má einnig nota við tannréttingar.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CORSODYL

Ekki má nota Corsodyl

ef um er að ræða ofnæmi fyrir klórhexidínglúkónati eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins

(talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Corsodyl skal ekki kyngja. Spýtið út hugsanlegu yfirmagni.

Forðist snertingu við augu og eyru. Ef Corsodyl kemst í snertingu við augu fyrir slysni, skulu

þau skoluð vel og vandlega með vatni.

Tannsteinshreinsun skal framkvæmd samtímis meðhöndlun.

Skal ekki notað til lengri tíma nema í samráði við lækni eða tannlækni.

Hætta skal notkun Corsodyl og leita læknisaðstoðar tafarlaust ef þú færð útbrot eða ef varir,

tunga, háls eða andlit bólgna eða ef þú átt erfitt með andardrátt.

Hætta skal notkun Corsodyl og hafa samband við tannlækninn ef munnurinn verður aumur eða

ef erting kemur fram.

Tímabundin mislitun á tönnum eða tungu getur komið fram. Forðast má mislitunina með því að

takmarka neyslu á fæðu sem getur litað, til dæmis á tei, kaffi og rauðvíni. Draga má úr

mislituninni með tannburstun en í sumum tilvikum þarf að pússa tennurnar með tækjum hjá

tannlækni/tanntækni.

Notkun annarra lyfja samhliða Corsodyl

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ekki er þekkt nein áhætta við notkun á meðgöngu.

Ekki er þekkt nein áhætta við notkun við brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Engin þekkt áhrif Corsodyl á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Corsodyl inniheldur makrógólglýserólhýdroxýsterat og sorbitól

Corsodyl inniheldur makrógólglýserólhýdroxýsterat sem getur valdið húðertingu.

Corsodyl inniheldur sorbitól. Ef þú ert með óþol fyrir ákveðnum sykrum skaltu hafa samband við

lækninn áður en þú notar lyfið.

3.

HVERNIG NOTA Á CORSODYL

Notið lyfið alltaf nákvæmlega eins og læknirinn eða tannlæknirinn hefur sagt til um. Ef þú ert ekki

viss um hvernig á að nota lyfið leitaðu þá upplýsinga hjá lækninum, tannlækni eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er:

Skolið munninn 2svar sinnum á dag með u.þ.b. 10 ml af lausninni í minnst 1 mínútu. Lausninni er þá

spýtt.

Ekki skal nota meira en ráðlagðan skammt.

Við munnaðgerðir er Corsodyl lausn notuð í 5 daga fyrir aðgerð og 5 daga eftir aðgerð. Við

tannaðgerðir er Corsodyl lausn notuð í 1-3 vikur eftir aðgerð.

Corsodyl er notað eftir tannburstun með tannkremi en ekki fyrir. Skola skal munninn vandlega eftir

tannburstun, annars geta leifar af tannkreminu, verkað gegn áhrifum klórhexidínsins. Lyfið getur

valdið mislitun tanna, en hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að nota Corsodyl t.d. á kvöldin og

venjulegt tannkrem á morgnana.

Notið Corsodyl ekki fyrir börn yngri en 12 ára nema samkvæmt ráðleggingum tannlæknis eða læknis.

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er notaður

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Leitið til læknisins, tannlæknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Corsodyl valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarlegar aukaverkanir

Hættið að nota Corsodyl og hafið strax samband við lækni, neyðarmóttöku eða hringið í 112 ef þú

færð:

Bráðaofnæmi: ofnæmisviðbrögð með hita, útbrotum á húð, þrota og stundum blóðþrýstingsfalli

Þrota í andliti, vörum, tungu eða koki

Kyngingarerfiðleika

Öndunarerfiðleika

Ekki er vitað hve margir notendur hafa tilkynnt um þessar aukaverkanir en talið er að þær komi

örsjaldan fyrir.

Aðrar aukaverkanir

Skán á tungu

Þessi aukaverkun er

mjög algeng

(getur komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 10 notendum).

Munnþurrkur

Breyting á bragðskyni

Sviðatilfinning í tungu

Þessar aukaverkanir eru

algengar

(geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum).

Mislitun tanna og tungu

Erting og/eða þroti í munni

Bólga í vangakirtli

Erting í húð

Ekki er vitað hve margir notendur hafa tilkynnt um þessar aukaverkanir en talið er að þær komi

örsjaldan fyrir.

Mislitun tungu er ekki skaðleg og hverfur þegar meðferð er hætt. Ef þörf krefur er hægt að pússa burt

mislitun á tönnum. Breyting á bragðskyni og sviði í tungu geta komið upp við upphaf meðhöndlunar,

en þessi áhrif hverfa venjulega við áframhaldandi meðferð.

Látið lækninn, tannlækni eða lyfjafræðing vita ef aukaverkanir verða verri eða ef vart verður við

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

HVERNIG GEYMA Á CORSODYL

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

PAKKNINGAR OG AÐRAR UPPLÝSINGAR

Corsodyl inniheldur

Virka innihaldsefnið er klórhexidíndíglúkónat 2 mg/ml.

Önnur innihaldsefni eru: glýseról, makrógólglýserólhýdroxýsterat, fljótandi (ókristallað)

sorbitól 70%, piparmyntubragðefni og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Corsodyl og pakkningastærðir

Corsodyl er tær litlaus lausn.

Pakkningastærð er 300 ml plastflaska.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi:

GlaxoSmithKline Consumer Healthcare A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi:

Omega Pharma Manufacturing GmbH & Co. KG

Benzstr. 25

71083 Herrenberg

Þýskaland

Umboð á Íslandi

Artasan ehf.

Suðurhrauni 12a,

210 Garðabæ.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur í júní 2017.