Sertralin Bluefish Filmuhúðuð tafla 50 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Sertralinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Bluefish Pharmaceuticals AB

ATC númer:

N06AB06

INN (Alþjóðlegt nafn):

Sertralinum

Skammtar:

50 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

379945 Þynnupakkning Hvítar ógegnsæjar PVC/PVDC þynnur – Ál eða hvítar ógegnsæjar PVdC – PVC/Ál í öskju V0322; 037584 Þynnupakkning Hvítar ógegnsæjar PVC/PVDC-þynnur – Ál eða hvítar ógegnsæjar PVdC – PVC/Ál í öskju

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-12-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SERTRALIN BLUEFISH 50 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
SERTRALIN BLUEFISH 100 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
sertralin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Sertralin Bluefish og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sertralin Bluefish
3.
Hvernig nota á Sertralin Bluefish
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sertralin Bluefish
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SERTRALIN BLUEFISH OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sertralin Bluefish inniheldur virka efnið sertralin. Sertralin
tilheyrir flokki þunglyndislyfja, sem kallast
SSRI (sérhæfðir serótónín endurupptökuhemlar). Þessi lyf eru
notuð til meðferðar við þunglyndi
og/eða kvíðasjúkdómum.
Sertralin Bluefish má nota við:
-
Þunglyndi og til að fyrirbyggja endurkomu þunglyndis (hjá
fullorðnum).
-
Félagslegri kvíðaröskun (hjá fullorðnum).
-
Streitu í kjölfar slyss eða erfiðrar lífsreynslu
(áfallastreituröskun) (hjá fullorðnum).
-
Felmtursröskun (ofsahræðslu) (hjá fullorðnum).
-
Þráhyggju-árátturöskun (hjá fullorðnum, börnum og unglingum á
aldrinum 6-17 ára).
Þunglyndi er sjúkdómur sem lýsir sér með einkennum eins og
depurð, erfiðleikum með svefn og með
að njóta lífsins.
Þráhyggju-árátturöskun og felmtursröskun eru sjúkdómar tengdir
kvíða. Einkennin geta t.d. verið
s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sertralin Bluefish 50 mg filmuhúðaðar töflur.
Sertralin Bluefish 100 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_Sertralin Bluefish 50 mg filmuhúðaðar töflur _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur sertralin hýdróklóríð, sem
jafngildir 50 mg af sertralini.
_ _
_Sertralin Bluefish 100 mg filmuhúðaðar töflur _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur sertralin hýdróklóríð, sem
jafngildir 100 mg af sertralini.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
_Sertralin Bluefish 50 mg filmuhúðaðar töflur _
Hvítar hylkislaga filmuhúðaðar töflur með „A“ á annarri
hliðinni en deiliskoru á milli „8“ og „1“ á
hinni hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
_Sertralin Bluefish 100 mg filmuhúðaðar töflur _
Hvítar hylkislaga filmuhúðaðar töflur með „A“ á annarri
hliðinni en „82“ á hinni hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sertralin er ætlað til meðferðar við:
Alvarlegum þunglyndisköstum.
Til að fyrirbyggja endurkomu alvarlegs þunglyndis.
Felmtursröskun (ofsahræðsla), með eða án víðáttufælni.
Þráhyggju-árátturöskun (obsessive compulsive disorder (OCD)) hjá
fullorðnum og börnum og
unglingum á aldrinum 6 – 17
ára
.
Félagsleg kvíðaröskun (Social anxiety disorder).
Áfallastreituröskun (Post-Traumatic Stress Disorder (PTSD)).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Upphafsmeðferð _
_Þunglyndi og þráhyggju-árátturöskun (OCD)_
Hefja skal meðferð með sertralini með 50 mg á dag.
2
_Felmtursröskun (ofsahræðsla), áfallastreituröskun (PTSD) og
félagsleg kvíðaröskun_
Upphafsskammtur er 25 mg á dag. Eftir eina viku er skammturinn aukinn
í 50 mg einu sinni á dag.
Sýnt hefur verið fram á að þessi skammtaáætlun dregur úr
tíðni aukaverkana, sem koma fram í upphafi
meðferðar og eru ein
                                
                                Lestu allt skjalið