Bactroban

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Bactroban Smyrsli 20 mg/ g
 • Skammtar:
 • 20 mg/ g
 • Lyfjaform:
 • Smyrsli
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Bactroban Smyrsli 20 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 2f0f2244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bactroban 2% smyrsli

Múpírócín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim

skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Bactroban og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Bactroban

Hvernig nota á Bactroban

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Bactroban

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Bactroban og við hverju það er notað

Bactroban er bakteríudrepandi sýklalyf.

Bactroban smyrsli er notað til meðhöndlunar á þurrum og vessandi húðsýkingum af völdum ákveðinna

baktería.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Bactroban

Ekki má nota Bactroban

ef um er að ræða ofnæmi fyrir múpírócíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Gætið þess að fá Bactroban ekki í augun. Ef Bactroban berst óvart í augu skal skola þau vandlega með

vatni.

Láttu lækninn vita ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi.

Bactroban skal ekki nota:

gegn sýkingu í auga

í nef

við stungustaði fyrir holnálar eða æðaleggi

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð eða mikinn kláða þar sem smyrslið er borið á skal hreinsa smyrslið af

húðinni og hætta notkun þess. Ráðfærðu þig við lækninn varðandi hvaða meðferð skuli nota í staðinn.

Ef þú færð magakrampa eða viðvarandi niðurgang skaltu ráðfæra þig við lækninn. Læknirinn mun

rannsaka hvort upp sé komin sýking í þörmum.

Notkun annarra lyfja samhliða Bactroban

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða

lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Bactroban skal einungis notað á meðgöngu samkvæmt ráðleggingum læknis.

Brjóstagjöf

Takmörkuð reynsla er af notkun Bactroban samhliða brjóstagjöf. Ráðfærðu þig við lækninn.

Ef meðhöndla þarf geirvörtu með Bactroban skal hún þvegin vandlega fyrir brjóstagjöf.

Akstur og notkun véla

Bactroban hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt af

því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða þetta

við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Bactroban

Notið Bactroban alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota

á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ekki blanda Bactroban saman við önnur krem eða smyrsli á húðsvæðinu sem verið er að meðhöndla þar

sem það gæti dregið úr verkun Bactroban.

Venjulegur skammtur er:

Fullorðnir, börn og aldraðir:

Bactroban smyrsli er borið á tvö til þrjú skipti á dag í allt að tíu daga.

Skert nýrnastarfsemi:

Fylgið fyrirmælum læknis.

Bera skal lítið magn af smyrsli á sýkta húðsvæðið. Setja má sáraumbúðir yfir svæðið sem er meðhöndlað

nema læknirinn hafi sagt að ekki megi hylja það. Þvoið hendur áður og eftir að lyfið er borið á nema verið

sé að meðhöndla hendurnar.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Umfram smyrsli skal fjarlægt varlega. Ofskömmtun með þessu lyfi veldur sjaldan vandamálum. Ef þú

kyngir smyrslinu í ógáti skaltu leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða eitrunarmiðstöð.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Ef gleymist að nota Bactroban

Ef þú gleymir að bera Bactroban smyrsli á, skaltu gera það um leið og þú manst eftir því.

Ef innan við klukkustund er að næsta skammti, skal sleppa skammtinum sem gleymdist.

Aldrei á að nota tvöfalt magn til að bæta upp skammt sem gleymst hefur. Haltu bara áfram að nota sama

skammt.

Ef hætt er að nota Bactroban

Mikilvægt er að ljúka meðferðinni með Bactroban. Ef notkun Bactroban er hætt of snemma er ekki víst að

allar bakteríurnar séu dauðar og þær gætu haldið áfram að vaxa. Spyrjið lækninn eða lyfjafræðing hvenær

hætta megi notkun Bactroban.

Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Alvarleg ofnæmisviðbrögð

Þessar aukaverkanir koma örsjaldan fyrir hjá þeim sem nota Bactroban.

Einkenni sem þú skalt fylgjast með

Skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar og yfirlið (innan mínútna til klukkustunda), vegna

ofnæmis (bráðaofnæmisviðbrögð). Getur verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Útbrot (ofsakláði) og þroti. Getur verið alvarlegt. Ráðfærðu þig við lækninn. Ef þroti er í andliti,

vörum eða tungu getur það verið lífshættulegt. Hringdu í 112.

Kláði, roði og sviði í húð.

Hafðu strax samband við lækninn eða slysadeild ef þú finnur fyrir einhverjum þessara einkenna.

Hringdu jafnvel í 112. Hættu að nota Bactroban.

Bactroban getur valdið ertingu í húð og ofnæmisviðbrögðum.

Ef þú færð ofnæmisviðbrögð í húðinni, skaltu hætta að nota Bactroban. Fjarlægðu smyrslið og hafðu

samband við lækninn eins fljótt og hægt er.

Lyf eins og Bactroban geta í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið bólgu í ristli, sem veldur niðurgangi, oft

með blóði og slími, magaverkjum og hita.

Hafðu strax samband við lækninn ef þú færð einhver þessara einkenna.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Brunatilfinning á meðferðarsvæðinu.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Kláði, roði í húð, sviði og þurrkur á meðferðarsvæðinu.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000

einstaklingum):

Ofnæmisviðbrögð.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar,

www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um

öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Bactroban

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki

um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bactroban 2% smyrsli inniheldur

Virkt innihaldsefni: Múpírócín.

Önnur innihaldsefni: Makrógól 3350 og makrógól 400.

Lýsing á útliti Bactroban og pakkningastærðir

Útlit:

Bactroban smyrsli er hvítleitt smyrsli.

Pakkningastærð:

Túpan inniheldur 15 g.

Markaðsleyfishafi

GlaxoSmithKline Pharma A/S

Nykær 68

2605 Brøndby

Danmörk

Framleiðandi

Glaxo Wellcome Operations, Barnard Castle, Bretlandi.

Umboð á Íslandi

Vistor hf., sími: 535-7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í október 2015.