GlucaGen

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • GlucaGen Stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg
 • Lyfjaform:
 • Stungulyfsstofn og leysir, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • GlucaGen Stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 71162244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

GlucaGen HypoKit 1 mg

Stungulyfsstofn og leysir, lausn

Glúkagon

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um GlucaGen HypoKit og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota GlucaGen HypoKit

Hvernig nota á GlucaGen HypoKit

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á GlucaGen HypoKit

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Viðbótarupplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

1.

Upplýsingar um GlucaGen HypoKit og við hverju það er notað

GlucaGen HypoKit inniheldur virka efnið glúkagon.

GlucaGen HypoKit er notað í neyðartilvikum hjá börnum og fullorðnum með sykursýki sem nota

insúlín. Það er notað þegar liðið hefur yfir sjúkling (er meðvitundarlaus) vegna mjög lágs sykurmagns

í blóði. Það er nefnt „alvarlegt blóðsykursfall“. GlucaGen HypoKit er notað þegar sjúklingurinn getur

ekki fengið sykur um munn.

Glúkagon er náttúrulegt hormón sem hefur öfug áhrif við insúlín í líkamanum. Það hraðar

umbreytingu efnis sem nefnist „glýkógen“ í glúkósa (sykur) í lifrinni. Glúkósinn er síðan losaður út í

blóðrásina – það eykur magn sykurs í blóði.

Fyrir heilbrigðisstarfsfólk: Sjá kafla 7.

2.

Áður en byrjað er að nota GlucaGen HypoKit

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.

Mikilvægar upplýsingar

Vertu viss um að fjölskylda þín, samstarfsfólk eða nánir vinir viti um GlucaGen HypoKit.

Segðu þeim að ef líður yfir þig (verður meðvitundarlaus) eigi þeir að nota GlucaGen HypoKit

samstundis.

Sýndu fjölskyldu þinni og öðrum hvar þú geymir GlucaGen HypoKit og hvernig eigi að nota

það. Þau verða að bregðast skjótt við – ef þú ert meðvitundarlaus um einhvern tíma getur það

verið skaðlegt. Það er mikilvægt að þau séu þjálfuð og viti hvernig á að nota GlucaGen HypoKit

áður en þú þarft á því að halda.

Sprautan inniheldur ekki GlucaGen. Blanda verður vatninu saman við þjappaða GlucaGen

duftið í hettuglasinu fyrir inndælingu. Segðu fjölskyldunni og öðrum að fylgja leiðbeiningum í

kafla 3: Hvernig nota á GlucaGen HypoKit.

Öllu GlucaGen sem búið er að blanda og er ekki notað verður að farga.

Eftir notkun GlucaGen HypoKit verður þú eða einhver annar að hafa samband við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann. Þú þarft að vita hvers vegna sykurinn í blóði lækkaði svona mikið til að

forðast að það gerist aftur.

Ekki má nota GlucaGen HypoKit:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir glúkagoni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með æxli í nýrnahettum.

Ef annað hvort á við þig skaltu ekki nota GlucaGen HypoKit.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða heilbrigðisstarfsfólki áður en GlucaGen HypoKit er notað.

GlucaGen mun ekki virka sem skyldi ef:

þú hefur fastað í langan tíma

þú ert með lág adrenalín gildi

þú ert með lítið sykurmagn í blóði vegna of mikillar áfengisneyslu

þú ert með æxli sem losar glúkagon eða insúlín.

Ef eitthvað af þessu á við, skaltu ráðfæra þig við lækninn, lyfjafræðing eða heilbrigðisstarfsfólk.

Notkun annarra lyfja samhliða GlucaGen

Eftirtalin lyf geta haft áhrif á verkunarhátt GlucaGen HypoKit:

insúlín – notað við meðferð á sykursýki

indómetasín – notað við meðferð á liðverkjum og stirðleika

GlucaGen HypoKit getur haft áhrif á eftirtalin lyf:

warfarín – notað til að hindra myndun blóðtappa. GlucaGen HypoKit getur aukið segavarnandi

verkun warfaríns.

beta-blokkar – notaðir við meðferð á háum blóðþrýstingi og hjartsláttaróreglu. GlucaGen

HypoKit getur hækkað blóðþrýsting og hjartsláttartíði, en það varir aðeins í skamman tíma.

Ef eitthvað af þessu hér fyrir ofan á við þig (eða ef þú ert ekki viss) skaltu ræða við lækninn eða

lyfjafræðing áður en þú notar GlucaGen HypoKit.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða

kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

Ef sykurmagn í blóði lækkar verulega á meðan þú ert þunguð eða með barn á brjósti, hefur grun um

þungun eða ef þungun er fyrirhuguð geturðu notað GlucaGen HypoKit.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð ef þú ert þunguð.

Akstur og notkun véla

Bíddu þar til þú finnur ekki lengur fyrir áhrifum eftir blóðsykursfalls áður en þú ekur bifreið eða nota

vélar.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

GlucaGen HypoKit inniheldur latex

Lokið á sprautunni inniheldur latex gúmmí. Það getur valdið alvarlegum ofnæmisviðbrögðum hjá

einstaklingum sem hafa ofnæmi fyrir latexi.

3.

Hvernig nota á GlucaGen HypoKit

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Blöndun stungulyfsins og gjöf

1.

Takið plasthettuna af hettuglasinu. Dragið nálarhlífina af nálinni sem er á sprautunni. Ekki

fjarlægja plastöryggisstykkið af sprautunni. Stingið nálinni í gegnum gúmmítappann (innan

hringsins sem er merktur) á hettuglasinu með GlucaGen í og dælið öllum vökvanum úr

sprautunni í hettuglasið.

2

2.

Hafið sprautuna lárétt í hettuglasinu og hristið glasið varlega þar til allt GlucaGen er

fullkomlega uppleyst og lausnin orðin tær.

3

3.

Gætið þess að stimpillinn í sprautunni sé í botnstöðu. Dragið alla lausnina varlega upp í

sprautuna á meðan nálinni er haldið í vökvanum. Gætið þess að draga stimpilinn ekki út úr

sprautunni. Mikilvægt er að fjarlægja allar loftbólur úr sprautunni með því að:

láta sprautuna með áfastri nálinni vísa upp og slá létt á sprautuna með fingri

ýta örlítið á stimpilinn til að sprauta varlega út öllu lofti sem safnast hefur efst í sprautuna.

Haltu áfram að ýta á stimpilinn þar til þú ert með réttan skammt fyrir inndælingu. Lítið magn af

vökva gæti sprautast út þegar þú gerir þetta.

Sjá Leiðbeiningar um skammtastærðir.

4

4.

Dælið ráðlögðum skammti undir húðina eða í vöðva.

Snúið meðvitundarlausa einstaklingnum á hliðina til að koma í veg fyrir köfnun.

Gefið einstaklingnum sykrað snarl svo sem sælgæti, kexköku eða ávaxtasafa um leið og hann

eða hún hefur komist til meðvitundar og getur gleypt. Sykurríkt snarl kemur í veg fyrir annað

blóðsykursfall.

Eftir notkun GlucaGen HypoKit verður þú eða einhver annar að hafa samband við lækninn eða

heilbrigðisstarfsmann. Þú þarft að vita hvers vegna sykurinn í blóði lækkaði svona mikið til að forðast

að það gerist aftur.

Leiðbeiningar um skammtastærðir

Ráðlagður skammtur er:

Fullorðnir: Gefið allan skammtinn (1 ml) – merkt sem „1“ á sprautunni.

Börn yngri en 8 ára eða börn eldri en 8 ára sem vega minna en 25 kg: Gefið hálfan skammt

(0,5 ml) – merkt sem „0,5“ á sprautunni.

Börn eldri en 8 ára eða börn yngri en 8 ára sem vega meira en 25 kg: Gefið allan

skammtinn (1 ml) – merkt sem „1“ á sprautunni.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Of stór skammtur af GlucaGen getur valdið ógleði og uppköstum. Sérstök meðhöndlun er venjulega

ekki nauðsynleg.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Lyfið

getur valdið eftirtöldum aukaverkunum:

Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú færð einhverja af eftirtöldum alvarlegum aukaverkunum:

Koma örsjaldan fyrir: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 sjúklingum:

Ofnæmisviðbrögð – einkennin geta verið más, sviti, ör hjartsláttur, útbrot, þroti í andliti og

yfirlið.

Láttu lækninn tafarlaust vita, ef þú færð einhverja af þessum alvarlegu aukaverkunum sem

taldar eru upp hér fyrir ofan.

Aðrar aukaverkanir

Algengar aukaverkanir: geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 sjúklingum

Ógleði.

Sjaldgæfar aukaverkanir: geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 sjúklingum

Uppköst.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir: geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 sjúklingum

Kviðverkir.

Látið lækninn vita ef þú færð aukaverkanir sem minnst er á hér fyrir ofan. Það á einnig við

um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í

þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í

hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á GlucaGen HypoKit

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið annaðhvort:

- í kæli (2°C til 8°C) eða

- ekki í kæli, en undir 25°C í allt að 18 mánuði að því tilskyldu að ekki sé komið fram yfir

fyrningardagsetningu.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Má ekki frjósa því það getur skemmt lyfið.

Notið strax eftir blöndun – má ekki geyma til síðari notkunar.

Notið ekki lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning

er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Notið ekki ef blandaða lausnin virðist hlaupkennd eða eitthvað efni er óuppleyst.

Notið ekki ef plasthettan er laus eða hana vantar þegar þú færð lyfið – skilið lyfinu aftur í

apótekið.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

GlucaGen inniheldur

Virka innihaldsefnið er: Glúkagon 1 mg sem hýdróklóríð, framleitt í gersveppum með

erfðatækni.

Önnur innihaldsefni: Laktósaeinhýdrat, vatn fyrir stungulyf, saltsýra og/eða natríumhýdroxíð (til

að stilla sýrustig (pH)).

Lýsing á útliti GlucaGen og pakkningastærðir

GlucaGen er sæft, hvítt glúkagonduft í hettuglasi með leysi í einnota sprautu. Duftinu er þjappað

saman. Eftir blöndun inniheldur lausnin 1 mg/ml af glúkagoni.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Novo Nordisk A/S

Novo Allé

DK-2880 Bagsværd

Danmörk

Umboð á Íslandi:

Vistor hf.

sími: 535 7000

7.

Viðbótarupplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Heilbrigðisstarfsfólk skal lesa allar upplýsingarnar hér fyrir ofan áður en þessar viðbótarupplýsingar

eru lesnar.

Vegna þess hve óstöðugt uppleyst GlucaGen er skal gefa lyfið strax eftir blöndun og ekki má

gefa það með innrennsli í bláæð.

Ekki reyna að setja hettuna aftur á nálina á sprautunni eftir notkun. Setjið notaða sprautu í

appelsínugula kassann og notaðar nálar í ílát fyrir oddhvassa hluti við fyrsta tækifæri.

Meðferð við alvarlegu blóðsykursfalli

Gefið lyfið með dælingu undir húð eða í vöðva. Ef sjúklingurinn bregst ekki við innan 10 mínútna skal

gefa glúkósa í bláæð. Þegar sjúklingurinn hefur brugðist við meðferð skal gefa kolvetni til inntöku til

að endurnýja glýkógen í lifur og koma í veg fyrir endurtekið blóðsykursfall.

Til sjúkdómsgreiningar

Þegar sjúkdómsgreiningu lýkur skal gefa kolvetni til inntöku, ef það samræmist

sjúkdómsgreiningaraðferðinni sem notuð er. Munið að GlucaGen hefur öfug áhrif miðað við insúlín.

Gæta skal sérstakrar varúðar þegar GlucaGen er gefið við holspeglun eða röntgenmyndun hjá

sykursýkisjúklingum og öldruðum sem eru með hjartasjúkdóm.

Athugið að við notkun til sjúkdómsgreiningar gæti hentað betur að nota sprautu með fíngerðari nál og

nákvæmari kvarða.

Skoðun á meltingarfærum:

Skömmtun er á bilinu 0,2-2 mg eftir því hvaða sjúkdómsgreiningartækni er notuð og hvernig lyfið er

gefið. Venjulegur skammtur, sem notaður er við sjúkdómsgreiningu til slökunar á maga,

skeifugarnarkúlu (duodenal bulb), skeifugörn og smáþörmum er 0,2-0,5 mg ef gefið í bláæð eða 1 mg

ef gefið í vöðva. Skammtur til slökunar á ristli er 0,5-0,75 mg gefið í bláæð eða 1-2 mg gefið í vöðva.

Eftir gjöf 0,2-0,5 mg í bláæð hefst verkun innan einnar mínútu og varir í 5-20 mínútur. Eftir gjöf

1-2 mg í vöðva hefst verkun eftir 5-15 mínútur og varir í um 10-40 mínútur.

Aðrar aukaverkanir eftir notkun til sjúkdómsgreiningar

Blóðþrýstingsbreytingar, hraður hjartsláttur, blóðsykursfall eða blóðsykurfallsdá.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2015.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar.