Plasmalyte Glucos 50 mg/ml Innrennslislyf, lausn 50 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-04-2018

Virkt innihaldsefni:

Glucosum; Natrii chloridum; Kalii chloridum; Magnesii chloridum; Natrii acetas; Natrii gluconas

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB*

ATC númer:

B05BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Elektrólýtar í blöndum með kolvetnum

Skammtar:

50 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

542744 Poki Pokarnir eru úr mótuðu pólýolefíni/pólýamíðplasti (PL 2442). Pokunum eru pakkað í hlífðarplastpoka sem eru úr pólýamíði/pólýprópýleni sem er aðeins ætlað að verja pokana. ; 547925 Poki Pokarnir eru úr mótuðu pólýolefíni/pólýamíðplasti (PL 2442). Pokunum eru pakkað í hlífðarplastpoka sem eru úr pólýamíði/pólýprópýleni sem er aðeins ætlað að verja pokana.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-09-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PLASMALYTE GLUCOS INNRENNSLISLYF, LAUSN
Virk efni: Glúkósi, natríumklóríð, kalíumklóríð,
magnesíumklóríðhexahýdrat, natríumasetatþríhýdrat
og natríumglúkonat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfið.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Plasmalyte Glucos og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Plasmalyte Glucos
3.
Hvernig nota á Plasmalyte Glucos
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Plasmalyte Glucos
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM
PLASMALYTE GLUCOS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Flokkun eftir verkun: „Blóðsölt með kolvetnum” - ATC flokkur:
„B05BB02“
Plasmalyte Glucos er lausn með eftirfarandi efnum í vatni:
-
sykur (glúkósi)
-
natríumklóríð
-
kalíumklóríð
-
magnesíumklóríð hexahýdrat
-
natríumasetat þríhýdrat
-
natríumglúkonat
Glúkósi er einn af orkugjöfum líkamans. Úr þessari lausn fást
200 kílókaloríur í hverjum lítra.
Natríum, kalíum, magnesíum, klóríð, asetat og glúkonat eru efni
sem er að finna í blóði.
Plasmalyte Glucos er notað:
-
til að bæta upp vökvatap af ýmsum ástæðum t.d.
-
brunasköðum
-
höfuðáverkum
-
beinbrotum
-
sýkingum
-
ertingu í kviðarholi (bólga innan kviðarhols)
-
til vökvagjafar við skurðaðgerðir
-
við efnaskiptablóðsýringu (háu innihaldi af sýrum í blóði)
sem er ekki lífshættuleg
-
við mjólkursýrublóðsýringu (ein gerð efnaskiptablóðsýringar
sem stafar af uppsöfnun
mjólkursýru í líkamanum). Mjólkurs
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Plasmalyte Glucos 50 mg/ml innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Glúkósaeinhýdrat:
55,00 g/l
Natríumklóríð:
5,26 g/l
Kalíumklóríð:
0,37 g/l
Magnesíumklóríð hexahýdrat:
0,30 g/l
Natríumasetat þríhýdrat:
3,68 g/l
Natríumglúkónat
5,02 g/l
Na
+
K
+
Mg
++
Cl
-
CH
3
COO
-
C
6
H
11
O
7
-
(Asetat) (Glúkonat)
mmól/l 140
5,0
1,5
98
27
23
mEq/l
140
5,0
3,0
98
27
23
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær lausn, án sýnilegra agna
Osmósuþéttni: 572 mOsm/l (u.þ.b.)
pH: 4,0 til 6,0
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Plasmalyte Glucos 50 mg/ml skal nota:

sem vökvauppbót með kolvetnum (t.d. eftir bruna, höfuðáverka,
beinbrot, sýkingu, og ertingu
lífhimnu.

sem vökvauppbót í skurðaðgerð,

við vægri til miðlungs alvarlegri efnaskiptablóðsýringu, einnig
við skert laktatefnaskipti.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir, aldrað fólk, unglingar og börn:
Skammtar og hlutfall lyfjagjafar fer eftir aldri, þyngd, klínísku
og líffræðilegu ástandi sjúklings og
annarri meðferð sem sjúklingur fær samtímis.
Fylgjast á með vökvajafnvægi, glúkósa í blóði og
blóðsöltum í sermi fyrir gjöf lyfsins og meðan á
henni stendur (sjá kafla 4.4, 4.5, 4.6 og 4.8).
2
_Ráðlagðir skammtar_
:
Mælt er með eftirfarandi skömmtum:
-
fyrir fullorðna, aldrað fólk og unglinga: 500 ml til 3
lítrar/sólarhring
-
fyrir ungabörn, smábörn og börn:
-
0-10 kg líkamsþungi: 100 ml/kg/sólarhring
-
10-20 kg líkamsþungi: 1000 ml + (50 ml /kg umfram 10 kg)
/sólarhring
-
> 20 kg líkamsþungi: 1500 ml + (20 ml /kg umfram 20 kg) /sólarhring
_Hraði innrennslis: _
_ _
Hraði innrennslis er yfirleitt 40 ml/kg/sólarhring fyrir fullorðna,
aldrað fólk og unglinga.
Þegar lyfið er notað til að bæta fyrir vökvatap í
skurðaðgerð, getur venjulegur innrennslishraði verið
meiri og er um 15 ml/kg/klst.
Hjá börnum er hraði innrennslis að meðaltal
                                
                                Lestu allt skjalið