Furix

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Furix Tafla 20 mg
 • Skammtar:
 • 20 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Furix Tafla 20 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • f6152244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Furix 20 mg og 40 mg töflur

Fúrósemíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Furix og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Furix

Hvernig nota á Furix

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Furix

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Furix og við hverju það er notað

Furix er þvagræsilyf. Það er notað gegn uppsöfnun vökva í líkamanum (bjúgi) og til að lækka of háan

blóðþrýsting.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Furix

Ekki má nota Furix

ef um er að ræða ofnæmi fyrir fúrósemíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6):

ef þú ert með ofnæmi fyrir súlfónamíðum (sýklalyf)

ef þú ert með ofnæmi fyrir súlfónýlúrealyfjum (lyf við sykursýki)

ef þú ert með skert blóðrúmmál eða vökvaskort (ofþornun)

ert með nýrnasjúkdóm og þvagmyndun hefur stöðvast

ef þú ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm

ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Furix er notað.

ef þú ert öldruð/aldraður

ef þú

tekur önnur lyf sem geta valdið blóðþrýstingsfalli

ef önnur heilsufarsvandamál eru til staðar sem eru áhættuþættir fyrir blóðþrýstingsfall

ef þú ert með stækkaðan blöðruhálskirtil eða átt í vandræðum með þvaglát

ef þú ert með of lágan blóðþrýsting

ef þú ert með sykursýki

ef þú ert með raskanir á vökva- og saltajafnvægi

ef þú ert með þvagsýrugigt

ef þú ert með lifrarsjúkdóm

ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi í tengslum við alvarlegan lifrarsjúkdóm

ef þú ert með of lítið af próteinum í blóði (t.d. í tengslum við nýrungaheilkenni)

ef þú ert með bandvefssjúkdóm (t.d. helluroða)

ef þú ert með alvarlegan efnaskiptasjúkdóm (porfýríu)

ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum þvagræsilyfjum (tíazíðum)

ef þú ert í meðferð með barksterum

ef þú ert í meðferð með vissum sýklalyfjum (amínóglýkósíðum).

Láttu alltaf vita að þú tekur Furix þegar teknar eru blóð eða þvagprufur hjá þér.

Notkun annarra lyfja samhliða Furix

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.Þetta gildir einnig um lyf sem fengin eru án lyfseðils, keypt erlendis, náttúrulyf,

vítamín, steinefni í stórum skömmtum og fæðubótarefni.

Ræddu við lækninn ef þú tekur

lyf við krömpum (klóralhýdrat)

krabbameinslyf (cisplatín)

lyf við magasári (súkralfat, karbenoxólón)

lyf við oflæti (litíum)

lyf við háþrýstingi (ACE-hemla eða angíótensín II viðtakahemla)

lyf við hjartabilun eða hjartsláttartruflunum (digoxín)

verkjalyf (bólgueyðandi gigtarlyf, acetýlsalicýlsýru)

lyf við of háu kólesteróli í blóði (kólestýramín, kólestípól)

barkstera

lyf gegn þvagsýrugigt (próbenesíð)

lyf gegn ákveðnum tegundum krabbameins, gigt og psóríasis (metótrexat)

lyf við sykursýki

lyf við hægðatregðu

lyf við astma (teófýllín)

lyf til að koma í veg fyrir höfnun eftir líffæraígræðslu (ciklósporín)

lyf við flogaveiki (fenýtóín)

sýklalyf (amínóglíkósíða og cefalósporín)

lyf við hósta (sem innihalda lakkrís).

Ef þú þarft að fara í röntgenmyndatöku með skuggaefnum skaltu segja lækninum að þú takir Furix.

Notkun Furix með mat eða drykk

Taka skal Furix minnst hálfri klukkustund fyrir eða tveimur klukkustundum eftir máltíð.

Þú mátt ekki borða mikið magn af lakkrís meðan á meðferð með Furix stendur þar sem það eykur

hættuna á truflunum á salta- og vökvajafnvægi líkamans.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Meðganga

Ef þú ert þunguð máttu ekki taka Furix nema í samráði við lækninn.

Brjóstagjöf

Ef þú ert með barn á brjósti mátt þú ekki taka Furix þar sem lyfið berst í brjóstamjólk og getur dregið

úr mjólkurmyndun. Ræddu við lækninn.

Akstur og notkun véla

Furix getur einstaka sinnum valdið aukaverkunum sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar

véla. Furix getur valdið blóðþrýstingsfalli. Það getur haft áhrif á einbeitingarhæfni þína og valdið

svima.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Furix inniheldur laktósa

Furix inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en

lyfið er tekið inn.

3.

Hvernig nota á Furix

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita

upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur er

Fullorðnir:

Vökvasöfnun í líkamanum

Skammtur er einstaklingsbundinn frá einni 20 mg töflu til fjögurra 40 mg taflna á dag, það er 20 mg til

160 mg á dag, tekinn í einum eða tveimur skömmtum að morgni og/eða kvöldi. Fylgið fyrirmælum

læknisins.

Hár blóðþrýstingur

Skammtur er einstaklingsbundinn frá einni 20 mg töflu til tveggja 40 mg taflna á dag, það er 20 mg til

80 mg á dag. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Ungbörn og börn

Skammturinn fer eftir þyngd barnsins. Hámarksskammtur er venjulega tvær 20 mg töflur eða ein

40 mg tafla á dag. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Skert nýrnastarfsemi

Nauðsynlegt getur verið að hækka skammta. Fylgið fyrirmælum læknisins.

Taka skal Furix á fastandi maga, það er minnst hálfri klukkustund fyrir eða tveimur klukkustundum

eftir máltíð. Hægt er að kyngja töflunni heilli, brjóta hana, tyggja eða mylja. Hægt er að brjóta töfluna

með því að þrýsta létt á hana. Mikilvægt er að drekka mikið vatn meðan á meðferð með Furix stendur.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið

notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða

eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Takið umbúðirnar með.

Einkenni ofskömmtunar eru mjög lágur blóðþrýstingur sem getur þróast í lost, bráð nýrnabilun,

blóðtappi, ruglástand með ofskynjunum, lömun eða máttleysi og jafnvel meðvitundarleysi, kæruleysi

og rugl.

Hjá börnum hefur líka komið fram breyting á andlegu ástandi, höfuðverkur, máttleysi í vöðvum og

krampaköst.

Ef gleymist að taka Furix

Ef skammtur af Furix hefur gleymst skal taka hann um leið og munað er eftir honum. Ef stutt er fram

að næsta skammti skal sleppa skammtinum sem gleymst hefur að taka. Ekki á að tvöfalda skammt til

að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Furix

Aðeins skal gera hlé á meðferð eða hætta henni að höfðu samráði við lækninn.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hringdu í 112 eða á slysadeild ef einkenni alvarlegra aukaverkana koma fram.

Mjög algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 sem fá meðferð):

Alvarlegar:

Truflanir á saltajafnvægi, lækkun kalíums og magnesíums í blóði sem getur komið fram

sem máttleysi, minnkað afl í vöðvum eða óreglulegur hjartsláttur; kalkútfellingar í nýrum við

langvarandi meðferð hjá börnum með meðfæddan hjartagalla.

Algengar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 100 sem fá meðferð):

Alvarlegar:

Áhrif á heila í tengslum við alvarlegan lifrarsjúkdóm.

Ekki alvarlegar:

Áhrif á vökva- og saltajafnvægi líkamans, sem geta valdið máttleysi, sleni, ógleði,

máttleysi í vöðvum, náladofa í höndum og fótum ásamt rugli; hækkun blóðfitu; útbrot; kláði;

ofsakláði; smáblæðingar í húð og slímhúð, aukið ljósnæmi í húð; hækkun þvagsýru í blóði (algengara

hjá körlum).

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 1.000 sem fá meðferð):

Alvarlegar:

Blæðingar í húð og slímhúð og marblettir vegna breytinga í blóði (of fáar blóðflögur);

alvarleg húðútbrot með bólgu og flögnun ysta lags húðarinnar; hiti; útbrot í andliti, á hand- og

fótleggjum (regnbogaroði); óeðlilega hár líkamshiti hjá börnum með meðfæddan hjartagalla;

viðvarandi heyrnartap; heyrnarleysi (stundum óafturkræft), yfirlið, bráð þvagteppa hjá eldri körlum

með stækkaðan blöðruhálskirtil.

Ekki alvarlegar:

Hækkaður blóðsykur; vökvaskortur; eyrnasuð; heyrnarleysi sem gegnur tilbaka;

blóðþrýstingslækkun þegar staðið er upp úr liggjandi stöðu; ógleði; uppköst; niðurgangur; bólga í

æðum í húð; vökvafylltar blöðrur,

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá 1-10 af hverjum 10.000 sem fá meðferð):

Alvarlegar:

Almennur sljóleiki, tilhneiging til bólgu (sýkinga) einkum hálsbólgu og hiti vegna

breytinga í blóði (of fá hvít blóðkorn); þreyta og fölvi, jafnvel tilhneiging til hálsbólgu og blæðinga í

húðinni vegna alvarlegs blóðleysis og e.t.v. annarra breytinga í blóði; alvarlegt blóðleysi með gulu;

hiti, þreyta og sljóleiki vegna bólgu í æðum; bráð brisbólga (hiti og miklir verkir í maga); alvarleg

áhrif á hjartastarfsemi; drep í fótleggum hjá öldruðum vegna ófullnægjandi blóðflæðis; sjóntruflanir

með gulsýni.

Ekki alvarlegar:

Höfuðverkur; náladofi eða doðatilfinning eða tilfinningaleysi í húðinni; svimi;

freyðandi þvag vegna próteina í þvagi.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(koma fyrir hjá minna en 1 af hverjum 10.000 sem fá

meðferð):

Alvarlegar:

Lifrasjúkdómur (gula) með kláða í húð; versnun blóðþurrðarkvilla; hjartagalli hjá fóstri;

efnaskiptasjúkdómur hjá ungbörnum, alvarlegur nýrnasjúkdómur með nýrnabilun; hraður púls;

skyndileg húðútbrot, öndunarerfiðleikar; þroti í andliti, vörum og hálsi, yfirlið (innan mínútna til

klukkustunda) vegna ofnæmisviðbragða (bráðaofnæmisviðbrögð); dökkrautt þvag, miklir magaverkir,

geðrænar truflanir til dæmis kvíði (porfýría).

Ekki alvarlegar:

Vítamínskortur (B1) við langvarandi meðferð.

Tíðni ekki þekkt

Alvarlegar:

Hjartsláttartruflanir, lost, krampar. Bráð útbreidd graftarútþot (bráð húðútþot með hita

vegna lyfja) sundl, yfirlið og meðvitundarleysi (af völdum lágþrýstings með einkennum).

Ekki alvarlegar:

Hiti, þorsti, rugl, getuleysi, lystarleysi, erting í munni og maga, magakrampar,

hægðatregða, vöðvakrampar, máttleysi

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig

umaukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir

beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Furix

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Furix 20 mg og 40 mg töflur inniheldur

Virka innihaldsefnið er fúrósemíð.

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi (E 460), natríumkroskarmellósi,

laktósaeinhýdrat, magnesíumsterat (E 470b), póvídón (E 1201), hrísgrjónasterkja og vatnsfrí

kísilkvoða (E 551).

Lýsing á útlit Furix og pakkningastærðir

Furix 20 mg er kringlótt, hvít tafla með deiliskoru, merkt „AB 41“ á annarri hliðinni.

Furix 40 mg er kringlótt, hvít tafla með deiliskoru, merkt „AB 22“ á annarri hliðinni.

Furix töflur fást í plastílátum.

20 mg: 100 stk.

40 mg: 100 og 250 stk.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Takeda Pharma A/S

Dybendal Allé 10

DK-2630 Taastrup

Danmörk

Framleiðandi

Takeda Pharma A/S

Langebjerg 1

4000 Roskilde

Danmörk

eða

Takeda Pharma Sp. z o.o.

12 Księstwa Łowickiego ST.

99-420 Łyszkowice

Pólland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa:

Vistor hf.

sími: 535 7000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.