Warfarin Teva Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
19-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Warfarinum natríum

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

B01AA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Warfarinum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

599632 Þynnupakkning PVC/PVdC/Ál

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-05-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
WARFARIN TEVA 1 MG, 3 MG OG 5 MG TÖFLUR
warfarínnatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
−
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
−
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
−
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
−
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
•
Það er mikilvægt að taka réttan skammt. Ef þú átt í
erfiðleikum skalt þú leita eftir aðstoð. Ef þú
tekur rangan skammt eða tekur of mikið skalt þú hafa samband við
lækninn eða lyfjafræðing
(sjá kafla 3).
•
Hafðu Warfarin Teva skráningarkortið ÁVALLT meðferðis. Láttu
alltaf alla lækna, skurðlækna,
hjúkrunarfræðinga, tannlækna eða lyfjafræðinga vita að þú
takir Warfarin Teva.
•
Warfarin Teva getur orðið fyrir áhrifum af mörgum öðrum lyfjum,
þ.m.t. lyfjum sem fengin eru
án lyfseðils, náttúrulyfjum, vítamínum og fæðubótarefnum.
(Sjá kafla 2 „Notkun annarra lyfja
samhliða Warfarin Teva“). Ekki byrja að taka neitt nýtt lyf án
þess að kanna hvort óhætt sé að
taka það ásamt Warfarin Teva; einkum aspirín, íbúprófen og
önnur bólgueyðandi gigtarlyf,
vegna þess að þau geta aukið hættu á blæðingum.
•
Sumar fæðutegundir og sjúkdómar geta haft áhrif á meðferð með
Warfarin Teva. Fylgið
ráðleggingum í kafla 2, „Atriði sem hafa áhrif á Warfarin
Teva“.
•
Ef einhver einkenni sem benda til blæðinga koma fram skal strax hafa
samband við lækni (sjá
kafla 4).
•
Leitaðu strax eftir læknisaðstoð ef ekki reynist hægt að
stöðva blæðingu, ef þú dettur, meiðist
eða færð hö
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Warfarin Teva 1 mg töflur
Warfarin Teva 3 mg töflur
Warfarin Teva 5 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Warfarin Teva 1 mg
Hver tafla inniheldur 1 mg af warfarínnatríum.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 96,67 mg af laktósaeinhýdrati.
Warfarin Teva 3 mg
Hver tafla inniheldur 3 mg af warfarínnatríum.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla innheldur 94,53 mg af laktósaeinhýdrati.
Warfarin Teva 5 mg
Hver tafla inniheldur 5 mg af warfarínnatríum.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 92,80 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
_Warfarin Teva 1 mg töflur: _
Brún tafla (þvermál 8 mm) með WFN ofan við og 1 neðan við
deiliskoru á
annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.
_ _
_Warfarin Teva 3 mg töflur: _
Blá tafla (þvermál 8 mm) með WFN ofan við og 3 neðan við
deiliskoru á
annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.
_ _
_Warfarin Teva 5 mg töflur: _
Bleik tafla (þvermál 8 mm) með WFN ofan við og 5 neðan við
deiliskoru á
annarri hliðinni og tvöföldum þríhyrningi á hinni.
_ _
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bráð segamyndun í bláæðum og lungnablóðrek (í upphafi ásamt
heparíni eða léttu heparíni).
Fyrirbyggjandi meðferð við bláæðasega. Áunninn
hjartasjúkdómur með sérstakri hættu á blóðreki, t.d.
langvinnt gáttatif, hjartavöðvakvilli og stórt
þverveggjarhjartadrep. Valfrjáls rafvending vegna
gáttatifs/gáttflökts sem hefur staðið yfir lengur en í 2
sólarhringa. Gervihjartalokur og gerviæðar.
Hafa skal í huga nýjustu leiðbeiningar um meðferð með
K-vítamínhemli.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
FULLORÐNIR
_Upphafsskammtur _
Dagur 1: 5–10 mg warfarín, með hliðsjón af einstaklingsbundnum
erfðafræðilegum eiginleikum
sjúklingsins, þyngd, aldri og almennu heilsufari, o.s.frv. (sjá
hér á eftir).
Dagur 2: 5–7,5 mg warfarín.
Dagur 3: Bráðabi
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru