Quetiapin Medical Valley Forðatafla 400 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-11-2023
Vöruhandbók Vöruhandbók (MAN)
01-10-2019
MMR MMR (MMR)
01-10-2019

Virkt innihaldsefni:

Quetiapinum fúmarat

Fáanlegur frá:

Medical Valley Invest AB

ATC númer:

N05AH04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Quetiapinum

Skammtar:

400 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

459838 Þynnupakkning PVC/PCTFE/álþynnur V0261

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-04-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA
QUETIAPIN MEDICAL VALLEY 50 MG FORÐATÖFLUR
QUETIAPIN MEDICAL VALLEY 150 MG FORÐATÖFLUR
QUETIAPIN MEDICAL VALLEY 200 MG FORÐATÖFLUR
QUETIAPIN MEDICAL VALLEY 300 MG FORÐATÖFLUR
QUETIAPIN MEDICAL VALLEY 400 MG FORÐATÖFLUR
quetiapin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Quetiapin Medical Valley og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Quetiapin Medical Valley
3.
Hvernig nota á Quetiapin Medical Valley
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Quetiapin Medical Valley
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM QUETIAPIN MEDICAL VALLEY OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Quetiapin Medical Valley inniheldur virka efnið quetiapin. Það
tilheyrir flokki lyfja sem nefnast
geðrofslyf. Hægt er að nota Quetiapin Medical Valley til að
meðhöndla ýmsa sjúkdóma, eins og:
•
Geðlægð í geðhvarfasjúkdómi (bipolar depression) og alvarlegar
geðlægðarlotur í alvarlegu
þunglyndi: þú finnur fyrir depurð, eða þú getur fundið fyrir
þunglyndi, fengið sektarkennd,
verið orkulaus, misst matarlyst eða getur ekki sofið.
•
Geðhæð (mania): þú finnur fyrir æsingi, ofsakæti, uppnámi,
ákafa eða ofvirkni eða þú hefur
slæma dómgreind, getur m.a. verið árásargjarn/gjörn eða
truflandi.
•
Geðklofi: þú heyrir eða finnur fyrir hlutum sem ekki eru til
staðar, trúir hlutu
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Quetiapin Medical Valley 50 mg forðatöflur
Quetiapin Medical Valley 150 mg forðatöflur
Quetiapin Medical Valley 200 mg forðatöflur
Quetiapin Medical Valley 300 mg forðatöflur
Quetiapin Medical Valley 400 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Quetiapin Medical Valley 50 mg inniheldur 50 mg quetiapin (sem
quetiapinfúmarat).
Quetiapin Medical Valley 150 mg inniheldur 150 mg quetiapin (sem
quetiapinfúmarat).
Quetiapin Medical Valley 200 mg inniheldur 200 mg quetiapin (sem
quetiapinfúmarat).
Quetiapin Medical Valley 300 mg inniheldur 300 mg quetiapin (sem
quetiapinfúmarat).
Quetiapin Medical Valley 400 mg inniheldur 400 mg quetiapin (sem
quetiapinfúmarat).
Hjálparefni með þekkta verkun
Quetiapin Medical Valley 50 mg inniheldur 14 mg af laktósa
(vatnsfríum) í hverri töflu.
Quetiapin Medical Valley 150 mg inniheldur 42 mg af laktósa
(vatnsfríum) í hverri töflu.
Quetiapin Medical Valley 200 mg inniheldur 56 mg af laktósa
(vatnsfríum) í hverri töflu.
Quetiapin Medical Valley 300 mg inniheldur 85 mg af laktósa
(vatnsfríum) í hverri töflu.
Quetiapin Medical Valley 400 mg inniheldur 113 mg af laktósa
(vatnsfríum) í hverri töflu.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
_ _
3.
LYFJAFORM
Forðatafla
50 mg:hvítar til beinhvítar, kringlóttar tvíkúptar töflur, 7,1
mm í þvermál og 3,2 mm á þykkt, merktar
„50“ á annarri hliðinni.
150 mg:hvítar til beinhvítar, aflangar tvíkúptar töflur, 13,6 mm
að lengd, 6,6 mm á breidd og 4,2 mm á
þykkt, merktar „150“ á annarri hliðinni.
200 mg:hvítar til beinhvítar, aflangar tvíkúptar töflur, 15,2 mm
að lengd, 7,7 mm á breidd og 4,8 mm á
þykkt, merktar „200“ á annarri hliðinni.
300 mg:hvítar til beinhvítar, aflangar tvíkúptar töflur, 18,2 mm
að lengd, 8,2 mm á breidd og 5,4 mm á
þykkt, merktar „300“ á annarri hliðinni.
400 mg:hvítar til beinhvítar, egglaga tvíkúptar töflur, 20,7 mm
að lengd, 10,2 mm á breidd og 6,3 mm
á þykkt, merktar 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru