Fenylefrin Abcur

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Fenylefrin Abcur Stungulyf, lausn 0,1 mg/ml
 • Skammtar:
 • 0,1 mg/ml
 • Lyfjaform:
 • Stungulyf, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Fenylefrin Abcur Stungulyf, lausn 0,1 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 1c6b3809-be4c-e111-b50c-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Fenylefrin Abcur 0,05 mg/ml, stungulyf, lausn

Fenylefrin Abcur 0,1 mg/ml, stungulyf, lausn

fenýlefrín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Fenylefrin Abcur og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Fenylefrin Abcur

Hvernig nota á Fenylefrin Abcur

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Fenylefrin Abcur

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Fenylefrin Abcur og við hverju það er notað

Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem nefnast adrenvirk og dópamínvirk lyf. Fenylefrin Abcur er notað til

meðferðar við lágum blóðþrýstingi, sem getur komið fram meðan á ýmiss konar svæfingu stendur.

2.

Áður en byrjað er að nota Fenylefrin Abcur

Ekki má nota Fenylefrin Abcur:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir fenýlefríni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með háþrýsting (háan blóðþrýsting)

ef þú ert með æðakvilla í útlimum (lélega blóðrás)

ef þú tekur lyf sem valda þrengingu æða (efedrín, pseudoefedrín, metýlfenídat)

ef þú tekur lyf til inntöku um munn eða notkunar í nef sem valda þrengingu æða (etílefrín,

mídódrín, nafazólín, oxýmetazólín, sýnefrín, tetrýzólín, túamínóheptan, týmazólín)

Varnaðarorð og varúðarreglur

Mikilvægt er að hafa eftirlit með blóðþrýstingi í slagæðum meðan á meðferðinni stendur.

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Fenylefrin Abcur er notað:

ef þú ert aldraður/öldruð

ef þú ert með ofvirkan skjaldkirtil

ef þú átt við hjartavandamál að stríða, svo sem hægan hjartslátt, gáttasleglarof (að hluta),

hjartavöðvasjúkdóm, lélega blóðrás í hjartanu

ef heilablóðrásin er léleg

ef þú ert með æðakölkun (hörðnun og þykknun æðaveggja)

ef þú ert með sykursýki

Notkun annarra lyfja samhliða Fenylefrin Abcur

Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Ekki nota Fenylefrin Abcur samhliða:

lyfjum sem valda þrengingu æða (efedrín, pseudoefedrín, metýlfenídat)

lyfjum til inntöku um munn eða notkunar í nef sem valda þrengingu æða (etílefrín, mídódrín,

nafazólín, oxýmetazólín, sýnefrín, tetrýzólín, túamínóheptan, týmazólín)

Milliverkanir eru hugsanlegar við eftirfarandi lyf:

díhýdróergótamín, ergótamín, metýlergómetrín, metýsergíð (við mígreni)

línezólíð (sýklalyf)

brómókriptín, cabergólín, lísúríð, pergólíð (við Parkinsons-sjúkdómi)

móclóbemíð, tóloxatón, íproníazíð, níalamíð (við þunglyndi)

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki má nota lyfið á meðgöngu nema augljósa nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Konur sem hafa barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema augljósa nauðsyn beri til.

3.

Hvernig nota á Fenylefrin Abcur

Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun gefa þér Fenylefrin Abcur í æð (bláæð). Læknirinn ákveður

réttan skammt fyrir þig og hvenær og hvernig inndælingin fer fram.

Ef stærri skammtur af Fenylefrin Abcur en mælt er fyrir um er notaður

Einkenni of stórs skammts af Fenylefrin Abcur eru hraðari og óreglulegur hjartsláttur.

Ekki er líklegt að þetta gerist vegna þess að þér verður gefið lyfið á sjúkrahúsi.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tilkynnt hefur verið um eftirfarandi aukaverkanir:

höfuðverk

viðbragðshægslátt (hægan hjartslátt)

æsing

óróa

hjartsláttartruflanir

háan blóðþrýsting

brjóstverki

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki

er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi

sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til

við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Fenylefrin Abcur

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „Fyrnist“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Fenylefrin Abcur inniheldur

Virka efnið er fenýlefrín sem fenýlefrínhýdróklóríð.

Önnur innihaldsefni eru natríumklóríð, natríumsítrat, sítrónusýra, vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Fenylefrin Abcur og pakkningastærðir

Fenylefrin Abcur 0,05 mg/ml, stungulyf, lausn, er selt í 10 ml glerlykjum.

Fenylefrin Abcur 0,1 mg/ml, stungulyf, lausn, er selt í 5 ml, 10 ml eða 20 ml glerlykjum og og 50 ml

hettuglösum úr gleri.

Lykjurnar eru í plast- eða pappabökkum í pappaöskjum með 5, 10, 20, 50 eða 100 lykjum.

Hettuglösunum er pakkað í pappaöskjur með 1, 12, 24 eða 48 hettuglösum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Abcur AB

P.O. Box 1452

251 14 Helsingborg

Svíþjóð

Framleiðandi

Laboratoires Renaudin

Z.A Errobi

F-64 250 Itxassou

Frakkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í maí 2018.