Ephedrine Sintetica Stungulyf, lausn 50 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Ephedrinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Sintetica GmbH

ATC númer:

C01CA26

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ephedrinum

Skammtar:

50 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

580965 Lykja Gler af gerð I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-06-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
EPHEDRINE SINTETICA 50 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
efedrínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í
þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ephedrine Sintetica og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota
Ephedrine Sintetica
3.
Hvernig nota á Ephedrine Sintetica
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ephedrine Sintetica
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM EPHEDRINE SINTETICA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ephedrine Sintetica inniheldur virka efnið efedrínhýdróklóríð.
Efedrín er adrenvirkt og hefur örvandi áhrif á hjartastarfsemi
þótt það sé ekki hjartaglýkósíð.
Ephedrine Sintetica er stungulyf, lausn í lykju sem er notað til
meðferðar við lágum blóðþrýstingi við
deyfingu eða svæfingu, hvort sem um er að ræða mænudeyfingu eða
utanbastsdeyfingu hjá fullorðnum og
unglingum (eldri en 12 ára).
Lyfið má aðeins nota af svæfingarlæknum eða undir eftirliti
þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA EPHEDRINE SINTETICA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ GEFA ÞÉR EPHEDRINE SINTETICA
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir efedríni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
•
ef þú finnur fyrir oförvun.
•
ef þú ert með æxli sem seytir efnum sem hækka blóðþrýsting
(krómfíklaæxli).
•
ásamt fenýlprópanólamíni, fenýlefríni, sýndarefedríni,
metýlfenídati
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ephedrine Sintetica 50 mg/ml stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur 50 mg af
efedrínhýdróklóríði.
1 lykja með 1 ml af lausn inniheldur 50 mg af
efedrínhýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Tær, litlaus vökvi án sýnilegra agna.
Sýrustig lausnarinnar er á bilinu 5,0–6,5.
Osmósuþéttni lausnarinnar er á bilinu 440–480 mOsm/kg.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar á lágþrýstingi vegna mænu- eða
utanbastsdeyfingar og við svæfingu hjá fullorðnum og
unglingum eldri en 12 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Gefa verður minnsta skammt af efedríni sem skilar árangri í eins
stuttan tíma og mögulegt er.
_ _
_Fullorðnir og unglingar: _
Hæg inndæling 5 mg (að hámarki 10 mg) í bláæð, endurtekin
eftir þörfum á 3-
4 mínútna fresti. Heildarskammtur á sólarhring má ekki fara yfir
150 mg.
_ _
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun efedríns hjá
sjúklingum á aldrinum 0 til og með 12 ára.
Engar upplýsingar liggja fyrir.
_ _
_Aldraðir _
Fyrir fullorðna skal byrja á stökum 5 mg skammti. Gefa gæti þurft
mjög öldruðum sjúklingum stærri
skammt.
Lyfjagjöf
Aðeins má nota efedrín af svæfingarlæknum eða undir eftirliti
þeirra með inndælingu í bláæð.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
Efedrín á ekki að nota ef um er að ræða
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Ofertingu, krómfíklaæxli.
•
Samhliða gjöf fenýlprópanólamíns, fenýlefríns,
sýndarefedríns, metýlfenídats (annarra lyfja með
óbeina adrenvirkni).
Ekki má gefa efedrín til sjúklinga sem eru á eða hafa verið á
meðferð með ósértækum MAO-hemlum
síðustu 2 vikur þar sem samsetningin gæti valdið alvarlegum og
hugsanlega banvænum háþrýstingi.
4.4.
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sérstök varnaðarorð
Gæta skal 
                                
                                Lestu allt skjalið