Differin

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Differin Hlaup 1 mg/g
 • Skammtar:
 • 1 mg/g
 • Lyfjaform:
 • Hlaup
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Differin Hlaup 1 mg/g
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • c4122244-aac8-df11-a1f6-0016e6045f8e
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Differin 1 mg/g hlaup

adapalen

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Differin og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Differin

Hvernig nota á Differin

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Differin

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Differin og við hverju það er notað

Differin er lyf við gelgjubólum (svartir nabbar og bólur í húðinni).

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en

tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á

merkimiða frá lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að nota Differin

Ekki má nota Differin

ef um er að ræða ofnæmi fyrir adapalen eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin

upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Ef til ofnæmisviðbragða eða alvarlegrar ertingar í húð kemur við notkun lyfsins, verður að

stöðva meðferðina.

Forðast skal að Differin hlaup berist í augu, munn, nasir eða slímhimnu. Ef lyfið berst í auga

skal skola vandlega með volgu vatni. Differin má ekki nota á skaddaða húð (sár eða skrámur),

sólbrennda húð eða exemhúð, útbrot í kringum munninn eða á húðsjúkdóminn rósroða.

Önnur útvortis lyf gegn gelgjubólum, sem hafa annan verkunarhátt t.d. benzóýlperoxíð, má nota

samtímis Differin, ef þau eru borin á að morgni og Differin að kvöldi.

Forðast á sólböð og ljósalampa (ljósabekki) við notkun þessa lyfs. Notið sólarvörn og klæðnað

til að hylja húðsvæði sem fengið hafa meðferð þegar ekki er hægt að forðast mikla sól.

Notkun annarra lyfja samhliða Differin

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð,

eða kynnu að verða notuð.

Differin getur verið ertandi fyrir húðina, og er því hugsanlegt að samtímis notkun hreinsiefna

eða annarra húðertandi efna (sem innihalda ilmefni eða alkóhól) geti valdið ertingu.

Ekki á að nota önnur húðlyf með svipaða verkun samtímis Differin.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Differin á ekki að nota á meðgöngu.

Ef þú verður þunguð meðan á Differin meðferð stendur verður að stöðva meðferðina og láta

lækninn vita eins fljótt og auðið er vegna frekari eftirfylgni.

Differin má nota meðan á brjóstagjöf stendur.

Til að að barnið komist ekki í snertingu við lyfið

ætti að forðast að bera Differin á bringu meðan á brjóstagjöf stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá

lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Differin er ekki talið hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Differin inniheldur própýlenglýkól og methýlparahýdroxýbenzóat

Differin inniheldur própýlenglýkól, sem getur valdið húðertingu og methýlparahýdroxýbenzóat

(E 218) sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum (geta komið fram eftir einhvern tíma).

3.

Hvernig nota á Differin

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal

leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammtinn sem hentar hverjum sjúklingi. Venjulegur skammtur er:

Differin hlaup er borið á sýkta svæðið í þunnu lagi einu sinni á dag, fyrir svefn. Húðin skal vera

þurr og hrein þegar lyfið er borið á.

Lyfið getur valdið húðertingu, t.d. flögnun og roða, og getur þá verið nauðsynlegt að nota

Differin sjaldnar eða hætta notkun tímabundið.

Óhófleg notkun Differin eykur hvorki árangur meðferðar né flýtir bata en það getur valdið roða,

flögnun eða óþægindum.

Notkun handa börnum og unglingum

Differin er einungis ætlað til notkunar hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal

hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Leitið til læknisins eða

lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Differin á eingöngu að nota útvortis á húð og er ekki ætlað til inntöku.

Ef gleymist að nota Differin

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Differin

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Differin getur valdið eftirfarandi staðbundnum aukaverkunum.

Algengar aukaverkanir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10 sjúklingum)

- þurr húð

- erting í húð

- brunatilfinning í húð

- roði í húð

Sjaldgæfar aukaverkanir

(koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 100 sjúklingum):

- staðbundin viðbrögð í húð (snertiexem)

- óþægindi í húð

- sólbruni

- kláði í húð

- flagnandi húð

- bólur

Aðrar aukaverkanir eru m.a. snertiofnæmi, sársauki eða þroti í húð og erting, kláði eða þroti á

augnlokum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að

tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Differin

Má ekki geyma í kæli. Má ekki frjósa.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Differin eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðum. Fyrningar-

dagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Differin inniheldur

Virka innihaldsefnið er adapalen 1 mg/g (0,1% w/w)

Önnur innihaldsefni eru carbómer, própýlenglýkól, poloxamer 182, tvínatríumedetat,

metýlparahýdroxíbensóat (E 218), fenoxietanól, natríumhýdroxíð og hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Differin og pakkningastærðir

Differin er jafnt, hvítt, einsleitt hlaup fáanlegt í hvítum LDPE túpum með skrúfuðum tappa úr

Pakkningastærðir 30 g og 60 g.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Galderma Nordic AB

Seminariegatan 21

752 28 Uppsala

Svíþjóð

Framleiðandi

Laboratoires Galderma

ZI Montdésir

74540 Alby-sur-Chéran

Frakkland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í mars 2018.