Dexamethasone Krka Tafla 4 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-03-2023

Virkt innihaldsefni:

Dexamethasonum fosfat

Fáanlegur frá:

Krka, d.d., Novo mesto

ATC númer:

H02AB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Dexamethasonum

Skammtar:

4 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

080431 Stakskammtaþynna OPA/ál/PVC álþynna V0422; 526496 Stakskammtaþynna OPA/ál/PVC álþynna V0423

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-12-05

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DEXAMETHASONE KRKA 4 MG TÖFLUR
dexamethason
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Dexamethasone Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dexamethasone Krka
3.
Hvernig nota á Dexamethasone Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dexamethasone Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEXAMETHASONE KRKA
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dexamethasone Krka tilheyrir flokki lyfja sem kallast sykurbarksterar.
Lyfið dregur úr bólgu,
verk og einkennum ofnæmisviðbragða og bælir ónæmiskerfið.
Dexamethasone Krka er notað til meðferðar við gigtsjúkdómum og
sjálfsnæmissjúkdómum (t.d. rauðir
úlfar, liðagigt, sjálfvakin liðagigt hjá börnum,
risafrumuæðabólga), sjúkdómum í öndunarvegi (t.d.
astmi í berkjum, kvashósti), húð (t.d. roðahúð, langvinn
blöðrusótt), smitsjúkdómum (heilahimnubólga
af völdum berkla), sjúkdómum í blóði (t.d. sjálfvakinn
blóðflagnafæðarpurpuri hjá fullorðnum),
heilabjúg, meðferð krabbameina (t.d. mergæxli, brátt
eitilfrumuhvítblæði, Hodgkin´s sjúkdómi og
non-Hodgkin´s eitilfrumukrabbamein í samsetningu með öðrum
lyfjum), líknandi
kabbameinsmeðferð, fyrirbyggjandi meðferð og meðferð við
ógleði og uppköstum af völdum
krabbameinslyfjameðferðar og fyrirbyggjandi meðferð gegn
uppk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SSAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dexamethasone Krka 4 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 4 mg af dexamethasoni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 77,9 mg af laktósa (sem laktósaeinhýdrat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar eða næstum hvítar, kringlóttar töflur með skásniðnum
brúnum og deiliskoru á annarri hliðinni
(þykkt: 2,5-3,5 mm; þvermál: 5,7-6,3 mm). Töflunni má skipta í
jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
TAUGASJÚKDÓMAFRÆÐI
Heilabjúgur (cerebral oedema) (aðeins með einkennum um
innankúpuþrýsting sem sést hefur á
tölvusneiðmynd) af völdum heilaæxlis, taugaskurðaðgerðar eða
graftarkýlis í heila (cerebral abscess).
LUNGNA- OG ÖNDUNARFÆRASJÚKDÓMAR
Bráð versnun astma þar sem notkun barkstera til inntöku á við,
kvashósti (croup).
HÚÐSJÚKDÓMAFRÆÐI
Upphafsmeðferð við miklum, alvarlegum, bráðum húðsjúkdómum
sem svara meðferð með
sykurbarksterum, t.d. roðahúð (erythroderma), langvinn
blöðrusótt (pemphigus vulgaris).
SJÁLFSNÆMISSJÚKDÓMAR/GIGTSJÚKDÓMAFRÆÐI
Upphafsmeðferð við sjálfsnæmissjúkdómum eins og rauðum úlfum
(lupus erythematodes).
Altæk æðabólga eins og risafrumuæðabólga (panarteritis nodosa)
á virku stigi.
Veruleg versun á virkri iktsýki, þ.e. hratt versnandi
sjúkdómsmynd með skemmdum og/eða
sjúkdómseinkenni frá líffærum.
Veruleg altæk sjúkdómsskeið sjálfvakinnar liðagigtar hjá
börnum (Still’s sjúkdómur).
BLÓÐSJÚKDÓMAR
Sjálfvakinn blóðflagnafæðarpurpuri hjá fullorðnum.
SÝKINGARSJÚKDÓMAR
Heilahimnubólga af völdum berkla (tuberculous meningitis), einungis
ásamt meðferð með
sýklalyfjum.
Dexamethasone Krka 4 mg töflur
Dexamethasone Krka er ætlað til meðferðar við Covid-19 hjá
fullorðnum sjúklingum og unglingum
(12 ára og eldri sem vega a.m.k. 40 kg), sem þurfa
súrefnismeðferð.
2
KRABBAMEINSLÆKNINGAR
Líknandi meðferð við æxlissjúkd
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru