Dexametason Abcur

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Dexametason Abcur Tafla 1 mg
 • Skammtar:
 • 1 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Dexametason Abcur Tafla 1 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 7ac2f756-f235-e111-9361-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Dexametason Abcur 1 mg töflur

Dexametason Abcur 4 mg töflur

Dexametasón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

Upplýsingar um Dexametason Abcur og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Dexametason Abcur

Hvernig nota á Dexametason Abcur

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Dexametason Abcur

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Dexametason Abcur og við hverju það er notað

Virka efnið í Dexametason Abcur er dexametasón. Dexametasón tilheyrir flokki lyfja sem nefnast

barksterar.

Dexametason Abcur er aðallega notað í gjörgæslu í meðferð bólgu og ákveðinna ofnæmisviðbragða.

Dexametasón er einnig notað í meðferð t.d. bólgu í tengslum við krabbameinssjúkdóma og til að koma

í veg fyrir uppköst í meðferð með frumhemjandi lyfjum. Dexametasón er notað við heilabjúg og bólgu

í heila vegna heilaæxlis.

Dexametason Abcur má einnig nota til að hafa stjórn á starfsemi nýrnahettubarkar og

heiladinguls.

2.

Áður en byrjað er að nota Dexametason Abcur

Ekki má nota Dexametason Abcur

ef um er að ræða ofnæmi fyrir dexametasóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

ef þú ert með sveppasýkingu sem hefur áhrif á allan líkamann.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Dexametason Abcur ef viðkomandi er með:

sykursýki,

berkla,

beinþynningu,

geðræn vandamál,

maga- og skeifugarnarsár,

háþrýsting,

mígreni,

hjartabilun,

vandamál í hjartavöðvum eftir nýlegt hjartaáfall,

nýrnabilun,

augnsjúkdóm,

sýkingu.

Ef þú ferð í bólusetningu verður þú segja þeim sem framkvæmir hana að þú notir Dexametason

Abcur.

Hafðu samband við lækninn ef þú ert með hita eða finnur fyrir streitu, því slíkt álag kann að

kalla á breyttan skammt.

Dexametason Abcur kann að hafa áhrif á vöxt barna.

Dexametason Abcur á ekki að gefa einstaklingum með höfuðáverka eða sem fengið hafa

heilablóðfall.

Þegar töku lyfsins er hætt skal gera það smám saman.

Segðu lækninum frá því ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig:

Einkenni æxlislýsuheilkennis eins og sinadráttur, vöðvaslappleiki, rugl, sjónskerðing eða truflanis og

mæði, ef þú ert með illkynja sjúkdóm í blóði.

Hafðu samband við lækninn ef þú færð þokusýn eða aðrar sjóntruflanir.

Notkun annarra lyfja samhliða Dexametason Abcur

Verkun meðferðarinnar kann að verða fyrir áhrifum ef önnur lyf eru tekin samhliða Dexametason

Abcur. Upplýsa verður lækninn um slíka samtímis meðferð.

Samtímis meðferð með lyfjum við flogaveiki (fenóbarbítali, fenýtóíni, karbamazepíni, prímídóni),

berklum (rífampicíni) og við sýkingum (ítrakónazóli) kann að krefjast skammtaaðlögunar.

Leitið ráða hjá lækninum áður en lyf sem innihalda asetýlsalisýlsýru eru notuð.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef önnur lyf eru tekin.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Hætta er á að fóstur verði fyrir áhrifum. Aðeins má nota lyfið á meðgöngu ef augljósa nauðsyn ber til.

Brjóstagjöf

Hætta er á að barn á brjósti verði fyrir áhrifum. Konur með barn á brjósti skulu aðeins nota lyfið ef

augljósa nauðsyn ber til.

Frjósemi

Ef þú hefur í hyggju að eignast barn skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú tekur þetta lyf.

Akstur og notkun véla

Dexametason Abcur er ekki líklegt til að hafa áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar á tækjum eða

vélum.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Dexametason Abcur inniheldur laktósaeinhýdrat

Lyfið inniheldur laktósa. Hafi læknirinn sagt þér að þú hafir óþol fyrir sumum sykrum skaltu hafa

samband við lækninn áður en þú tekur þetta lyf.

3.

Hvernig nota á Dexametason Abcur

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er

ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Læknirinn ákveður skammtinn og aðlagar hann að einstaklingsbundinni þörf þinni.

Venjulegur skammtur fyrir bólgueyðandi áhrif er 1-4 mg á sólarhring fyrstu vikuna og þar eftir 1-2 mg

á sólarhring.

Mikilvægt er að þú farir eftir ráðum læknisins og breytir ekki skammtinum eða hættir á

meðferðinni.

Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing ef þér finnast áhrifin af Dexametason Abcur of mikil eða

of lítil.

Töflunni má skipta í jafna skammta.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn er stærri skammtur af lyfinu en mælt er fyrir um skal hafa samband við lækni eða fara á

sjúkrahús án tafar. Takið lyfjapakkann með svo læknirinn viti hvaða lyf hefur verið tekið.

Ef gleymist að taka Dexametason Abcur

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þegar kortísónlyf eru tekin á skömmtum sem samsvara eigin framleiðslu líkamans fær viðkomandi

yfirleitt ekki neinar aukaverkanir. Ef þú þarft stærri skammta til lengri tíma er stundum ekki hægt að

komast hjá aukaverkunum.

Algengar aukaverkanir (koma fram hjá fleiri en 1 af hverjum 100 sjúklingum):

Skert mótstaða gegn sýkingum

Bólga í andliti og húðroði í andliti (Cushing-heilkenni)

Vaxtarseinkun hjá börnum

Þrymlabólur og aukinn vöxtur líkamshára hjá konum

Vöðvamáttleysi

Beinþynning vegna kalkmissis

Minnkuð geta til að vinna úr sykri, sem getur gert sykursýki verri eða leitt til þess að dulin

sykursýki komi fram

Sykursýki

Lítið magn köfnunarefnis í blóði

Sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá færri en 1 af hverjum 100 sjúklingum):

Ofnæmisviðbrögð svo sem bjúgur, útbrot og exem

Bólga í líkamanum vegna saltaójafnvægis í blóðinu, svo sem of mikils natríums eða lágs kalíums

eða kalsíums

Aukin matarlyst og þyngdaraukning

Hár blóðþrýstingur, blóðtappar og hjartabilun

Kvillar í meltingarfærum svo sem ógleði og magasár

Brisbólga

Þunn og viðkvæm húð (marblettir myndast auðveldlega), sár gróa verr

Breytt skap eða svefntruflanir

Áhrif á augu, svo sem gláka, úteygð og drer

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (koma fram hjá færri en 1 af hverjum 1.000 sjúklingum)

Sinarrof

Aukinn þrýstingur í höfði

Niðurbrot vefjar

Tíðni ekki þekkt:

Óreglulegar tíðir eða viðkomandi missir úr tíðir

Krampar

Höfuðverkur, svimi, almennur slappleiki

Beinbrot

Vöðvasjúkdómar í handleggjum og fótleggjum

Æðastífla

Bólga í líkamanum vegna vökvauppsöfnunar

Lítið kalíummagn í blóði

Kvillar í hjartavöðvum eftir nýlegt hjartaáfall

Útbrot og húðroði

Magasár sem geta valdið rofi og blæðingum, sár í hálsi, bólginn magi

- Sjóntruflanir, sjónskerðing

Þokusýn

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Þar með er hægt að tilkynna aukaverkanir til Lyfjastofnunar og bæta þannig þekkingu á aukaverkunum.

Sjúklingar og aðstandendur þeirra geta einnig tilkynnt aukaverkanir beint til Lyfjastofnunar.

Leiðbeiningar eru á heimasíðu Lyfjastofnunar sjá („Aukaverkanir“) www.lyfjastofnun.is

5.

Hvernig geyma á Dexametason Abcur

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni á eftir „EXP“.

Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Dexametason Abcur inniheldur

Virka innihaldsefnið er dexametasón.

Önnur innihaldsefni eru laktósaeinhýdrat, örkrystallaður sellulósi, kroskarmellósanatríum og

magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Dexametason Abcur og pakkningastærðir

Dexametason Abcur er selt sem 1 mg kringlóttar, hvítar töflur með deiliskoru og merktar D1 á annarri

hlið.

Dexametason Abcur er selt sem 4 mg kringlóttar, hvítar töflur með deiliskoru og merktar D4 á annarri

hlið.

Dexametason Abcur er selt í:

Stakskammtaþynnupakkningum með 20x1, 28x1, 30x1, 50x1, 56x1, 60x1 eða 100x1 töflum.

Þynnupakkningum með 20, 28, 30, 50, 56, 60 eða 100 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Abcur AB

P.O. Box 1452

251 14 Helsingborg

Svíþjóð

Framleiðandi

Formula GmbH

Goerzallee 305 b,

DE-14167 Berlin

Þýskaland

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í ágúst 2017.