Dexametason Abcur Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Dexamethasonum fosfat

Fáanlegur frá:

Abcur AB

ATC númer:

H02AB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Dexamethasonum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

039413 Stakskammtaþynna rifgötuð PVC/PVDC/álþynna ; 126955 Stakskammtaþynna ritgötuð PVC/PVDC/álþynna

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2013-04-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
DEXAMETASON ABCUR 1 MG TÖFLUR
DEXAMETASON ABCUR 4 MG TÖFLUR
dexametasón
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum um
lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1. Upplýsingar um Dexametason Abcur og við hverju það er notað
2. Áður en byrjað er að nota Dexametason Abcur
3. Hvernig nota á Dexametason Abcur
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dexametason Abcur
6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEXAMETASON ABCUR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka efnið í Dexametason Abcur er dexametasón. Dexametasón
tilheyrir flokki lyfja sem nefnast
barksterar.
Dexametason Abcur er aðallega notað í gjörgæslu í meðferð
bólgu og ákveðinna ofnæmisviðbragða.
Dexametasón er einnig notað í meðferð t.d. bólgu í tengslum
við krabbameinssjúkdóma og til að koma
í veg fyrir uppköst í meðferð með frumhemjandi lyfjum.
Dexametasón er notað við heilabjúg og bólgu
í heila vegna heilaæxlis.
Dexametason Abcur má einnig nota til að hafa stjórn á starfsemi
nýrnahettubarkar og
heiladinguls.
Dexametason Abcur er ætlað til meðferðar við COVID-19 hjá
fullorðnum sjúklingum og unglingum
(12 ára og eldri sem vega a.m.k. 40 kg), sem eiga í erfiðleikum
með öndun og þurfa súrefnismeðferð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DEXAMETASON ABCUR
EKKI MÁ NOTA DEXAMETASON ABCUR
-
ef um er að r
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1._ _
HEITI LYFS
_ _
Dexametason Abcur 1 mg töflur
Dexametason Abcur 4 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 1 mg eða 4 mg dexametasón.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 1 mg tafla inniheldur 73 mg laktósaeinhýdrat.
Hver 4 mg tafla inniheldur 70 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
1 mg: Kringlótt, tvílaga, hvít til beinhvít tafla með sniðbrún
og einni deiliskoru, merkt „D│1“, stærð
töflu: 7 x 2,4 mm.
4 mg: Kringlótt, tvílaga, hvít til beinhvít tafla með sniðbrún
og einni deiliskoru, merkt „D│4“, stærð
töflu: 7 x 2,4 mm.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Ástand þar sem bólgueyðandi og ónæmisbælandi áhrif barkstera
eru æskileg. Einkum til
öflugrar meðferðar í styttri tíma.
-
Heilabjúgur (cerebral oedema) eða aukinn innankúpuþrýstingur
vegna heilaæxlis.
-
Til meðferðar við krabbameini í brjóstum, eggjastokkum,
blöðruhálskirtli eða eistum þegar áhrif
barkstera eru æskileg.
-
Fyrirbyggjandi meðferð við uppköstum vegna uppkastavaldandi
krabbameinslyfjameðferðar.
-
Greiningarprófun á virkni heiladinguls og nýrnahettubarkar.
-
Dexametason Abcur er ætlað til meðferðar við COVID-19 hjá
fullorðnum sjúklingum og
unglingum (12 ára og eldri sem vega a.m.k. 40 kg), sem þurfa
súrefnismeðferð.
_ _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtinn skal aðlaga að svörun viðkomandi einstaklings og
alvarleika sjúkdómsins. Til að lágmarka
aukaverkanir skal nota minnsta skammt sem veitir viðunandi verkun.
Upphafsskammturinn er á milli
0,5 og 8 mg á dag, eftir því hvaða sjúkdóm er verið að
meðhöndla. Alvarlegri sjúkdómar kunna að
þarfnast stærri skammta en 8 mg. Upphafsskammtinum má halda
óbreyttum eða aðlaga þar til svörun
sjúklingsins er fullnægjandi.
_ _
2
_Ástand þar sem bólgueyðandi og ónæmisbælandi áhrif barkstera
eru æskileg:_
Upphafsskammturinn er
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru