Cloxabix

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Cloxabix Hart hylki 100 mg
 • Skammtar:
 • 100 mg
 • Lyfjaform:
 • Hart hylki
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

 • fyrir almenning:
 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.


  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning.

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Cloxabix Hart hylki 100 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 61523413-4401-e111-b077-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Samantekt á eiginleikum vöru: skammtar, milliverkanir, aukaverkanir

SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYF

1.

HEITI LYFS

Cloxabix 100 mg hylki, hörð.

Cloxabix 200 mg hylki, hörð.

2.

INNIHALDSLÝSING

Hvert hylki inniheldur celecoxib 100 mg eða 200 mg.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Cloxabix hylki innihalda laktósa (hvert hylki inniheldur 74,9 mg eða 149,8 mg af laktósa; sjá kafla

4.4).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.

LYFJAFORM

Hylki, hart.

Cloxabix 100 mg hylki, eru hörð hvít hylki með bláu loki.

Cloxabix 200 mg hylki, eru hörð hvít hylki með hvítu loki.

4.

KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1

Ábendingar

Til meðhöndlunar á einkennum slitgigtar, iktsýki, og hryggiktar.

Ákvörðun um að ávísa sérhæfðum COX-2 hemli skal grundvallast á mati á heildaráhættu hvers

sjúklings (sjá kafla 4.3 og 4.4).

4.2

Skammtar og lyfjagjöf

Vegna þess að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum af völdum celecoxibs getur hugsanlega aukist með

auknum skömmtum og aukinni meðferðarlengd, á meðferðartími að vera eins stuttur og mögulegt er

og nota á minnsta virkan sólarhringsskammt. Endurmeta á reglulega þörf sjúklings fyrir linum

einkenna og svörun við meðferð, einkum hjá sjúklingum með slitgigt (sjá 4.3, 4.4, 4.8 og 5.1).

Slitgigt:

Ráðlagður sólarhringsskammtur er yfirleitt 200 mg tekinn einu sinni á sólarhring eða skipt í

tvo skammta. Hjá sumum sjúklingum með ófullnægjandi linun einkenna getur verið ávinningur í því

að nota 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Ef lækningalegur ávinningur hefur ekki náðst eftir 2 vikur

ætti að íhuga önnur meðferðarúrræði.

Iktsýki:

Ráðlagður upphafssólarhringsskammtur er 200 mg skipt í tvo skammta. Síðar meir má, ef þörf

krefur, auka skammtinn í 200 mg tvisvar á sólarhring. Ef lækningalegur ávinningur hefur ekki náðst

eftir 2 vikur ætti að íhuga önnur meðferðarúrræði.

Hryggikt:

Ráðlagður sólarhringsskammtur er 200 mg einu sinni á sólarhring eða skipt í tvo skammta.

Hjá fáeinum sjúklingum með ófullnægjandi linun einkenna getur verið ávinningur í því að nota

400 mg einu sinni á sólarhring eða skipt í tvo skammta. Ef lækningalegur ávinningur hefur ekki náðst

eftir 2 vikur ætti að íhuga önnur meðferðarúrræði.

Ráðlagður hámarksskammtur á sólarhring, fyrir allar ábendingarnar, er 400 mg.

Taka má Cloxabix með eða án matar.

Aldraðir (> 65 ára)

: Eins og hjá fullorðnum er ráðlagður upphafsskammtur 200 mg á sólarhring.

Síðar meir má, ef þörf krefur, auka skammtinn í 200 mg tvisvar á sólarhring. Gæta skal sérstakrar

varúðar hjá öldruðum sem eru innan við 50 kg að líkamsþyngd (sjá 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

: Hefja skal meðferð með helmingi ráðlagðs skammts hjá sjúklingum með

staðfesta í meðallagi skerta lifrarstarfsemi sem hafa 25-35 g/l af albúmíni í sermi. Hvað þennan

sjúklingahóp varðar liggur einungis fyrir reynsla frá sjúklingum með skorpulifur (sjá 4.3, 4.4 og 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

: Reynsla af notkun celecoxibs handa sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta

nýrnastarfsemi er takmörkuð og skal því meðhöndla slíka sjúklinga með varúð (sjá 4.3, 4.4 og 5.2).

Börn:

Celecoxib er ekki ætlað börnum.

Sjúklingar með skert CYP2C9 umbrot

: Gæta skal varúðar við gjöf celecoxibs handa sjúklingum, sem

vitað er um eða þar sem grunur leikur á að um skert CYP2C9 umbrot sé að ræða, byggt á arfgerð eða

fyrri sögu/reynslu með öðrum CYP2C9 hvarfefnum, þar sem hættan á skammtaháðum aukaverkunum

eykst. Íhuga skal að minnka minnsta ráðlagðan skammt um helming (sjá 5.2).

4.3

Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna (sjá 6.1).

Þekkt ofnæmi fyrir súlfonamíðum.

Virkt ætisár eða blæðingar í meltingarvegi.

Sjúklingar sem hafa fengið astma, bráða nefslímubólgu, nefsepa (nasal polyps), ofsabjúg, ofsakláða

eða annars konar ofnæmi eftir notkun asetýlsalisýlsýru eða bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) þar með

talda cyclooxygenasa-2 (COX-2) hemla.

Meðganga og konur sem geta orðið þungaðar, nema notuð sé örugg getnaðarvörn (sjá 4.5).

Hjá þeim tveimur dýrategundum sem hafa verið rannsakaðar hefur komið í ljós að celecoxib getur

valdið vansköpunum (sjá 4.6 og 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir þungaðar konur er ekki þekkt en ekki er

unnt að útiloka hana.

Brjóstagjöf (sjá 4.6 og 5.3).

Alvarlega skert lifrarstarfsemi (albúmín í sermi < 25 g/l eða Child-Pugh 10).

Sjúklingar með áætlaða kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín.

Bólgusjúkdómur í þörmum.

Hjartabilun (congestive heart failure (NYHA II-IV)).

Staðfestur hjartasjúkdómur vegna blóðþurrðar, sjúkdómar í útlægum slagæðum og/eða

heilaæðasjúkdómur.

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Fylgikvillar í efri hluta meltingarvegar (rof, sár eða blæðingar) hafa komið fram hjá sjúklingum sem

fengið hafa meðferð með celecoxibi, og hafa stundum verið banvænir. Gæta skal varúðar hjá

sjúklingum sem eru í mestri hættu á að fá aukaverkanir frá meltingarvegi í tengslum við notkun

bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID); aldraðir, sjúklingar sem samhliða nota önnur bólgueyðandi

gigtarlyf (NSAID) eða asetýlsalisýlsýru og sjúklingar með sögu um sjúkdóm í meltingarvegi t.d sár

eða blæðingu.

Enn frekari hætta er á aukaverkunum frá meltingarvegi (sár í meltingarvegi eða aðrir fylgikvillar í

meltingarvegi) þegar celecoxib er notað samhliða asetýlsalisýlsýru (jafnvel í litlum skömmtum).

Í langtíma klínískum rannsóknum hefur ekki verið sýnt fram á marktækan mun hvað varðar

aukaverkanir á meltingarveg við notkun sérhæfðra COX-2 hemla og asetýlsalisýlsýru annars vegar og

bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) og asetýlsalisýlsýru hins vegar, (sjá 5.1).

Forðast skal samtímis notkun celecoxibs og bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), sem ekki innihalda

asetýlsalisýlsýru.

Aukinn fjöldi alvarlegra hjarta- og æðasjúkdóma, aðallega hjartadrep, kom í ljós í langtíma

samanburðarrannsókn við lyfleysu hjá sjúklingum með kirtilsepa (sporadic adenomatous polyps) sem

fengu 200 mg tvisvar á sólarhring eða 400 mg tvisvar á sólarhring af celecoxibi, samanborið við

lyfleysu (sjá 5.1).

Vegna þess að hætta á hjarta- og æðasjúkdómum af völdum celecoxibs getur hugsanlega aukist með

auknum skömmtum og aukinni meðferðarlengd, á meðferðartími að vera eins stuttur og mögulegt er

og nota á minnsta virkan sólarhringsskammt. Endurmeta á reglulega þörf sjúklings fyrir linun

einkenna og svörun við meðferð, einkum hjá sjúklingum með slitgigt (sjá 4.2, 4.3, 4.8 og 5.1).

Sjúklinga með marktæka áhættuþætti fyrir hjarta- og æðasjúkdómum (t.d. háþrýsting, blóðfituhækkun,

sykursýki, reykingar) á ekki að meðhöndla með celecoxibi nema að vel athuguðu máli (sjá 5.1).

Sértækir COX-2 hemlar koma ekki í stað fyrirbyggjandi notkunar asetýlsalisýlsýru gegn hjarta- og

æðasjúkdómum af völdum segareks, því þeir hamla ekki samloðun blóðflagna. Því skal ekki hætta

meðferð með lyfjum sem hamla samloðun blóðflagna (sjá kafla 5.1).

Svo sem við á um önnur lyf sem hemja nýmyndun prostaglandina hefur sést vökvasöfnun og bjúgur

hjá sjúklingum sem nota celecoxib. Því skal nota celecoxib með varúð handa sjúklingum með sögu um

hjartabilun, vanstarfsemi vinstri slegils eða háþrýsting og hjá sjúklingum sem eru með bjúg af

einhverri annarri ástæðu, þar sem að hömlun prostaglandina getur haft í för með sér versnandi

nýrnastarfsemi og vökvasöfnun. Einnig skal gæta varúðar hjá sjúklingum sem nota þvagræsilyf eða

geta af öðrum orsökum verið í hættu á að verða fyrir blóðþurrð.

Svo sem við á um öll bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), getur celecoxib leitt til nýgengis háþrýstings

eða versnunar á háþrýstingi sem þegar er til staðar, sem hvort um sig getur leitt til aukinnar tíðni

hjarta- og æðasjúkóma. Því skal fylgjast náið með blóðþrýstingi við upphaf meðferðar og á meðan

meðferð stendur.

Hjá öldruðum eru meiri líkur á skertri nýrna- eða lifrarstarfsemi og sér í lagi skertri hjartastarfsemi, og

því skulu læknar hafa viðeigandi eftirlit með sjúklingunum.

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), þar með talið celecoxib, geta valdið eiturverkun á nýru. Í klínískum

rannsóknum var sýnt fram á að celecoxib hefur svipuð áhrif á nýru og það bólgueyðandi gigtarlyf

(NSAID) sem miðað var við. Þeir sjúklingar sem eru í mestri hættu á eiturverkun á nýru eru sjúklingar

sem hafa skerta nýrnastarfsemi, eru með hjartabilun, eru með lifrarbilun og aldraðir.

Fylgjast skal náið með þessum sjúklingum meðan á celecoxib meðferð stendur.

Í tengslum við notkun celecoxibs hefur verið greint frá nokkrum tilvikum um alvarleg áhrif á lifur, þar

á meðal svæsinni lifrarbólgu (í sumum tilvikum banvæn), drepi í lifur og lifrarbilun (í sumum tilvikum

banvæn eða krafðist lifrarígræðslu). Í þeim tilvikum þar sem greint var frá því hvenær áhrifin komu

fram, komu flestar alvarlegustu aukaverkanirnar á lifur fram innan eins mánaðar frá því að meðferð

með celecoxibi hófst (sjá kafla 4.8).

Ef starfsemi einhverra ofannefndra líffæra versnar hjá sjúklingum meðan á meðferð stendur, á að gera

viðeigandi ráðstafanir og íhuga hvort hætta eigi meðferð með celecoxibi.

Celecoxib hamlar CYP2D6. Enda þótt það sé ekki öflugur hemill þessa ensíms kann að vera

nauðsynlegt að minnka skammta þeirra lyfja sem skömmtuð eru einstaklingsbundið og umbrotna fyrir

tilstilli CYP2D6 (sjá 4.5).

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga sem vitað er að hafa lélega CYP2C9 ensímvirkni (sjá 5.2).

Greint hefur verið frá alvarlegum áhrifum á húð, sumum banvænum, þar með talið

skinnflagningsbólgu, Stevens-Johnson heilkenni og eitrunardrepi í húð í tengslum við notkun

celecoxibs (sjá 4.8), en þetta kemur örsjaldan fyrir. Svo virðist sem sjúklingar séu í mestri hættu fyrir

þessum aukaverkunum í byrjun meðferðar: í flestum tilvikum hafa þessi einkenni byrjað að koma fram

á fyrstu mánuðum meðferðar. Greint hefur verið frá alvarlegu ofnæmi (bráðaofnæmi og ofnæmisbjúg)

hjá sjúklingum sem fengu celecoxib (sjá 4.8). Sjúklingar með sögu um ofnæmi fyrir sulphonamidum

eða ofnæmi fyrir einhverju lyfi eru hugsanlega í meiri hættu að fá ofnæmi (sjá 4.3).

Hætta skal notkun celecoxibs strax og fram koma húðútbrot, sár í slímhúð eða einhverjar aðrar

vísbendingar um ofnæmi.

Celecoxib getur dulið hita og önnur merki um bólgu.

Alvarlegar blæðingar hafa komið fyrir hjá sjúklingum sem jafnframt nota warfarin. Gæta skal varúðar

þegar celecoxib er notað samtímis warfarini og öðrum blóðþynningarlyfjum til inntöku (sjá 4.5).

Cloxabix 100 mg hylki innihalda 74.9 mg af laktósa einhýdrat og 200 mg hylki innihalda 149,8 mg af

laktósa einhýdrat. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem

eru mjög sjaldgæfir erfðafræðilegir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

4.5

Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Lyfhrifamilliverkanir

Fylgjast skal með blóðstorkuvirkni, einkum fyrstu dagana eftir að celecoxib meðferð hefst eða henni

er breytt hjá sjúklingum sem nota warfarin eða önnur blóðþynningarlyf, þar sem þessir sjúklingar eru í

aukinni hættu á að fá blæðingafylgikvilla.

Þess

vegna

mikilvægt

fylgjast

með

prótrombíntíma

hjá

sjúklingum

nota

blóðþynningarlyf til inntöku, sérstaklega fyrst eftir að meðferð með celecoxibi hefst og þegar henni er

breytt (sjá 4.4). Greint hefur verið frá blæðingum í tengslum við lengingu prótrombíntíma, einkum og

sér í lagi hjá öldruðum sjúklingum, sem nota samtímis warfarin og celecoxib og hefur þetta í sumum

tilvikum verið banvænt.

Bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) geta dregið úr virkni þvagræsi- og háþrýstingslyfja. Eins og við á um

bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), getur hætta á bráðri nýrnabilun, sem venjulega gengur til baka,

aukist hjá sumum sjúklingum sem eru í hættu á skertri nýrnastarfsemi (t.d. sjúklingar með vessaþurrð

eða aldraðir sjúklingar) við samtímis notkun ACE-hemla eða angíotensín II viðtakablokka og

bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID), þar með talið celecoxib. Þess vegna á að gæta varúðar við

samtímis gjöf þessara lyfja, sérstaklega hjá öldruðum. Gefa á sjúklingum nægan vökva og íhuga eftirlit

með nýrnastarfsemi eftir að samhliða gjöf er hafin og reglulega þar á eftir.

Í klínískri rannsókn, sem stóð yfir í 28 daga hjá sjúklingum sem fengu lisinopríl við fyrsta- og annars

stigs háþrýstingi, leiddi gjöf 200 mg af celecoxibi tvisvar á sólarhring ekki til klínískrar aukningar á

miðgildi slagbils- eða þanbilsblóðþrýstings á sólarhring, ákvarðað með 24-klukkustunda

blóðþrýstingsmælingu, samanborið við meðferð með lyfleysu. Hjá sjúklingum sem gefið var 200 mg

af celecoxibi tvisvar á sólarhring, var álitið að 48% svöruðu ekki meðferð með lisinopríli í

lokaheimsókn á rannsóknarsetur (skilgreint annaðhvort sem þanbils blóðþrýstingur >90 mmHg eða

þanbils blóðþrýstingur aukning >10% samanborið við grunnlínu), samanborið við 27% sjúklinga sem

fengu lyfleysu; munurinn var tölfræðilega marktækur.

Á það hefur verið bent að samtímis notkun bólgueyðandi gigtarlyfja og ciclosporins eða tacrolimus

geti aukið eiturverkanir ciclosporins og tacrolimus á nýru. Því skal fylgjast náið með nýrnastarfsemi

þegar celecoxib er notað samtímis öðru hvoru þessara lyfja.

Nota má celecoxib samtímis litlum skömmtum af asetýlsalisýlsýru en það kemur þó ekki í stað

asetýlsalisýlsýru sem notuð er til fyrirbyggjandi meðferðar við hjarta- og æðasjúkdómum.

Eins og við á um önnur bólgueyðandi gigtarlyf, benda rannsóknir til að samtímis notkun celecoxibs og

lítilla skammta asetýlsalisýlsýru leiði til aukinnar hættu á sáramyndun í meltingarvegi og öðrum

fylgikvillum í efri hluta meltingarvegar, samanborið við celecoxib eitt og sér (sjá 5.1).

Lyfjahvarfamilliverkanir

Áhrif celecoxibs á önnur lyf

Celecoxib hemur CYP2D6. Við meðferð með celecoxibi jókst plasmaþéttni CYP2D6 hvarfefnisins

dextromethorphans um 136%. Við samtímis meðferð með celecoxibi getur plasmaþéttni þeirra lyfja

aukist, sem umbrotna fyrir tilstilli þessa ensíms. Meðal lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli CYP2D6 eru

þunglyndislyf (þríhringlaga og SSRI), sefandi lyf (neuroleptics), lyf við hjartsláttartruflunum og fleiri.

Þegar byrjað er á samtímis meðferð með celecoxibi þarf hugsanlega að minnka skammt CYP2D6

hvarfefna, sem skömmtuð eru einstaklingsbundið, eða auka skammtinn þegar meðferð með celecoxibi

er hætt.

In vitro

rannsóknir gefa til kynna að celecoxib geti hamlað CYP2C19 hvöttum umbrotum.

Klínískt mikilvægi þessara

in vitro

vísbendinga er ekki þekkt. Dæmi um lyf sem umbrotna fyrir tilstilli

CYP2C19 eru diazepam, citalopram og imipramin.

Í milliverkanarannsókn hafði celecoxib engin marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörf getnaðarvarnalyfja til

inntöku (1 mg norethisteron/35 míkróg ethinylestradiol).

Celecoxib hefur ekki áhrif á lyfjahvörf tolbutamids (CYP2C9 hvarfefni) eða glibenclamids í þeim

mæli að það skipti klínísku máli.

Hjá sjúklingum með iktsýki hafði celecoxib engin tölfræðilega marktæk áhrif á lyfjahvörf (plasma- og

nýrnaúthreinsun) methotrexats (í þeim skömmtum sem notaðir eru við gigt). Engu að síður skal íhuga

viðeigandi eftirlit með eiturverkunum tengdum methotrexati, þegar þessi tvö lyf eru notuð samtímis.

Hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu celecoxib 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring og litíum

450 mg tvisvar sinnum á sólarhring jókst C

litíums að meðaltali um 16% og AUC litíums jókst að

meðaltali um 18%. Í upphafi og við lok meðferðar með celecoxibi skal því fylgjast náið með

sjúklingum sem nota litíum.

Áhrif annarra lyfja á celecoxib

Hjá sjúklingum sem eru með skert CYP2C9 umbrot og sýna aukna altæka útsetningu fyrir celecoxibi,

getur samtímis meðferð með CYP2C9 hemlum valdið frekari aukningu á útsetningu fyrir celecoxibi.

Forðast skal slíkar samsetningar hjá sjúklingum sem vitað er um að eru með skert CYP2C9 umbrot

(sjá kafla 4.2 og 5.2).

Þar sem celecoxib umbrotnar að langmestu leyti fyrir tilstilli CYP2C9, skal nota helming ráðlagðs

skammts hjá sjúklingum sem nota fluconazol. Samtímis notkun staks 200 mg skammts af celecoxibi

og 200 mg af fluconazoli, sem er öflugur CYP2C9 hemill, einu sinni á sólarhring leiddi til þess að

celecoxibs jókst að meðaltali um 60% og AUC jókst að meðaltali um 130%. Plasmaþéttni

celecoxibs getur minnkað við samtímis notkun CYP2C9 hvata, svo sem rifampicins, carbamazepins og

barbiturlyfja.

Þess hefur ekki orðið vart að ketoconazol eða sýrubindandi lyf hafi áhrif á lyfjahvörf celecoxibs.

4.6

Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun celecoxibs á meðgöngu. Í dýrarannsóknum (rottur

og kanínur) hafa sést eiturverkanir á æxlun, þar á meðal fósturskemmdir (sjá 4.3 og 5.3).

Hugsanleg hætta fyrir menn er ekki þekkt en ekki er unnt að útiloka hana. Eins og önnur lyf sem

hemja nýmyndun prostaglandina getur celecoxib valdið legtregðu (uterine inertia) og ótímabærri lokun

á slagæðarás (ductus arteriosus) á síðasta þriðjungi meðgöngu. Þungun og hugsanleg þungun er

frábending fyrir gjöf celecoxibs (sjá 4.3 og 4.4). Verði kona þunguð í meðferð með celecoxibi skal

hætta meðferðinni.

Hjá

rottum

útskilst

celecoxib

mjólk

þéttni

svarar

plasmaþéttni.

Gjöf

celecoxibs

takmarkaðs fjölda kvenna sem voru með barn á brjósti, hefur sýnt fram á að celecoxib skilst í mjög

litlu magni út í brjóstamjólk. Konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota celecoxib.

4.7

Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sjúklingar sem finna fyrir sundli, svima eða syfju þegar þeir nota celecoxib eiga ekki að aka bifreið

eða nota vélar.

4.8

Aukaverkanir

Tafla 1,

sýnir aukaverkanir skráðar eftir líffæraflokkum og raðað eftir tíðni, og endurspegla

rannsóknarniðurstöður frá eftirfarandi heimildum:

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá hjá sjúklingum með slitgigt og liðagigt, í tíðni sem er

hærri en 0,01% og hærri en það sem greint var frá fyrir lyfleysu í 12 stýrðum rannsóknum með

lyfleysu og/eða virku lyfi, sem stóðu yfir í 12 vikur með sólarhringsskammti af celecoxibi frá

100 mg upp í 800 mg. Í viðbótarrannsóknum, þar sem notuð voru ósérstæk bólgueyðandi

gigtarlyf (non-selective NSAID) til samanburðar, hafa um það bil 7.400 gigtarsjúklingar verið

meðhöndlaðir með celecoxibi í sólarhringsskömmtum allt að 800 mg, þar á meðal hafa um

það bil 2.300 sjúklingar sem voru meðhöndlaðir í eitt ár eða lengur. Þær aukaverkanir sem

komu fram hjá celecoxibi í þessum viðbótarrannsóknum voru í samræmi við þær aukaverkanir

sem komu fram hjá sjúklingum með slitgigt og liðagigt og skráðar eru í

Töflu 1

Aukaverkanir skráðar í tíðni sem er hærri en fyrir lyfleysu hjá sjúklingum sem fengu celecoxib

400 mg á sólarhring, í langtíma forvarnarrannsóknum á kirtilsepageri (polyp prevention trials)

sem stóð yfir í 3 ár (APC og PreSAP rannsóknirnar; sjá kafla 5.1, Lyfhrif: Öryggi á hjarta- og

æðakerfi – Langtímarannsóknir á sjúklingum með stakstæð kirtilsepager).

Aukaverkanir eftir markaðssetningu sem greint hefur verið frá á tímabili þegar áætlað var að

>70 milljón sjúklingar væru á meðferð með celecoxibi (margs konar skammtar,

meðferðarlengdir og ábendingar). Þar sem markaðsleyfishafa er ekki greint frá öllum

lyfjatengdum aukaverkunum og þær eru ekki settar inn í gagnasafn er varðar öryggi lyfsins, er

ekki hægt að ákvarða tíðni þessara aukaverkana á áreiðanlegan hátt.

Tafla 1.

Aukaverkanir í klínískum rannsóknum með celecoxibi og eftir markaðssetningu

(MedDRA flokkun)

1,2

Flokkun

eftir

líffærum

Tíðni lyfjatengdra aukaverkana

Mjög

algengar

(≥1/10)

Algengar

(≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar

(≥1/1000 til

<1/100)

Mjög

sjaldgæfar

(≥1/10,000 til

<1/1000)

Tíðni ekki þekkt

(Ekki hægt að

meta út frá

fyrirliggjandi

gögnum)

(Greint frá eftir

markaðssetningu)

Sýkingar af

völdum sýkla

og sníkjudýra

Skútabólga, sýkingar

í efri hluta

öndunarvegar,

þvagfærasýking

Blóð og eitlar

Blóðleysi

Hvítfrumnafæð,

blóðflagnafæð

Blóðfrumnafæð

Ónæmiskerfi

Versnandi ofnæmi

Alvarlegt ofnæmi,

bráðaofnæmislost,

bráðaofnæmi

Efnaskipti og

næring

Blóðkalíumhækkun

Geðræn

vandamál

Svefnleysi

Kvíði, þunglyndi,

þreyta

Rugl

Ofskynjanir

Taugakerfi

Svimi, ofstæling

Náladofi,

svefnhöfgi,

fleygdrep í heila

Ósamhæfing

vöðvahreyfinga,

breytt

bragðskyn

Höfuðverkur,

versnandi

flogaveiki,

heilahimnubólga án

baktería í blóði,

bragðskynsmissir,

þefstol, banvæn

innankúpu blæðing

Augu

Þokusýn

Tárubólga,

augnblæðing,

sjónuslagæðar- eða

bláæðar lokun

Eyru og

völundarhús

Eyrnasuð, minnkuð

heyrn

Hjarta

Hjartadrep

Hjartabilun,

hjartsláttarónot,

hraðtaktur

Hjartsláttaróregla

Æðar

Háþrýstingur

Versnandi

háþrýstingur

Andlitsroði,

æðabólga,

lungnasegarek

Öndunarfæri,

brjósthol og

miðmæti

Kokbólga,

nefslímubólga, hósti,

andnauð

Berkjukrampi

Meltingarfæri

Kviðverkir,

niðurgangur,

meltingartruflun,

vindgangur, uppköst

kyngingartregða

Hægðatregða, ropi,

magabólga,

munnbólga,

versnun bólgu í

meltingarvegi

Sáramyndun í

skeifugörn,

maga, vélinda,

þörmum og

ristli; rof í

þörmum;

vélindisbólga,

sortusaur;

brisbólga

Ógleði, blæðingar í

meltingarvegi,

ristilbólga/versnandi

ristilbólga

Lifur og gall

Óeðlileg

lifrarstarfsemi,

hækkuð gildi

transamínasa

(SGOT og SGPT)

Hækkun á

lifrarensímum

Lifrarbilun (í

sumum tilvikum

banvæn eða krafðist

lifrarígræðslu),

svæsin lifrarbólga (í

sumum tilvikum

banvæn) drep í lifur,

lifrarbólga, gula

Húð og

undirhúð

Útbrot, kláði

Ofsakláði

Hármissir,

ljósnæmi

Flekkblæðing,

blöðruútþot,

skinnflagningsbólga

(exfoliative

dermatitis),

regnbogaroðasótt

(erythema

multiforme),

Stevens-Johnson

heilkenni, dreplos í

húðþekju (toxic

epidermal

necrolysis),

ofsabjúgur, bráð,

dreifð húðútbrot

með vilsublöðrum

(acute genaralized

exanthematous

pustulosis)

Stoðkerfi og

stoðvefur

Sinadráttur

Liðverkur,

vöðvaþroti

Nýru og

þvagfæri

Aukning

kreatíníns, aukning

þvagefnis

Bráð nýrnabilun,

millivefsnýrnabólga,

blóðnatríumlækkun

Æxlunarfæri

og brjóst

Truflun á tíðum

Almennar

aukaverkanir

og

aukaverkanir

á íkomustað

Flensulík einkenni,

bjúgur á

útlimum/vökvasöfnun

Verkur fyrir brjósti

Aukaverkanir sem komu fyrir í forvarnarrannsóknum á kirtilsepageri (polyp prevention trials), þar

sem sjúklingum var gefið celecoxib 400 mg á sólarhring í tveimur klínískum rannsóknum sem stóðu

yfir í allt að 3 ár (APC og PreSAP rannsóknirnar). Lyfjatengdar aukaverkanir skráðar hér fyrir ofan

fyrir forvarnarrannsóknir á kirtilsepageri (polyp prevention trials) eru einungis þær aukaverkanir sem

áður hefur verið greint frá eftir markaðssetningu lyfsins, eða hafa komið fyrir oftar en í rannsóknunum

á liðagigt.

Að auki, eftirfarandi

áður óþekktar

aukaverkanir komu fram í forvarnarrannsóknum á kirtilsepageri

(polyp prevention trials), þar sem sjúklingum var gefið celecoxib 400 mg á sólarhring í tveimur

klínískum rannsóknum sem stóðu yfir í allt að 3 ár (APC og PreSAP rannsóknirnar):

Algengar:

hjartaöng, heilkenni ristilertingar, nýrnasteinakvilli, aukning kreatíníns í blóði, góðkynja stækkun

blöðruhálskirtils,

þyngdaraukning.

Sjaldgæfar:

helicobacter

sýking,

ristill,

ámusótt,

berkjulungnabólga, völundarhúsbólga, tannholdsbólga, fituvefsæxli, augngrugg, tárablæðing, djúpæða

segamyndun,

raddtruflun,

blæðingar

frá

gyllinæð,

tíðar

hægðir,

sáramyndun

munni,

ofnæmishúðbólga,

sinarhlaupbelgur

(ganglion),

næturmiga,

blæðingar

frá

leggöngum,

eymsli

brjóstum, beinbrot á neðri útlimum, aukning á natríum í blóði.

Aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið í gagnasafn um öryggi lyfsins á tímabili þegar áætlað var að

>70 milljón sjúklingar væru á meðferð með celecoxibi (margs konar skammtar, meðferðarlengdir og

ábendingar). Því er ekki hægt að ákvarða tíðni þessara aukaverkana á áreiðanlegan hátt. Aukaverkanir

skráðar fyrir þá sem fengið hafa lyfið eftir markaðssetningu eru eingöngu þær sem ekki eru þegar

skráðar fyrir liðagigtarrannsóknirnar eða forvarnarrannsóknirnar á kirtilsepageri (polyp prevention

trials).

Í lokaniðurstöðum úr APC og PreSAP rannsóknunum, á sjúklingum sem fengu 400 mg af celecoxibi á

sólarhring í allt að 3 ár (sameiginlegar niðurstöður úr báðum rannsóknunum; niðurstöður hvorrar

rannsóknar fyrir sig er að finna í kafla 5.1), var tíðni hjartadreps umfram lyfleysu 7,6 tilfelli á hverja

1.000 sjúklinga (sjaldgæfar) og var tíðni heilablóðfalls (gerðir ekki sundurgreindar) umfram lyfleysu,

engin.

4.9

Ofskömmtun

Engin klínísk reynsla liggur fyrir af ofskömmtun. Heilbrigðum einstaklingum hafa verið gefnir allt að

1200 mg stakir skammtar og allt að 1200 mg endurteknir skammtar tvisvar sinnum á sólarhring í níu

daga, án klínískt marktækra aukaverkana. Við grun um ofskömmtun skal beita viðeigandi meðferð, t.d.

magatæmingu, klínísku eftirliti og gerist þess þörf skal veita meðferð í samræmi við einkenni.

Ólíklegt er að skilun beri árangur vegna mikillar próteinbindingar lyfsins.

5.

LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1

Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Bólgueyðandi gigtarlyf sem ekki eru sterar (NSAID), Coxíb. ATC flokkur:

M01AH01.

Á ráðlögðu skammtabili (200-400 mg á sólarhring) er celecoxib sértækur cyclooxygenasa-2 (COX-2)

hemill og það er virkt eftir inntöku. Á þessu skammtabili hefur hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum ekki

sést nein tölfræðilega marktæk hömlun á COX-1 (metið sem

ex vivo

hömlun á myndun thromboxans

B2 [TxB2]).

Cyclooxygenasi stjórnar nýmyndun prostaglandina. Þekktar eru tvær ísómyndir, COX-1 og COX-2.

Sýnt hefur verið fram á að COX-2 er sú ísómynd ensímsins sem for-bólguörvun hvetur og sem talin er

meginorsök nýmyndunar prostanoidboða sársauka, bólgu og hita. COX-2 kemur einnig að egglosun,

hreiðrun og lokun slagæðarásar, stjórnun nýrnastarfsemi og starfsemi í miðtaugakerfinu (hiti,

sársaukaskynjun og skilvitleg starfsemi). Hugsanlega á það einnig þátt í að sár grói. Sýnt hefur verið

fram á tilvist COX-2 í vef umhverfis magasár hjá mönnum en ekki er vitað hvaða máli þetta skiptir

varðandi lokun sárs.

Mismunandi blóðflagnahemjandi áhrif milli sumra COX-1 hamlandi bólgueyðandi gigtarlyfja

(NSAID) og sértækra COX-2 hemla, geta skipt klínísku máli fyrir sjúklinga sem eru í hættu á að fá

segarek. Sértækir COX-2 hemlar draga úr myndun prostacýklína í blóðrásinni (og því hugsanlega

einnig í þeli), án þess að hafa áhrif á tromboxan í blóðflögum.

Celecoxib er diaryl-útskipt pyrazol, efnafræðilega líkt öðrum non-arylamin sulphonamidum (t.d.

thiazid, furosemid) en frábrugðið arylamin sulphonamidum (t.d sulfomethoxazoli og öðrum

sýklalyfjum af flokki sulphonamida).

Sést hafa skammtaháð áhrif á myndun TxB2 við stóra skammta af celecoxibi. Þó höfðu endurteknir

600 mg skammtar tvisvar sinnum á sólarhring (þrefaldur stærsti ráðlagði skammtur) í litlum

rannsóknum á heilbrigðum einstaklingum, engin áhrif á samloðun blóðflagna og blæðingartíma

samanborið við lyfleysu.

Í nokkrum klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun í meðferð við slitgigt,

iktsýki og hryggikt. Lagt var mat á celecoxib til meðferðar á bólgu og verkjum við slitgigt í hné og

mjöðm hjá um það bil 4200 sjúklingum í klínískum rannsóknum sem stóðu í allt að 12 vikur, þar sem

borið var saman við lyfleysu eða virkt samanburðarlyf. Einnig var lagt mat á notkun þess til meðferðar

við bólgu og verkjum við iktsýki hjá um það bil 2100 sjúklingum í klínískum rannsóknum sem stóðu í

allt að 24 vikur, þar sem borið var saman við lyfleysu eða virkt samanburðarlyf. Daglegur 200-400 mg

skammtur sló á verki innan 24 klst. frá inntöku. Lagt var mat á celecoxib til meðferðar á einkennum

hryggiktar hjá 896 sjúklingum í klínískum rannsóknum sem stóðu í allt að 12 vikur, þar sem borið var

saman við lyfleysu eða virkt samanburðarlyf. Celecoxib gefið í skömmtunum 100 mg tvisvar á

sólarhring, 200 mg fjórum sinnum á sólarhring, 200 mg tvisvar á sólarhring og 400 mg fjórum sinnum

á sólarhring sýndi marktæka minnkun verkja, og víðtæka virkni (global disease activity and function)

á hryggikt.

Gerðar hafa verið fimm tvíblindar samanburðarrannsóknir með slembivali, þar sem einnig voru gerðar

reglulegar speglanir á efri hluta meltingarvegar, hjá um það bil 4500 sjúklingum sem í upphafi voru án

sára í meltingarvegi (50 til 400 mg skammtar celecoxibs tvisvar sinnum á sólarhring).

Niðurstöður speglana eftir 12 vikna rannsókn sýndu fram á tölfræðilega marktækt minni hættu á maga-

og skeifugarnarsári hjá þeim sem fengu celecoxib (100-800 mg á sólarhring), samanborið við

naproxen (1000 mg á sólarhring) og ibuprofen (2400 mg á sólarhring). Þegar celecoxib var borið

saman við diclofenac (150 mg á sólarhring) voru niðurstöður ekki á sama veg. Í tveimur af 12 vikna

rannsóknunum var hlutfall sjúklinga með maga- og skeifugarnasár, staðfest með speglun, ekki

marktækt frábrugðið hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu og celecoxib 200 mg tvisvar sinnum á

sólarhring eða celecoxib 400 mg tvisvar sinnum á sólarhring.

Í framsýnni langtíma rannsókn á öryggi lyfsins (sem stóð í 6-15 mánuði, CLASS rannsókn) fengu

5,800 sjúklingar með slitgigt og 2,200 sjúklingar með iktsýki celecoxib 400 mg tvisvar sinnum á

sólarhring (fjórfaldur ráðlagður skammtur við slitgigt og tvöfaldur ráðlagður skammtur við iktsýki),

ibuprofen 800 mg þrisvar sinnum á sólarhring eða diclofenac 75 mg tvisvar á sólarhring (hvort tveggja

ráðlagðir skammtar). Tuttugu og tvö prósent af sjúklingunum sem tóku þátt notuðu einnig litla

skammta af asetýlsalisýlsýru (

325 mg/sólarhring) sem fyrirbyggjandi við hjarta- og æðasjúkdómum.

Á fyrsta endapunktinum kom ekki fram marktækur munur á tíðni fylgikvilla ætisára (skilgreint sem

blæðing, gatmyndun eða tepping), eftir notkun celecoxibs samanborið við ibuprofen eða diclofenac

hvort fyrir sig. Ekki kom heldur fram marktækur munur hvað varðar tíðni fylgikvilla ætisára þegar

hóparnir sem fengu bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID) voru sameinaðir (hlutfallsleg áhætta 0,77, 95%

CI 0,41-1,46, byggt á heildarlengd rannsóknarinnar). Á sameiginlegum endapunkti var tíðni fylgikvilla

ætisára og tíðni fylgikvilla ætisára með einkennum marktækt minni hjá hópnum sem fékk celecoxib

samanborið við hópinn sem fékk bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID), hlutfallsleg áhætta 0,66, 95% CI

0,45-0,97 en ekki þegar borið er saman celecoxib og diclofenac. Þeir sjúklingar sem nota litla

skammta af asetýlsalisýlsýru samtímis celecoxibi eru í fjórfalt meiri hættu á að fá fylgikvilla

sáramyndunar samanborið við þá sem nota celecoxib eingöngu. Tíðni klínískt marktækrar lækkunar á

blóðrauða (>2 g/dl), staðfest með endurteknum mælingum, var marktækt lægri hjá sjúklingum sem

fengu celecoxib samanborið við hópinn sem fékk NSAID, hlutfallsleg áhætta 0,29, 95% CI 0,17-0,48.

Þessi marktækt lækkaða tíðni hélst hvort heldur sem var með eða án asetýlsalisýlsýru.

Í framsýnni, slembaðri 24 vikna rannsókn á öryggi hjá sjúklingum ≥60 ára eða sem voru með sögu um

sár í maga eða skeifugörn (þeir sem notuðu asetýlsalisýlsýru voru útilokaðir frá þátttöku) var minna

hlutfall sjúklinga með lækkun blóðrauða (≥2 g/dl) og/eða blóðkornahlutfalls (≥10%), sem staðfest var

eða gert var ráð fyrir að mætti rekja til meltingarvegar, meðal sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með

celecoxibi 200 mg tvisvar á sólarhring (N=2,238) samanborið við sjúklinga sem meðhöndlaðir voru

með diclofenaci með hægri losun 75 mg tvisvar á dag ásamt omeprazoli 20 mg einu sinni á sólarhring

(N=2,246) (0.2% samanborið við 1.1% þar sem staðfest var að orsökina mátti rekja til

meltingarvegarins, p=0.004; 0.4% samanborið við 2.4% þar sem gert var ráð fyrir að orsökina mætti

rekja til meltingarvegarins, p=0.0001). Tíðni klínískt merkjanlegra fylgikvilla í meltingarvegi eins og

rofs, teppu eða blæðingar var mjög lág og enginn munur var á milli meðferðarhópanna (4-5 í hverjum

hópi).

Öryggi á hjarta- og æðakerfi – langtímarannsóknir hjá sjúklingum með stakstæð kirtilsepager

(Sporadic Adenomatous Polyps)

Framkvæmdar voru tvær rannsóknir með celecoxibi hjá sjúklingum með stakstæð kirtilsepager, þ.e.

APC rannsóknin (Adenoma Prevention with Celecoxib) og PreSAP rannsóknin (Prevention of

Spontaneous Adenomatous Polyps). Í APC rannsókninni, kom fram skammtaháð aukning samsetts

endapunkts, sem var dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadreps, eða heilablæðingar, með

celecoxib samanborið við lyfleysu á þriggja ára meðferðartímabili. PreSAP rannsóknin sýndi ekki

fram á tölfræðilega marktæka aukningu á áhættu fyrir sama samsetta endapunkt.

Í APC rannsókninni, var hlutfallsleg áhætta samanborin við lyfleysu fyrir samsettan endapunkt, sem

var dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadreps, eða heilablæðingar 3.4 (95% CI 1.4-8.5) með

celecoxibi 400 mg tvisvar sinnum á sólarhring og 2.8 (95% CI 1.1-7.2) með celecoxibi 200 mg tvisvar

sinnum á sólarhring. Uppsafnað hlutfall fyrir þennan samsetta endapunkt, á þriggja ára tímabili, var

3.0% (20/671 sjúklingar) með 400 mg tvisvar á sólarhring og 2,5% (17/685 sjúklingar) með 200 mg

tvisvar á sólarhring, samanborið við 0,9% (6/679 sjúklingar) með lyfleysu. Aukningin hjá báðum

celecoxib meðferðarhópum samanborið við lyfleysu var aðallega vegna aukinnar tíðni hjartadrepa.

Í PreSAP rannsókninni, var hlutfallsleg áhætta samanborið við lyfleysu fyrir þennan sama samsetta

endapunkt 1.2 (95% CI 0.6-2.4) með celecoxibi 400 mg einu sinni á sólarhring, samanborið við

lyfleysu. Uppsafnað hlutfall fyrir þennan sama endapunkt á þriggja ára tímabili var 2.3% (21/933

sjúklingar) með celecoxibi 400 mg einu sinni á sólarhring samanborið við 1.9% (12/628 sjúklingar)

með lyfleysu. Tíðni hjartadreps var 1.0% (9/933 sjúklingar) með celecoxibi 400 mg einu sinni á

sólarhring og 0.6% (4/628 sjúklingar) með lyfleysu.

Rannsóknarniðurstöður úr þriðju langtímarannsókninni ADAPT (The Alzheimer´s Disease Anti-

inflammatory Prevention Trial) sýndi enga marktæka aukningu á hjarta – og æðasjúkdómum með

celecoxibi 200 mg tvisvar sinnum á sólarhring, samanborið við lyfleysu. Hlutfallsleg áhætta á

svipuðum samsettum endapunkti (dauði vegna hjarta- og æðasjúkdóma, hjartadreps og heilablæðingar)

samanborið við lyfleysu var 1.14 (95% CI 0.61-2.12) með celecoxibi 200 mg tvisvar sinnum á

sólarhring. Tíðni hjartadreps var 1.1% (8/717 sjúklingar) með celecoxibi 200 mg tvisvar á sólarhring

og 1.2% (13/1070 sjúklinga) með lyfleysu.

5.2

Lyfjahvörf

Celecoxib frásogast vel og nær hámarksþéttni í plasma eftir um það bil 2-3 klst. Inntaka samtímis mat

(mjög fiturík máltíð) seinkar frásogi um nálægt 1 klst.

Brotthvarf celecoxibs verður aðallega með umbrotum. Innan við 1% af skammtinum skilst út á

óbreyttu formi í þvagi. Breytileiki í útsetningu fyrir celecoxibi milli einstaklinga er um það bil tífaldur.

Innan ráðlagðs skammtabils eru lyfjahvörf celecoxibs óháð skammti og tíma.

Binding við plasmaprótein er um það bil 97% við meðferðarþéttni í plasma og celecoxib hefur ekki

sérstaka bindisækni í rauðkorn. Helmingunartími brotthvarfs er 8-12 klst. Jafnvægi næst í plasmaþéttni

innan 5 daga frá upphafi meðferðar. Það er einungis lyfið sjálft sem er lyfjafræðilega virkt.

Helstu umbrotsefnin, sem fundist hafa í blóðrásinni, hafa engin mælanleg hamlandi áhrif á COX-1 eða

COX-2.

Celecoxib umbrotnar aðallega fyrir tilstilli cýtókróm P450 2C9. Þrjú umbrotsefni, óvirk eins og COX-

1 eða COX-2 hemlar, hafa verið greind í plasma hjá mönnum, svo sem fyrsta stigs alkóhól (primary

alcohol), samsvarandi karboxýlsýra (carboxylic acid) og glúkúroníð efnasamband þeirra.

Virkni cýtókróms P450 2C9 er minnkuð hjá einstaklingum með arfgenga fjölbreytni sem leiðir til

minnkaðrar virkni ensíma, svo sem þeirra sem eru arfhreinir fyrir CYP2C9*3 fjölbreytni.

Í rannsókn á lyfjahvörfum celecoxibs 200 mg á sólarhring hjá heilbrigðum einstaklingum, með arfgerð

annað hvort CYP2C9*1/*1, CYP2C9*1/*3 eða CYP2C9*3/*3, var meðaltal C

hjá celecoxibi á

sjöunda degi, hjá einstaklingum með arfgerð CYP2C9*3/*3, u.þ.b. 4-falt og AUC 0-24 u.þ.b. 7-falt,

samanborið við aðrar arfgerðir. Í þremur aðskildum stakskammta rannsóknum, með samtals fimm

einstaklingum með arfgerð CYP2C9*3/*3, jókst stakskammta AUC 0-24 u.þ.b. þrefalt samanborið við

einstaklinga með eðlilegt umbrot. Áætlað er að tíðni arfhreinna *3/*3 arfgerða sé 0.3-1.0 hjá

mismunandi kynþáttum.

Gæta skal varúðar við gjöf celecoxibs hjá sjúklingum með þekkta skerðingu, eða þar sem grunur leikur

á að um skert CYP2C9 umbrot sé að ræða, byggt á fyrri sögu/reynslu með öðrum CYP2C9

hvarfefnum (sjá kafla 4.2).

Ekki hefur orðið vart við neinn klínískt marktækan mun á lyfjahvörfum celecoxibs milli aldraðra

sjúklinga af svarta og hvíta kynstofninum.

Plasmaþéttni celecoxibs er um það bil 100% meiri hjá öldruðum konum (> 65 ára).

Samanborið við einstaklinga með eðlilega lifrarstarfsemi sýndu sjúklingar með vægt skerta

lifrarstarfsemi 53% meðaltalsaukningu C

fyrir celecoxib og 26% aukningu á AUC.

Samsvarandi gildi fyrir sjúklinga með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi voru 41% fyrir C

og 146%

fyrir AUC. Umbrotageta sjúklinga með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi samræmdist helst

albúmíngildum þeirra. Hefja skal meðferð með hálfum ráðlögðum skammti hjá sjúklingum með í

meðallagi skerta lifrarstarfsemi (albúmín í sermi 25-35 g/l). Ekki hafa verið gerðar rannsóknir hjá

sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (albúmín í sermi innan við 25 g/l) og er hún því

frábending.

Lítil reynsla er af notkun celecoxibs handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Lyfjahvörf celecoxibs hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi en ólíklegt

er að þau séu verulega frábrugðin hjá þessum sjúklingum. Gæta skal varúðar við meðferð hjá

sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Alvarlega skert nýrnastarfsemi er frábending.

5.3

Forklínískar upplýsingar

Hefðbundnar rannsóknir á eiturverkunum á fósturvísa og fóstur sýndu skammtaháð tilvik þindarslits

hjá rottufóstrum og hjarta- og æðaskemmdir hjá kanínufóstrum við altæka (systemic) útsetningu fyrir

óbundnu lyfinu sem var um það bil fimmfalt (rottur) og þrefalt (kanínur) hærri en næst við meðferð

með ráðlögðum hámarksskammti hjá mönnum (400 mg). Í rannsókn sem stóð yfir á síðari hluta

fósturskeiðs og fram yfir fæðingu (peri- and postnatal) hjá rottum sem voru útsettar fyrir lyfinu meðal

annars á tímabili líffæramyndunar, sást einnig þindarslit. Í þessari rannsókn var lægsta altæka

(systemic) útsetning, þar sem vansköpun sást hjá einu einasta dýri, þrefalt meiri en reiknuð

öryggismörk sem sjást við stærsta ráðlagðan sólarhringsskammt hjá mönnum.

Hjá dýrum leiddi útsetning fyrir celecoxibi á frumstigum fósturvísisþroska, til fósturláta fyrir og eftir

hreiðrun. Búist er við slíkum áhrifum við hömlun á nýmyndun prostaglandina.

Celecoxib skildist út í mjólk rotta. Í rannsókn á rottum á síðari hluta fósturskeiðs og fram yfir fæðingu

sáust eiturverkanir á ungunum.

Á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrifum

varð ekki vart neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, umfram það sem fram kemur í öðrum köflum

þessarar samantektar á eiginleikum lyfsins. Í tveggja ára rannsókn á eiturverkunum kom fram aukning

á segamyndun, sem ekki er nýrnahettuháð, hjá karlrottum eftir stóra skammta.

6.

LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1

Hjálparefni

Hylkin innihalda:

Laktósa einhýdrat

Natríumkroskarmellósa

Povidone K30

Natríumlárýlsúlfat

Magnesíumsterat.

Skeljarnar í 100 mg hylkjum innihalda:

Matarlím

Títantvíoxíð (E171)

Indigotin (Indigo carmine) (E132)

Skeljarnar í 200 mg hylkjum innihalda:

Matarlím

Títantvíoxíð (E171)

6.2

Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3

Geymsluþol

3 ár.

6.4

Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

6.5

Gerð íláts og innihald

Cloxabix 100 mg er pakkað í PVC/Ál þynnur sem 2, 5, 6, 10, 20, 30, 40, 50, 60 og 100 hylkja

pakkningar.

Cloxabix 200 mg er pakkað í PVC/Ál þynnur sem 2, 5, 6, 10, 20, 30, 40, 50, 60 og 100 hylkja

pakkningar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6

Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.

MARKAÐSLEYFISHAFI

Williams & Halls ehf

Reykjavíkurvegur 62, Hafnarfjörður

Ísland

8.

MARKAÐSLEYFISNÚMER

IS/1/12/126/01-02

9.

DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR

MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis 29. janúar 2013.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 12. september 2017.

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

12. september 2017.

Formatted: Font: 11 pt

Formatted: Font: 10 pt

Formatted: Font: 11 pt

Deleted:

13. maí .2015.

 • Upplýsingabæklingurinn fyrir þessa vöru er ekki í boði, þú getur sent beiðni um þjónustu við viðskiptavini okkar og við munum tilkynna þér um leið og við getum aflað það.

  Biðjið upplýsingabæklinginn fyrir almenning. • Skjöl á öðrum tungumálum eru tiltækar here