Ceftriaxona Normon

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Ceftriaxona Normon Innrennslisstofn og leysir, lausn 2000 mg
 • Skammtar:
 • 2000 mg
 • Lyfjaform:
 • Innrennslisstofn og leysir, lausn
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Ceftriaxona Normon Innrennslisstofn og leysir, lausn 2000 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 39162ba7-2ad4-e711-80d9-00155d154609
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ceftriaxona Normon 2000 mg innrennslisstofn, lausn

Ceftríaxón

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Ceftriaxona Normon og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Ceftriaxona Normon

Hvernig nota á Ceftriaxona Normon

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Ceftriaxona Normon

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Ceftriaxona Normon og við hverju það er notað

Ceftríaxón tilheyrir flokki lyfja sem kallast cefalósporín, sem eru sýklalyf.

Sýklalyf eru notuð til að meðhöndla bakteríusýkingar en virka ekki til meðhöndlunar á

veirusýkingum, s.s. flensu eða slímhúðarbólgu.

Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum varðandi skammta, skammtabili og meðferðarlengd eins

og tilgreint er af lækninum.

Geymið ekki né endurnýtið þetta lyf. Ef afgangur er af lyfinu eftir að meðferð er lokið farið þá

með þær í apótek.

Ceftriaxona Normon er notað til að meðhöndla alvarlegar sýkingar eins og:

heilahimnubólga af völdum baktería

sýkingar í kviðarholi, (s.s. lífhimnubólga og sýkingar í gallvegum)

sýkingar í beinum og liðum

flóknar sýkingar í húð og mjúkvefjum

flóknar þvagfærasýkingar þ.m.t. nýra- og skjóðubólga (pyelonephritis) (nýrnasýkingar)

öndunarfærasýkingar

kynsjúkdómar (þ.m.t. lekandi)

II. og III. stig af Lyme-sjúkdómi (sýking af völdum skógarmítils)

Ceftriaxona Normon er einnig ætlað til að fyrirbyggja sýkingar fyrir eða eftir skurðaðgerð.

2.

Áður en byrjað er að nota Ceftriaxona Normon

Ekki má nota Ceftriaxona Normon:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir cefalósporín, penicillíni eða fyrir

einhverjum öðrum beta-laktam sýklalyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.

fyrir nýbura sem eru með gulu (gula litabreytingu á húð vegna of mikils gallrauða (bilirúbín)

eða blóðalbúmínlækkun (skort á blóðpróteinum sem kallast albúmín), eða hjá fyrirburum vegna

hættu á gallrauðaheilakvilla (sjúkdómur sem getur verið banvænn og getur valdið

heilaskemmdum vegna uppsöfnunar á gallrauða (bilirúbín).

ekki á að blanda ceftríaxóni né gefa það samhliða lausnum eða efnum sem innihalda kalsíum,

þrátt fyrir að það sé gefið með mismunandi innrennslisleiðum, vegna þess að útfelling getur

myndast.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Ceftriaxona Normon er notað:

Ef þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð af völdum ceftríaxón eða penicillíns, eða ef þú hefur verið

með alvarlegu ofnæmi eða astma, vegna þess að ceftríaxón getur valdið ofnæmi sem getur verið

lífshættulegt (bráðaofnæmi). Ef þetta kemur fyrir þig, hafðu þá tafarlaust samband við lækninn

eða farðu á næsta spítala.

Ef þú færð mikinn eða langvarandi niðurgang meðan eða eftir notkun á þessu lyfi, það getur

verið vegna ristilbólgu (sýndarhimnuristilbólgu – pseudomembranous colitis) sem getur verið

alvarleg. Í þessum tilfellum mun læknirinn stöðva meðferð með ceftríaxóni og mun ávísa

viðeigandi meðferð. Segðu lækninum frá því ef þú hefur verið með meltingarfærasjúkdóma,

sérstaklega bólgur.

Ef þú ert á langtímameðferð með ceftríaxóni, geta aðrar sýkingar (ofanísýkingar) komið fram

vegna offjölgunar vissra örvera s.s. iðrakeðjusýkla (enterococci) eða þruska/sveppasýkingar

geta komið fram.

E þú er á langtímameðferð gætir þú þurft að fara reglulega í blóðprufur.

E merki um einkenni gallblöðrusjúkdóms koma fram í kjölfar kalsíum-ceftríaxóns útfellingar,

ásamt breytingum á ómskoðun gallblöðru. Hættan á þessum breytingum getur aukist við

meðferðir sem eru lengri en 14 daga, hjá sjúklingum með nýrnabilun, ofþornun eða næringu í

æð, og hjá mjög litlum börnum. Ef þetta gerist skal hætta meðferð með ceftriaxóni.

Áður en meðferð með Ceftriaxona Normon hefst, ef þú ert með verulega skerta lifrar- eða

nýrnastarfsemi vegna þess að þú gætir þurft skammtaaðlögun eða gætir átt á hættu að fá

brisbólgu (bólgu í brisi).

Ef þú þarft að fara í einhver greiningarpróf (þ.m.t. blóðprufur, þvagprufur, ofnæmispróf

framkvæmt á húð) segðu þá lækninum frá því að þú sért að nota þetta lyf vegna þess að það

getur haft áhrif á niðurstöður.

Börn og unglingar

Börn eldri en 12 ára með líkamsþyngd ≥50 kg eiga að fá venjulega skammt fyrir fullorðna, sjá kafla 3

hér fyrir neðan.

Börn yngri en 11 ára,

Nýburar (allt að 14 dagar): 20 til 50 mg/kg miðað við þyngd, gefinn í stökum skammti án

aðgreiningar á fullburða nýburum og fyrirburum. Ekki má fara yfir 50 mg / kg skammtinn.

Nýburar (15-28 dagar), ungbörn (28 daga til 23 mánaða) og börn (2-11 ára): einn stakur

dagskammtur 20-80 mg/kg miðað við þyngd.

Notkun annarra lyfja samhliða Ceftriaxona Normon

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, einnig

þau sem fengin eru án lyfseðils.

Læknirinn mun gæta sérstakrar varúðar við samhliða notkun ceftríaxóns með:

Probenecid (lyf notað við þvagsýrugigt).

Önnur sýklalyf (lyf notuð til meðferðar við sýkingum).

Getnaðarvarnarlyf. Mælt er með að gera viðbótarráðstafanir meðan á meðferð stendur og næsta

mánuð á eftir.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Ef þú ert þunguð eða telur að þú sért þunguð skaltu ræða við lækninn áður en þú notar þetta lyf og

hann eða hún mun ákveða hvort það henti þér. Notkun lyfja á meðgöngu getur verið hættulegt fyrir

fósturvísinn eða fóstrið og á lyfjagjöf að vera undir eftirliti læknis.

Akstur og notkun véla

Ekki hefur verið sýnt fram á að notkun Ceftriaxona Normon hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar

verkfæra eða véla, en þú ættir að hafa í huga að Ceftriaxona Normon getur stundum valdið sundli.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Ceftriaxona Normon inniheldur natríum

Þetta lyf inniheldur 165 mg (7,2 mmól) af natríum í hverjum skammti (0,18 mól (4,14 mg) af natríum í

blandaðri lausn, taka þarf tillit til þess meðan á meðferð sjúklinga á saltsnauðu fæði stendur.

3.

Hvernig nota á Ceftriaxona Normon

Ceftríaxón er gefið í bláæð.

Læknirinn mun gefa þetta lyf með beinni inndælingu í bláæð á 2-4 mínútum. Skammta yfir 50 mg/kg

skal gefa með innrennsli.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Leitaðu ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi ef þú ert ekki viss.

Læknirinn mun ávísa viðeigandi skammti og meðferðarlengd , það fer eftir sjúkdómi þínum, aldri,

þyngd og svörun þinni við meðferð með þessu lyfi.

Aldrei breyta skammti upp á eigin spýtur. Ef þú telur að áhrif lyfsins séu of sterk eða of væg skaltu

hafa samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Þú munt halda áfram að fá þetta lyf í að minnsta kosti 2 til 3 daga eftir að þú hefur náð þér af

veikindum þínum eða til að koma í veg fyrir sýkingu í nokkra daga eftir aðgerð.

Fylgdu alltaf leiðbeiningunum í þessum fylgiseðli eða notaðu lyfið nákvæmlega eins og læknirinn eða

lyfjafræðingur hefur sagt til um. Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef þú ert ekki viss

Fullorðnir, börn eldri en 12 ára og með líkamsþyngd ≥50 kg:

1 til 2 g af ceftríaxóni á 24 klukku-

stunda fresti, þ.e. 1-2 g/sólarhring; í alvarlegum tilvikum má auka skammtinn í 4 g/sólarhring.

Lekandi (einfaldar kynfærasýkingar):

Mælt er með stökum 250 mg skammti í vöðva.

II. og III. stigs Lyme-sjúkdómur:

Mælt er með að gefa 50 mg/kg allt að 2 g dagskammti, einu sinni á

dag í 14 daga.

Forvarnir gegn sýkingum fyrir og eftir aðgerð:

1 til 2 g af ceftríaxóni sem gefið er 30-90 mínútum

fyrir aðgerð.

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi:

Ekki er nauðsynlegt að minnka skammtinn af

Ceftriaxona Normon hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi svo lengi sem lifrarstarfsemi er

eðlileg. Aðeins í þeim tilfellum þegar kreatínínúthreinsun er <10 ml/mín., skal skammtur ceftríaxóns

ekki fara yfir 2 g á dag.

Skilunarsjúklingar:

Ekki er þörf á viðbótarskammt eftir blóðskilun; Hins vegar verður að fylgjast

með þéttni í sermi til að ákvarða hvort skammtaaðlögun sé nauðsynleg, vegna þess að brotthvarfshraði

hjá þessum sjúklingum er hugsanlega minni.

Aldraðir sjúklingar:

Ekki er nauðsynlegt að breyta ráðlögðum skömmtum hjá fullorðnum fyrir

aldraða.

Börn yngri en 12 ára

Nýburar (allt að 14 dagar): 20 til 50 mg / kg miðað við þyngd, gefinn í stökum skammti án

aðgreiningar á fullburða nýbura eða fyrirbura. Ekki má fara yfir 50 mg/kg skammt.

Nýburar (15-28 dagar), ungbörn (28 daga til 23 mánaða) og börn (2-11 ára): stakur dagskammtur

20-80 mg/kg miðað við þyngd.

Heilahimnubólga af völdum baktería hjá nýburum (15-28 daga), ungbörnum (28 daga til 23

mánaða) og börnum (2 til 11 ára):

Meðferð hefst með 100 mg/kg skammti (án þess að fara yfir 4 g)

einu sinni á dag. Um leið og sýkingarvaldurinn er auðkenndur og næmi hans ákvarðað má aðlaga

skammtinn í samræmi við það.

Aðrar meðferðir gætu hentað betur fyrir mismunandi skammtaáætlanir og veltur það á skammtinum.

Ef notaður er stærri skammtur af Ceftriaxona Normon en mælt er fyrir um

Ef ofskömmtun verður vegna þessarar íkomuleiðar geta komið fram flog og meltingarfæra vandamál.

Ef um er að ræða ofskömmtun eða inntöku fyrir slysni skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn eða

lyfjafræðing eða hringdu í eitrunarmiðstöð í síma 543 2222, og gefðu þar upp heiti lyfs og magn sem

tekið var.

Upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsmann

Hætta skal meðferð með ceftríaxóni tafarlaust og hefja viðeigandi stuðningsmeðferð.

Engin sérstök mótefni eru til. Lyfið skilst ekki út með skilun.

Ef gleymist að nota Ceftriaxona Normon

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef hætt er að nota Ceftriaxona Normon

Ekki hætta meðferð áður en heilbrigðisstarfsmaður mælir með, því þá næst ekki fullnægjandi áhrif.

Það er mjög mikilvægt að meðhöndla sýkingar yfir ráðlagt tímabil, að öðrum kosti geta sýkingar

versnað.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Ceftríaxóni á ekki að blanda í né gefa samhliða meðferð með lausnum eða efnum sem innihalda

kalsíum, þrátt fyrir að það sé gefið með mismunandi innrennslisleiðum.

Greint hefur verið frá aukaverkunum sem hafa valdið dauða hjá nýburum og fyrirburum vegna

myndunar útfellingar á ceftríaxón-kalsíumsalti í lungum og nýrum þessara sjúklinga. Í sumum

tilfellum voru innrennslisleiðir og tímasetning gjafar ceftríaxóns og lausna sem innihalda kalsíum

mismunandi.

Eins og við á um öll lyf getur Ceftriaxona Normon valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá

öllum.

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): skapa- og

leggangnabólga (sýkingar í kynfærum kvenna af völdum baktería).

Blóð og eitlar

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): blóðleysi (lág

blóðrauðaþéttni í blóði), hvítfrumnafæð (lítill fjöldi hvítfrumna í blóði), blóðkyrningafæð (lítill

fjöldi kyrninga í blóði), blóðflagnafæð (lágur fjöldi blóðflagna í blóðið) og eósínfíklafjöld

(aukinn fjöldi ákveðins hóps hvítfrumna).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

storknunartruflanir, kyrningaþurrð (skortur eða lágur fjöldi hvítra blóðkorna), sérstaklega eftir

10 daga meðferð eða eftir stóra skammta.

Ónæmiskerfi

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

bráðaofnæmisviðbrögð (ofnæmisviðbrögð) eða bráðaofnæmislík viðbrögð og ofsakláði

(útbreiddur kláði í húð).

Taugakerfi

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): höfuðverkur

og sundl.

Meltingarfæri

Algengar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): niðurgangur, ógleði,

munnþroti (bólga í slímhúð í munninum) og tungubólga.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

sýndarhimnuristilbólga (bráður og alvarleg niðurgangur sem orsakast af ofanísýkingum),

brisbólga, blæðing í meltingarfærum.

Lifur og gall

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): einkenni um

útfellingu kalsíum-ceftríaxóns í gallblöðru og hækkun á lifrarensímum (breytur sem finnast í

blóðrannsóknum).

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): útbrot (húðútbrot),

ofnæmishúðbólga (bólga í húð), útbrot, bjúgur (uppsöfnun vökva í vefjum) og

regnbogaroðasótt.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): Steven-

Johnson heilkenni, eitrunardreplos húðþekju eða Lyell-heilkenni (eyðingu á húð með losun á

húðþekju sem byrjar með blöðrum án bólgu).

Nýru og þvagfæri

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): þvagþurrð

(minnkuð þvagútlát), hækkuð gildi kreatíns í sermi (breytur sem finnast í blóðrannsóknum).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

útfelling ceftríaxón salts í nýrum hjá börnum, blóðmiga (blóð í þvagi).

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög sjaldgæfar (geta komið fram hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): hiti og hrollur,

bláæðabólga (bólga í bláæðum) líkur á bláæðabólgu minnka ef hæg inndæling í 2-4 mínútur er

notuð.

Tilkynning um aukaverkanir

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna

aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Ceftriaxona Normon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum varið gegn ljósi.

Fyrir blöndun: Ekki skal nota Ceftriaxona Normon eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á

umbúðunum á eftir "EXP". Fyrningardagsetning er síðasti dagur þess mánaðar.

Eftir blöndun: Blandaðar lausnir halda efnafræðilegum og eðlisfræðilegum stöðugleika í 6

klukkustundir við 25°C og í 24 klukkustundir í kæli (2 ºC-8 ºC).

Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið strax. Ef það er ekki notað strax eru geymsluaðstæður

og geymslutími fyrir notkun á ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks. Lyfið ætti ekki að geyma lengur en í 24

klukkustundir við hitastig á bilinu 2 til 8 ºC nema ef blöndun fór fram undir stýrða og gildaða smitgát.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ceftriaxona Normon inniheldur

Virka innihaldsefnið er ceftríaxón (sem ceftríaxónnatríum).

Hvert hettuglas inniheldur 2.000 mg af ceftríaxóni (sem ceftríaxónnatríum).

Lýsing á útliti Ceftriaxona Normon og pakkningastærðir

Lyfið er í hettuglasi úr gleri, lokuðu með gúmmítappa og innsiglað með álhettu.

Það er í öskju sem inniheldur 1 eða 50 hettuglös.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markað

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

LABORATORIOS NORMON, S.A.

Ronda de Valdecarrizo, 6 – 28760

Tres Cantos – Madrid (Spánn)

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Spánn

Ceftriaxona Normon

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í janúar 2018.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

Þetta lyf skal blanda fyrir notkun. Blönduð lausn er eingöngu einnota. Farga skal ónotuðum lausn

Blönduð lausn er tær og gul eða gulleit.

Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda lausnum sem innihalda ceftríaxón við aðrar lausnir, og ekki má bæta öðrum lyfjum

við. Sérstaklega skal ekki nota þynningarlausnir sem innihalda kalsíum (t.d. Ringer lausn, Hartmann

lausn) til að blanda ceftríaxón í hettuglösum eða til að þynna uppleystu lausnina þegar gefa á lyfið í

bláæð, vegna þess að útfelling getur myndast. Ceftríaxóni á ekki að blanda við eða gefa samtímis

lausnum sem innihalda kalsíum.

Ceftríaxón er ósamrýmanlegt við amsakrín, vancomycin, flúkónazól og amínóglýkósíð.

Lyfjagjöf

Gefið í bláæð. Gefa á innrennsli á a.m.k. 30 mínútum.

Gjöf með beinni inndælingu í bláæð skal gera á 2-4 mínútum. Skammta yfir 50 mg/kg skal gefa með

innrennsli.

Fyrir innrennsli í æð er lyfið leyst í 40 ml af einhverri eftirtalinna kalsíumfrírra innrennslislausna:

0,9% natríumklóríð, 0,45% natríumklóríð + 2,5% dextrósi, 5% dextrósi, 10% dextrósi, 6% dextran í

5% dextrósa, 6-10% hýdroxýetýlsterkja, vatn fyrir stungulyf. Eftir blöndum í 40 ml af ofangreindum

lausna er styrkur lausnarinnar 50 mg/ml af ceftríaxóni (sem ceftríaxónnatríum).

Skoðaðu lausnina áður en hún er notuð til að athuga hvort agnir séu til staðar eða hvort hún er

gruggug. Ef agnir sjást í lausninni skal fleygja henni.

Ráðlagður skammtur og skammtaáætlun sem notuð er, fer eftir aldri og þyngd sjúklingsins, auk

alvarleika sýkingar.

Lausninni skal ekki blanda saman við lausnir sem innihalda önnur sýklalyf eða í lausnir sem eru ólíkar

þeim sem tilgreindar eru hér að ofan.