Piperacillin/Tazobactam WH Innrennslisstofn, lausn 4 g/0,5 g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-07-2022

Virkt innihaldsefni:

Piperacillinum natríum; Tazobactamum natríum

Fáanlegur frá:

Williams & Halls ehf.

ATC númer:

J01CR05

INN (Alþjóðlegt nafn):

piperacillin and beta-lactamase inhibitor

Skammtar:

4 g/0,5 g

Lyfjaform:

Innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

562828 Hettuglas Glært hettuglas úr gleri af gerð I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-09-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PIPERACILLIN/TAZOBACTAM WH 4 G/0,5 G
INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
piperacillín og tazobactam
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Piperacillin/Tazobactam WH og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Piperacillin/Tazobactam WH
3.
Hvernig nota á Piperacillin/Tazobactam WH
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Piperacillin/Tazobactam WH
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PIPERACILLIN/TAZOBACTAM WH OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Piperacillín tilheyrir flokki lyfja sem nefnast „breiðvirk
penicillín sýklalyf“. Það getur drepið margar
gerðir baktería. Tazobactam getur komið í veg fyrir að sumar
ónæmar bakteríur þoli áhrif piperacillíns.
Það þýðir að þegar piperacillín og tazobactam eru gefin saman,
drepast fleiri tegundir baktería.
Piperacillin/Tazobactam WH er notað fyrir fullorðna og unglinga til
meðferðar við bakteríusýkingum,
svo sem sýkingum í neðri hluta öndunarfæra (lungum), þvagfærum
(nýrum og þvagblöðru),
kviðarholi, húð eða blóði. Piperacillin/Tazobactam WH má nota
til meðferðar við bakteríusýkingum
hjá sjúklingum sem hafa fá hvít blóðkorn (skertar varnir gegn
sýkingum).
Piperacillin/Tazobactam WH er notað við bakteríusýkingum hjá
börnum á aldrinum 2-12 á
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
_ _
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Piperacillin/Tazobactam WH 4 g/0,5 g innrennslisstofn, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hettuglas inniheldur piperacillín (sem natríumsalt) sem
samsvarar 4 g og tazobactam (sem
natríumsalt) sem samsvarar 0,5 g.
Hvert hettuglas inniheldur 9,39 mmól (216 mg) af natríum
3.
LYFJAFORM
Innrennslisstofn, lausn.
Hvítt eða beinhvítt duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Piperacillin/Tazobactam WH er ætlað til meðferðar við
eftirtöldum sýkingum hjá fullorðnum og
börnum eldri en 2 ára (sjá kafla 4.2 og 5.1):
FULLORÐNIR OG UNGLINGAR
-
Alvarleg lungnabólga þ.m.t. lungnabólga sem smitast hefur á
sjúkrahúsi og lungnabólga í
tengslum við notkun öndunarvélar
-
Flóknar þvagfærasýkingar (þ.m.t. nýrnaskjóðubólga)
-
Flóknar sýkingar í kviðarholi
-
Flóknar sýkingar í húð og mjúkvefjum (þ.m.t. sýkingar í
fótasárum af völdum sykursýki)
Meðferð fyrir sjúklinga með blóðsýkingu í tengslum við, eða
sem grunur leikur á að sé í tengslum við,
einhverja af þeim sýkingum sem taldar eru upp hér að ofan.
Piperacillin/Tazobactam WH má nota til meðferðar fyrir sjúklinga
með daufkyrningafæð og hita, sem
grunur leikur á að sé vegna bakteríusýkingar.
Athugið: Ekki er mælt með meðferð hjá fullorðnum gegn
blóðsýkingum vegna
_E. coli _
og
_K. _
_Preumoniae _
(ónæm fyrir ceftríaxóni) sem framleiða breiðvirkan
beta-laktamasa, sjá kafla 5.1.
BÖRN 2 TIL 12 ÁRA
-
Flóknar sýkingar í kviðarholi
Piperacillin/Tazobactam WH má nota til meðferðar fyrir börn með
daufkyrningafæð og hita, sem
grunur leikur á að sé vegna bakteríusýkingar.
Hafa skal opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja
í huga.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
2
Skammtar og tíðni skammta af Piperacillin/Tazobactam WH fara eftir
alvarleika og staðsetningu
sýkingarinnar og væntanlegum sýkingarvaldi.
_Fullorðnir sjúklingar og unglingar_
_Sýkingar_
Venjulegur skammtur er 4 g piperacillín/0,5 
                                
                                Lestu allt skjalið