Azitromicina Normon Filmuhúðuð tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-09-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Azithromycinum díhýdrat

Fáanlegur frá:

Laboratorios Normon S.A.

ATC númer:

J01FA10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Azithromycinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

071450 Þynnupakkning PVC-Álþynnur V0174

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-12-06

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AZITROMICINA NORMON 500 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
azithromycin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
- Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Azitromicina Normon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Azitromicina Normon
3.
Hvernig nota á Azitromicina Normon
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Azitromicina Normon
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AZITROMICINA NORMON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Azitrómýcín tilheyrir flokki lyfja sem kallast makrólíðar.
Lyfið fjarlægir bakteríur sem valda sýkingum.
Azitrómýcín er notað við meðferð ákveðinna sýkinga af
völdum baktería í ólíkum líkamshlutum hjá
fullorðnum og börnum sem vega meira en 45 kg.
Lyfið er notað til meðferðar á eftirfarandi sýkingum:
•
Sýkingar í hálsi, eitlum, eyrum eða skútum
•
Berkjubólga og lungnabólga (væg til miðlungi alvarleg tilfelli)
•
Sýkingar í húð og mjúkvef (vægar til miðlungs alvarlegar)
•
Sýkingar í þvagrás (þvagrásarbólga) eða leghálsi
(leghálsbólga), sjá kafla 3.
•
Kynsjúkdómar (linsæri), sjá kafla 3.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AZITROMICINA NORMON
EKKI MÁ NOTA AZITROMICINA NORMON:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir azitrómýcíni, erýtrómýcín og
öðrum makrólíðum, ketólíð
sýklalyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Azitromicina Normon 500 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 500 mg af azitrómýcíni (sem tvíhýdrat).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla af Azitromicina Normon 500 mg inniheldur 3 mg af
laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
Hvítar, aflangar filmuhúðaðar töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Azitrómýcín er ætlað gegn eftirtöldum bakteríusýkingum af
völdum örvera sem eru næmar fyrir
azitrómýcíni (sjá kafla 4,2, 4.4 og 5.1):
-
Bráð skútabólga af völdum baktería
-
Bráð miðeyrabólga
-
Kok- og eitlubólga
-
Bráð versnun langvinnrar berkjubólgu
-
Væg til miðlungi alvarleg lungnabólga sem smitast utan sjúkrahúss
-
Sýkingar í húð og mjúkvefjum sem eru vægar til miðlungi
alvarlegar
-
Þvagrásarbólga (bæði tengd lekanda og ekki) og leghálsbólga
-
Linsæri
Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtur og lengd meðferðar er ákvörðuð í samræmi við aldur,
þyngd, alvarleika sýkingarinnar og
sýkingarstaðarins og næmi örverunnar.
Skömmtum og lengd meðferðar er lýst hér að neðan.
Önnur lyfjaform gætu verið fáanleg fyrir aðra skammta.
_Fullorðnir, börn og unglingar með líkamsþyngd sem er 45 kg eða
meira: _
SKAMMTAÁÆTLUN 1
SKAMMTAÁÆTLUN 2
2
-*Bráð skútabólga af völdum
baktería
- Kok- og eitlubólga
- Bráð miðeyrabólga
- Langvinn berkjubólga
- Væg til miðlungi alvarleg
lungnabólga sem smitast utan
sjúkrahúss
- Sýkingar í húð og
mjúkvefjum
Meðferðarlengd: 3 dagar
500 mg gefin daglega í einum
skammti
Meðferðarlengd: 5 dagar
Dagur 1: Gefið 500 mg daglega
í einum skammti
Dagur 2-5: Gefið 250 mg
daglega í einum skammti
- Þvagrásarbólga (bæði tengd
lekanda og ekki)
- leghálsbólga
Meðferðarlengd: 1 dagur
Gefið 1000 mg daglega í einum
skammti.
Ef um ræðir tilfelli sýking
                                
                                Lestu allt skjalið