Zitromax Filmuhúðuð tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
19-02-2024
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Azithromycinum díhýdrat

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

J01FA10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Azithromycinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

143602 Þynnupakkning V0173; 143891 Þynnupakkning V0174

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1998-01-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZITROMAX
500 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
azitrómýsín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
−
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
−
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
−
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
−
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Zitromax og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zitromax
3.
Hvernig nota á Zitromax
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zitromax
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZITROMAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zitromax
inniheldur sýklalyf af flokki makrólíða. Zitromax
er notað við sýkingum af völdum baktería
t.d. í:
-
hálskirtlum, kinnholum og koki
-
öndunarvegi, t.d. berkjubólgu og lungnabólgu
-
húð og vöðvum
-
kynfærum
eða við
-
miðeyrabólgu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZITROMAX
EKKI MÁ NOTA ZITROMAX:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir azitrómýsíni, öðru sýklalyfi
í sama flokki (makrólíða- eða
ketólíðasýklalyfjum) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Zitromax
er notað ef þú:
-
ert með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
-
ert með hjartakvilla (t.d. mjög hægan hjartslátt eða óre
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zitromax 250 mg og 500 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Azitrómýsíntvíhýdrat, samsvarandi azitrómýsín 250 mg eða 500
mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Laktósi.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
250 mg og 500 mg, eru hvítar, sporöskjulaga, filmuhúðaðar
töflur.
Í 250 mg töflur er greypt „ZTM 250“ á annarri hliðinni.
500 mg töflur eru með deiliskoru og í þær er greypt „ZTM
500“á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar af völdum azitrómýsínnæmra baktería.
Við ávísun sýklalyfja skal taka tillit til staðbundins ónæmis
sýkingavalda. Fylgja skal
opinberum/staðbundnum leiðbeiningum um viðeigandi notkun
sýklalyfja (sjá kafla 5.1).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Zitromax á að gefa í einum skammti á dag. Meðferðarlengd og
skammtar eru tilgreind hér á eftir.
Töflurnar má taka með eða án matar. Töflunum má skipta, en
hvorki má tyggja þær né mylja.
_Fullorðnir: _
1,5 g
gefin
annaðhvort sem 500 mg 1 sinni á dag í 3 daga eða 500 mg gefin í
einum
skammti fyrsta daginn og síðan 250 mg 1 sinni á dag næstu 4 daga.
_Til meðferðar við sýkingum af völdum Chlamydia trachomatis_
eða
_Haemophilus ducreyi:_
1 g stakskammtur.
_Til meðferðar við sýkingum af völdum Neisseria gonorrhoeae:_
Ráðlagður skammtur er 1 g eða 2 g af azitrómýsíni ásamt 250 mg
eða 500 mg af ceftríaxóni
samkvæmt gildandi klínískum leiðbeiningum. Við meðferð
sjúklinga sem eru með ofnæmi fyrir
penicillíni og/eða cefalósporínum eiga læknar að styðjast við
gildandi leiðbeiningar.
_Aldraðir_
: Ekki þarf að breyta skömmtun hjá öldruðum. Þar sem aldraðir
sjúklingar geta verið með
kvilla sem leitt geta til hjartsláttartruflana á að gæta ýtrustu
varúðar vegna hættu á að fram komi
hjartsláttartruflanir og torsade de pointes (sjá kafla 4.4).
2
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi:_
Ekki
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru