Spinraza

Pays: Union européenne

Langue: islandais

Source: EMA (European Medicines Agency)

Ingrédients actifs:

nusinersen natríum

Disponible depuis:

Biogen Netherlands B.V.

Code ATC:

M09

DCI (Dénomination commune internationale):

nusinersen

Groupe thérapeutique:

Önnur lyf í taugakerfinu

Domaine thérapeutique:

Vöðvaáfall, mænu

indications thérapeutiques:

Spinraza er ætlað til meðferðar á 5q spítala.

Descriptif du produit:

Revision: 14

Statut de autorisation:

Leyfilegt

Date de l'autorisation:

2017-05-30

Notice patient

                                26
B. FYLGISEÐILL
27
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SPINRAZA 12 MG STUNGULYF, LAUSN
nusinersen
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ EÐA BARNIÐ
FÁIÐ LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
•
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir hjá þér eða barninu. Þetta
gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Spinraza og við hverju það er notað
2.
Áður en þér eða barninu er gefið Spinraza
3.
Hvernig Spinraza er gefið
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Spinraza
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SPINRAZA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Spinraza inniheldur virka efnið
_ nusinersen_
sem tilheyrir hópi lyfja sem nefnast tjáningarhindrar.
Spinraza er notað til að meðhöndla arfgengan sjúkdóm sem kallast
mænuhrörnunarsjúkdómur (
_spinal _
_muscular atrophy_
) eða SMA
_._
SMA
orsakast af skorti á próteini sem kallast
_survival motor neuron_
(SMN) í líkamanum.
Sjúkdómurinn veldur tapi á taugafrumum í hrygg, sem leiðir til
veikleika í vöðvum í öxlum,
mjöðmum, lærum og efri hluta baks. Hann getur einnig veikt
vöðvana sem notaðir eru við öndun og
kyngingu.
Spinraza virkar með því að hjálpa líkamanum að framleiða meira
af SMN-próteini sem einstaklingar
með SMA hafa lítið af. Þetta dregur úr tapi á taugafrumum og
getur þannig aukið vöðvastyrk.
2.
ÁÐUR EN ÞÉR EÐA BARNINU ER GEFIÐ SPINRAZA
_ _
EKKI MÁ GEFA SPINRAZA
•
ef þú eða barnið eruð með
OFNÆMI FYRIR NUSINERSEN
eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
Ef þú ert ekki viss skaltu leita ráða hjá lækninum eða
hjúkrunarfræðingnum áður en þér eða barninu er
gefið Spinraza.
VARNA
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Résumé des caractéristiques du produit

                                1
VIÐAUKI I
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
2
1.
HEITI LYFS
Spinraza 12 mg stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert 5 ml hettuglas inniheldur nusinersennatríum sem jafngildir 12
mg nusinersen.
Hver ml inniheldur 2,4 mg af nusinersen
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Tær og litlaus lausn með pH-gildi u.þ.b. 7,2.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Spinraza er ætlað til meðferðar á 5q mænuhrörnunarsjúkdómi (
_spinal muscular atrophy,_
(SMA)).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Meðferð með Spinraza skal eingöngu hafin af lækni með reynslu í
meðhöndlun á SMA.
Ákvörðun um að hefja meðferð skal byggjast á einstaklingsbundnu
sérfræðimati á því hvort
væntanlegur ávinningur af meðferðinni fyrir hvern einstakling vegi
á móti hugsanlegri áhættu af
meðferð með Spinraza. Ekki er víst að sjúklingar með alvarlega
vöðvaslekju og öndunarbilun við
fæðingu finni fyrir klínískt marktækum ávinningi vegna alvarlegs
skorts á SMN (survival motor
neuron) próteini en hjá þeim hefur Spinraza ekki verið rannsakað.
Skammtar
Ráðlagður skammtur er 12 mg (5 ml) í hverri gjöf.
Hefja skal meðferð með Spinraza eins fljótt og auðið er eftir
greiningu, með 4 hleðsluskömmtum á
dögum 0, 14, 28 og 63. Eftir það skal gefa viðhaldsskammt einu
sinni á 4 mánaða fresti.
_Lengd meðferðar _
Engar upplýsingar liggja fyrir um langtímaverkun lyfsins. Reglulega
skal endurskoða þörf hvers
einstaklings fyrir áframhaldandi meðferð og meta samkvæmt
klínískum einkennum sjúklingsins og
svörun við meðferðinni.
_Skammtar sem gleymast eða tefjast _
Ef hleðslu- eða viðhaldsskammtur tefst eða gleymist skal gefa
Spinraza samkvæmt áætluninni í töflu 1
hér á eftir.
3
TAFLA 1: LEIÐBEININGAR ÞEGAR TÖF ER Á SKAMMTI EÐA EF SKAMMTUR
GLEYMIST
TÖF Á SKAMMTI EÐA
SKAMMTUR GLEYMIST
TÍMASETNING SKAMMTA
HLEÐSLUSKAMMTUR
•
Ef töf er á viðhaldsskammti eða hann hefur gleymst á að gefa
hann eins fljótt og mögule
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Documents dans d'autres langues

Notice patient Notice patient bulgare 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation bulgare 11-01-2018
Notice patient Notice patient espagnol 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation espagnol 11-01-2018
Notice patient Notice patient tchèque 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation tchèque 11-01-2018
Notice patient Notice patient danois 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation danois 11-01-2018
Notice patient Notice patient allemand 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation allemand 11-01-2018
Notice patient Notice patient estonien 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation estonien 11-01-2018
Notice patient Notice patient grec 12-10-2023
Notice patient Notice patient anglais 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation anglais 11-01-2018
Notice patient Notice patient français 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation français 11-01-2018
Notice patient Notice patient italien 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation italien 11-01-2018
Notice patient Notice patient letton 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation letton 11-01-2018
Notice patient Notice patient lituanien 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation lituanien 11-01-2018
Notice patient Notice patient hongrois 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation hongrois 11-01-2018
Notice patient Notice patient maltais 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation maltais 11-01-2018
Notice patient Notice patient néerlandais 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation néerlandais 11-01-2018
Notice patient Notice patient polonais 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation polonais 11-01-2018
Notice patient Notice patient portugais 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation portugais 11-01-2018
Notice patient Notice patient roumain 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation roumain 11-01-2018
Notice patient Notice patient slovaque 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation slovaque 11-01-2018
Notice patient Notice patient slovène 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation slovène 11-01-2018
Notice patient Notice patient finnois 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation finnois 11-01-2018
Notice patient Notice patient suédois 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation suédois 11-01-2018
Notice patient Notice patient norvégien 12-10-2023
Notice patient Notice patient croate 12-10-2023
Rapport public d'évaluation Rapport public d'évaluation croate 11-01-2018

Rechercher des alertes liées à ce produit

Afficher l'historique des documents