Almogran Filmuhúðuð tafla 12,5 mg

Nazione: Islanda

Lingua: islandese

Fonte: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Compra

Foglio illustrativo Foglio illustrativo (PIL)
04-01-2022
Scheda tecnica Scheda tecnica (SPC)
15-02-2021

Principio attivo:

Almotriptan D L-hýdrógen malat

Commercializzato da:

Almirall S.A.*

Codice ATC:

N02CC05

INN (Nome Internazionale):

Almotriptanum

Dosaggio:

12,5 mg

Forma farmaceutica:

Filmuhúðuð tafla

Tipo di ricetta:

(R) Lyfseðilsskylt

Dettagli prodotto:

094122 Þynnupakkning

Stato dell'autorizzazione:

Markaðsleyfi útgefið

Data dell'autorizzazione:

2000-08-23

Foglio illustrativo

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALMOGRAN 12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
almotriptan
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Almogran og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Almogran
3.
Hvernig nota á Almogran
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Almogran
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALMOGRAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Almogran er mígrenilyf og tilheyrir flokki efna sem sérhæft virkja
serótónín viðtaka.
Talið er að Almogran minnki bólguviðbrögð í tengslum við
mígreni með því að bindast serótónín
viðtökunum í heilaæðum og valda þrengingu þeirra.
Almogran er notað til að draga úr höfuðverkjum af völdum
mígreniskasta, hvort sem þau eru með eða
án fyrirboða.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALMOGRAN
EKKI MÁ NOTA ALMOGRAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir almotriptani eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með eða hefur haft sjúkdóma sem skerða blóðflæði
til hjartans eins og:
- hjartaáfall
- brjóstverk eða óþægindi sem eru vegna a
                                
                                Leggi il documento completo
                                
                            

Scheda tecnica

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Almogran 12,5 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Almotriptan 12,5 mg, samsvarandi 17,5 mg af almotriptan D,
L-hýdrógenmalati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar filmuhúðaðar töflur merktar
með „A“ á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bráðameðhöndlun á mígrenihöfuðverk, hvort sem þau eru með
eða án fyrirboða.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Taka á Almogran með vökva eins fljótt og hægt er eftir að
mígrenihöfuðverkurinn er byrjaður en það
verkar einnig þó það sé tekið síðar.
Almotriptan á ekki að nota fyrirbyggjandi gegn mígreni.
Töflurnar má taka með eða án matar.
Fullorðnir (18 – 65 ára):
Mælt er með einni töflu, 12,5 mg af almotriptani. Taka má annan
skammt ef einkenni koma aftur
innan 24 klst. Ekki skal taka annan skammt fyrr en a.m.k. 2 klst. frá
töku fyrri skammtsins.
Áhrif af öðrum skammti vegna sama kasts, þegar byrjunarskammtur
virkar ekki, hafa ekki verið
sannprófuð með tilraunum. Ef sjúklingur fær ekki svörun eftir
inntöku á fyrsta skammti á hann ekki að
taka inn annan skammt vegna sama kasts.
Hámarksskammtur sem mælt er með eru tveir skammtar á sólarhring.
Börn og unglingar (undir 18 ára aldri):
Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun almotriptans hjá
börnum og unglingum, þess vegna er
ekki mælt með notkun hjá þessum aldurshópi.
Aldraðir (eldri en 65 ára):
Ekki er þörf á að aðlaga skammtastærðir hjá öldruðum.
Öryggi og áhrif af almotriptani hjá sjúklingum
eldri en 65 ára hefur ekki verið metið markvisst.
2
Skert nýrnastarfsemi:
Ekki er þörf á að aðlaga skammtastærðir hjá sjúklingum með
væga til meðal skerta nýrnastarfsemi.
Sjúklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi eiga ekki að taka
meira en eina 12,5 mg töflu á
sólarhring.
Skert lifrarstarfsemi:
Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun almotr
                                
                                Leggi il documento completo