Truxal Filmuhúðuð tafla 15 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Chlorprothixenum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

H. Lundbeck A/S*

ATC númer:

N05AF03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Chlorprothixenum

Skammtar:

15 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

155432 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TRUXAL 15 MG OG 50 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
klórprótixen (á formi hýdróklóríðs)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur
valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé
að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
::
1.
Upplýsingar um Truxal og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Truxal
3.
Hvernig nota á Truxal
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Truxal
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRUXAL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Truxal er lyf við geðsjúkdómum (geðrofslyf).
Truxal virkar á taugabrautir í ákveðnum svæðum heilans og
hjálpar til við að leiðrétta ójafnvægið í
heilanum sem er ástæða einkennanna.
Þú gætir fengið Truxal til meðhöndlunar á geðrofi eða öðrum
geðsjúkdómum (að þunglyndi
undanskildu).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TRUXAL
EKKI MÁ NOTA TRUXAL
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir klórprótixeni eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
•
Ef þú ert undir áhrifum áfengis, sterkra verkjalyfja (morfín)
eða lyfja við flogaveiki
(fenóbarbital)
•
Ef þú ert með mikið lækkaðan blóðþrýsting eða hjartabilun
•
Ef þú ert með eða hefur áður haft
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1/10
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Truxal 15 mg filmuhúðaðar töflur.
Truxal 50 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Truxal 15 mg:
Hver tafla inniheldur klórprótixenhýdróklóríð 15 mg
Truxal 50 mg:
Hver tafla inniheldur klórprótixenhýdróklóríð 50 mg
Hjálparefni með þekkta verkun
Truxal 15 mg inniheldur 57,8 mg laktósaeinhýdrat.
Truxal, 50 mg inniheldur 55,4 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
15 mg:
Kringlóttar, tvíkúptar, dökkbrúnar, filmuhúðaðar töflur.
50 mg:
Sporöskjulaga, tvíkúptar, dökkbrúnar, filmuhúðaðar töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Geðrofsástand (psychosis) fyrir utan þunglyndi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir:
_Geðrof:_
50-100 mg daglega, gefið í fleiri en einum skammti. Skammta má auka
í allt að 600 mg á
sólarhring. Viðhaldsskammtur: 100-200 mg daglega, gefið í fleiri
en einum skammti.
Börn og unglingar
Ekki er mælt með notkun klórprótixens fyrir börn og unglinga
yngri en 18 ára vegna skorts á vel stýrðum
klínískum rannsóknum.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum tíóxantenefnum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla
6.1.
Minnkuð meðvitund af hvaða ástæðu sem er (t.d. vegna eitrana af
völdum áfengis, barbitúrata og ópíata),
lost og meðvitundarleysi.
Klórprótixen getur valdið lengingu QT-bils. Langvarandi lenging
QT-bils getur aukið hættuna á illkynja
hjartsláttartruflunum. Því má ekki nota klórprótixen hjá
sjúklingum með sögu um klínískt marktækan
2/10
hjarta- og æðasjúkdóm (t.d. verulegan hægslátt (<50 slög á
mínútu), nýlegt brátt hjartadrep,
ómeðhöndlaða hjartabilun, þykknun hjartavöðva,
hjartsláttartruflanir sem eru meðhöndlaðar með lyfjum
við hjártsláttartruflunum úr flokki IA og III) og hjá sjúklingum
með sögu um sleglasláttarglöp eða
Torsade de pointes (sjá kafla 4.4 og 4.5).
Þar að auki má ekki 
                                
                                Lestu allt skjalið