Timosan Depot í stakskammtaíláti Augnhlaup í stakskammtaíláti 1 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
03-02-2020

Virkt innihaldsefni:

Timololum maleat

Fáanlegur frá:

Santen Oy*

ATC númer:

S01ED01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Timololum

Skammtar:

1 mg/g

Lyfjaform:

Augnhlaup í stakskammtaíláti

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

023590 Stakskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2006-08-23

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
TIMOSAN DEPOT 1 MG/G, AUGNHLAUP Í STAKSKAMMTAÍLÁTI
TIMÓLÓL
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um TIMOSAN DEPOT og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota TIMOSAN DEPOT
3.
Hvernig nota á TIMOSAN DEPOT
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á TIMOSAN DEPOT
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TIMOSAN DEPOT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Þetta lyf er beta-blokki og er gefið í auga.
Það er notað til meðferðar á vissum augnsjúkdómum sem valda
augnháþrýstingi (gláka og
augnháþrýstingur).
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TIMOSAN DEPOT
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TIMOSAN DEPOT AUGNHLAUP Í STAKSKAMMTA ÍLÁTI
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir timólólmaleati, beta-blokkum eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með eða hefur áður haft öndunarvandamál svo sem
astma, alvarlega langvarandi
teppu berkjubólgu (alvarlegur lungnasjúkdómur sem getur valdið
önghljóði, erfiðleikum við
öndun og/eða langvarandi hósta).
-
ef þú ert með hægan hjartslátt, hjartabil
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
TIMOSAN DEPOT 1 mg/g, augnhlaup í stakskammtaíláti
2.
INNIHALDSLÝSING
1 g af hlaupi inniheldur 1 mg af tímólóli sem tímólólmaleat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augnhlaup í stakskammtaíláti.
Ópallýsandi, nær litlaust eða örlítið gult hlaup.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til að draga úr hækkuðum augnþrýstingi hjá sjúklingum með:
-
augnháþrýsting
-
langvinna gleiðhornsgláku
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til notkunar í auga.
FULLORÐNIR
Ráðlagður skammtur er einn dropi af TIMOSAN DEPOT 1 mg/g í
viðkomandi auga (augu) daglega, helst
að morgni.
ALDRAÐIR
Víðtæk reynsla er af notkun tímólól augndropa hjá öldruðum
sjúklingum. Skammtaráðleggingar hér að
framan spegla klínískar upplýsingar þeirrar reynslu.
BÖRN OG UNGLINGAR
Engin reynsla er fyrirliggjandi hjá börnum og unglingum. Því er
augnhlaupið ekki ráðlagt hjá þessum
sjúklingum.
Ef augnlæknir telur nauðsynlegt, má sameina TIMOSAN DEPOT 1 mg/g
við eina eða fleiri meðferðir við
gláku (staðbundna og/eða altæk gjöf).
Samsetning tveggja beta-blokkandi augnlyfja er þó ekki ráðlögð
(sjá kafla 4.4).
Aðra augndropa skal gefa að minnsta kosti 15 mínútum áður en
TIMOSAN DEPOT 1 mg/g er gefið.
Augnhlaupið á að vera síðasta lyfið sem dreypt er í.
Það getur þó tekið nokkrar vikur að fá stöðugan
augnþrýsting með TIMOSAN DEPOT 1 mg/g og því skal
meðferðareftirlit fela í sér mælingu á augnþrýstingi eftir
u.þ.b. 4 vikna meðferð.
LYFJAGJÖF
Tímólól augnhlaupi á að dreypa í tárasekk.
2
Einn skammtur inniheldur nægilegt hlaup fyrir bæði augu.
Einnota.
_Leiðbeina skal sjúklingum: _
-
að forðast snertingu á milli dropastútsins og auga eða augnloks.
-
að nota augnhlaupið strax eftir að einnota ílátið hefur verið
opnað og að fleygja því eftir notkun.
Ef þrýst er samtímis á tárakirtla og nef (nasolacrimal occlusion)
eða ef augum er lokað í 2 m
                                
                                Lestu allt skjalið