Tibinide Tafla 300 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
23-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Isoniazidum INN

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

J04AC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Isoniazidum

Skammtar:

300 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

136200 Töfluílát HDPE (high density polyethylene).

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2004-11-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TIBINIDE 300 MG TÖFLUR
isoniazid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um
Tibinide
og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota
Tibinide
3.
Hvernig nota á
Tibinide
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á
Tibinide
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TIBINIDE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tibinide tilheyri hópi berklalyfja. Virka efnið í Tibinide er
isoniazid, sem er bakteríueyðandi lyf sem
hefur einungis verkun gegn berklabakteríum. Tibinide er oftast notað
samhliða öðrum lyfjum gegn
berklum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TIBINIDE
EKKI SKAL NOTA TIBINIDE:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir isoniazidi eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með lifrarsjúkdóm eða lifrarskemmd.
-
ef þú hefur áður fengið alvarlegar aukaverkanir í tengslum við
notkun isoniazids (hiti, hrollur,
iktsýki).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum áður en þú tekur Tibinide ef þú
ert með eða hefur verið með eitthvað af
eftirfarandi:
-
skerta nýrnastarfsemi, það getur þurft að minnka 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tibinide 300 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur isoniazid 300 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
Hvít, kringlótt, flöt með deiliskoru, 10 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðhöndlunar á berklum af völdum
_Mycobacterium tuberculosis._
Einnig skal hafa í huga aðrar opinberar ráðleggingar um
lyfjameðferð við berklum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til inntöku.
Tibinide töflur á að gleypa í heilu lagi ásamt einu glasi af
vatni eða öðrum drykk.
Skammtinn skal taka á fastandi maga minnst 1 klst. fyrir eða 2 klst.
eftir máltíð.
Skammta sem gleymst hefur að taka skal taka eins fljótt og hægt er.
Ef minna en 6 klst. eru þar til taka
á næsta skammt skal ekki taka skammtinn sem gleymdist.
Virkir berklar
Þegar Tibinide er notað til að meðhöndla virka berkla skal það
alltaf notað samhliða öðrum
berklalyfjum.
Dagleg meðferð:
Fullorðnir: 5 mg/kg líkamsþyngdar/sólarhring, að hámarki 300
mg/sólarhring.
Fyrir sjúklinga sem vega > 45 kg er sólarhringsskammturinn 300 mg,
gefið í einum skammti.
_Meðferð sjúklinga sem vega < 45 kg _
Tibinde 300 mg töflur eru ekki ætlaðar til meðferðar handa
sjúklingum sem vega < 45 kg, þar sem
viðeigandi skammtaaðlögun er ekki möguleg með þessari töflu.
Ósamfelld meðferð:
10 mg/kg líkamsþyngdar þrisvar í viku, að hámarki 900
mg/sólarhring.
Sjúklingar sem vega 21-39 kg: 300 mg þrisvar í viku.
Sjúklingar sem vega 40-70 kg: 600 mg þrisvar í viku.
Sjúklingar sem vega > 70 kg: 900 mg þrisvar í viku.
2
_Börn _
Tibinide 300 mg töflur skal ekki nota sem ósamfellda meðferð handa
börnum sem vega < 21 kg þar
sem viðeigandi skammtaaðlögun er ekki möguleg.
Meðferðarlengd ræðst bæði af hver greining sjúkdómsins er og
þeirri meðferð sem er notuð samhliða
isoniazidi. Hafa skal alþjóðlegar eða staðbundnar leiðbeiningar
til hliðsjónar (t.d.
_http://whqlibdoc.who.int/p
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru